Dagrenning - 01.04.1958, Side 9

Dagrenning - 01.04.1958, Side 9
------------------------------------------------------------- JÓNAS GUÐMUNDSSON: FR HRUN FRAKKLANDS YFIRVOFANDD Geimfarir og geimstyrjaldir ☆ „Ráðstefna æðstu manna“ ☆ Samspil dulinna afla Verður Frakkland næsta fórnarlambið? Geímfaríi’ og ^eimstyrjaldir. Árið 1958 mun í öílum skilningi verða mesta loftsiglinga- og geim- ferðaár frá því er sögur hófust. Það er því nú orðið tímabært að menn geri sér þess fulla grein, að í spádómum Biblíunnar hefir þetta verið sagt fyrir, og það með sbkri nákvæmni að furðu sætir. í Opinberunarbókinni, 16. kap., segir á þessa leið: „Og hinn sjöundi (engill) helti úr sinni skál yfir loftið-Og elding- ar komu og raustir og þrumur og mikill landskjálfti, svo að slíkur hefir eigi komið frá því er menn urðu til á jörðinni — jafnákaflega mikill lands- skjálfti. Og borgin hin mikla fór í þrjá hluti, og borgir þjóðanna hrundu. Og Guð gleymdi ekki hinni miklu Babylon og gaf henni vínbikar heiftar- reiði sinnar. Og allar eyjar hurfu og fjöllin voru ekki lengur til. Og stórt hagl, vættarþungt, fellur niður af himni yfir mennina; og mennimir last- mæltu Guði fyrir haglpláguna, því að mjög svo mikil er plágan af því.“ Áður en flugið kom til sögunnar áttu menn, sem reyndu að útskýra spádóma Biblíunnar, mjög örðugt með að gera sér grein fyrir því hvemig þeir atburðir mættu verða, sem hér em boðaðir. En nú er það augljóst hverjum hugsandi manni að síðustu átökin milli „dýrsins og drekans“ ann- arsvegar og Drottins, sem vill frelsa þjóðirnar, hinsvegar, verður geim- omsta svo stórkostleg að annað eins hefur ekki gerzt hér í heimi „frá því menn urðu til á jörðunni." Það er athyglisvert að á þremur stöðum í Biblíunni er að þessum at- burðum vikið með svo að kalla nákvæmlega sömu orðunum. Hinir tveir staðimir em í 24. kap. Matteusar guðspjalls, sem segir: „Þá mun verða svo mikil þrenging, að engin hefir þvílík verið frá upphafi heims allt til V------------------------------------------------------------ DAGRENNING 3

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.