Dagrenning - 01.04.1958, Page 21

Dagrenning - 01.04.1958, Page 21
hött í þessu sambandi.“ Og þér segið ennfremur: „Það er ekki til umræðu hér, hvort Guð viti hlutina fyrir, hvort hann geti sagt fyrir óorðna atburði né hvort Biblían kenni, að hann hafi raunverulega gert það í einstökum til- fellum.“ (Lbr. hér.) Jú, það er einmitt þetta, sem er til umræðu okkar í milli nú. Ég held því fram, að Guð viti hlut- ina fyrirfram, ráði þannig yfir vís- dómi, sem mönnunum sé óskiljanlegur, og að hann hafi margsinnis sannað, að þetta er svo, með því að láta spámenn sína birta þjóðum og einstaklingum þessa óorðnu hluti, jafnvel mörgum öld- um áður en þeir gerðust. Einn af spá- mönnum ísraels — Amos — tekur svo djúpt 1 árinni, að hann segir: „Drott- inn gjörir ekkert án þess að hann hafi opinberað þjónum sínum, spámönnun- um, ráðsályktun sína.“ (Amos 3. 7). Þessa skoðun mína hefi ég rökstutt með fjölda tilvitnana í Biblíuna, þar á meðal í ummæli Krists sjálfs. Þetta teljið þér „óheimilar ályktanir“, og svo virðist sem þér séuð þeirrar skoðunar, að lítið sé að marka spádóma Gamla testamentisins aðra en þá, sem eiga við líf og starf Krists. Það finnst mér alveg fráleit skoðun. Hitt sýnist mér miklu líklegra, að jafnmikið sé að marka þá spádóma, sem fjalla um önn- ur efni og að ennþá eigi fjöldi spádóma eftir að rætast, spádóma, sem ekki eiga beinlínis við fyrri komu Krists, heldur við örlög þjóða og stórfellda at- burði í sögu mannkynsins fyrr og síð- ar. Um þetta getum við því ekki rök- rætt frekar, hr. prófessor, ég tek ekki gild rök yðar og þér takið ekki gild mín rök, svo að hér eftir sem hingað til verður hvor okkar að hafa það, sem honum sýnist réttast í þessu efni. Ég ætla mér ekki þá dul að breyta yðar skoðunum í þessu efni, slík breyting mundi hafa það í för með sér, að þér yrðuð að „hafna því, sem ekki fær stað- izt“ í kenningum yðar, en það yrði yður um megn. Er þetta atriði því út- rætt af minni hálfu. PÝRAMÍDINN. Annað, sem okkur greinir á um í grundvallaratriðum, er Pýramídinn mikli. Það er athyglisvert, að þér eyðið langmestu rúmi, bæði í trúmálagrein- um yðar í Vísi og bréfinu til mín, til þess að ræða um Pýramídann og gera lítið úr spámælingum hans. Þetta er því undarlegra sem þér berið sáralítið skyn á þau fræði — og það af eðlileg- um ástæðum, — því að þér hafið ekki reynt að kynna yður þau vísindi, nema í niðurrifstilgangi. Þér eruð fyrirfram sannfærður um, að það, sem þar um er sagt, sé allt heilaspuni, og markleysa, þegar bezt lætur. Menn með slíkar fyrirfram sannfæringar er ekki hægt að rökræða við, svo að nokkuð geti á því græðst. Þetta tók ég fram í fyrri grein minni, og þar með hélt ég, að þetta atriði væri útrætt. Þér hafið t. d. enn þá skoðun á Cheopspýramíd- anum, að hann sé gröf dauðs konungs. Þér virðist ekki vita það, að gröf þess konungs, sem talinn var heygður í Pýramídanum mikla, fannst annars staðar, og engin vissa er fyrir því, að pýramídi þessi hafi nokkru sinni verið konungsgröf. Þetta viljið þér ekki vita og af því má nokkuð marka þjónustu yðar við sannleikann, einnig á öðrum sviðum. Við getum því sem bezt sparað okkur og öðrum allar „rökræður" um Pýramídann mikla og spámælingar hans. Ég nenni ekki að endurtaka þær DAGRENNING 15

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.