Dagrenning - 01.04.1958, Qupperneq 27

Dagrenning - 01.04.1958, Qupperneq 27
koma hér að meiri greind og skýrari hugsun. Okkur greinir ekki á um frelsunar- hlutverk Krists og konungdóm hans í ríki himnanna. Okkur greinir ekki á um hið mikla fyrirheit, sem efnt var með komu hans til jarðarinnar hið fyrra sinn. Okkur greinir ekki á um það, að til Hans geta allir „lýðir og tungur og þjóðir“ leitað og fundið frið og náð og hjálp — jafnt einstaklingar sem heildir. En okkur greinir á um „kirkjuna" sem „andlegan ísrael“. Það er hún ekki og verður aldrei. Slíkt er villukenning, sem nauðsynlega þarf að hverfa frá í öllu námi í guðfræðideild- um háskólanna. ÍSRAEL ER „RÍKI“ GUÐS. Hér að framan hefir verið sýnt fram á það, að Júda var „helgidómur" Guðs, og með fæðingu Krists af þeirri ætt- kvísl og síðar með krossfestingu hans, er höfðingjar þeirrar ættkvíslar stóðu að, var lokið hinu mikla hlutverki þeirr- ar ættkvíslar, að því er oss virðist. Það hefir ennfremur verið sýnt fram á, að sú fullyrðing yðar, að Kristur hafi út- skúfað ísrael og svipt hann öllum þeim fyrirheitum, sem ekki rættust í sam- bandi við komu hans, fær ekki staðizt, og að það er með öllu rangt, að „kirkj- an“ sé einhvers konar „andlegur Isra- el“. Á það hefir og verið lauslega bent, að hlutverk ísraels — hinna tíu ætt- kvísla — var það, að vera „ríki“ Guðs, en ekki „helgidómur“ hans eins og Júda- ættkvísl var. Ísraelsríki hið forna var fyrsta til- raunin til þess að skapa ríki Guðs — þeókratiskt ríki — Guðsstjórnarríki. Sú tilraun mistókst fyrir vorum aug- um, og Guð dreifði ísrael meðal þjóð- anna. Hinar tíu ættkvíslir Norðurríkis- ins — Israelsríkis — voru fluttar í út- legð og látnar setjast að „í borgum Meda“ og í norðanverðri Litlu Asíu. Þar voru þær enn á dögum Jósefusar (um 70 e. Kr.). Hann segir: „Tíu ætt- kvíslirnar hurfu ekki aftur til Pale- stínu, aðeins tvær ættkvíslir þjónuðu undir Rómverja, eftir að Palestína varð rómverskt skattland.“ Og ennfremur: „Aðeins tvær ættkvíslir í Evrópu og Asíu eru undir Rómverja gefnar, en tíu ættkvíslirnar eru enn handan við Eufrat og eru geysi-fjölmennar.“ Þannig herleiddi Drottinn fólk sitt úr Ísraelsríki hinu forna á sama hátt og úr Júdaríki síðar. Ekki til þess að það skyldi týnast að eilífu, heldur til þess að það skyldi „öðlast nýtt hjarta“, umbreytast og hreinsast til þess síðar að verða hæft til þeirrar miklu þjón- ustu, sem Drottinn hefir fyrirhugað því við „endalokin“ og endurkomu Krists. Um þetta segir bæði hjá Jeremía og í Hebreabréfinu: „Sjá, dagar koma, seg- ir Drottinn, og ég mun gjöra nýjan sáttmála við hús ísraels og hús Júda, ekki eins og sáttmálann, er ég gjörði við feður þeirra á þeim degi, er ég tók í hönd þeirra, til að leiða þá út af Egyptalandi, því að þeir héldu ekki minn sáttmála, og ég hirti eigi um þá, segir Drottinn. Því að þetta er sáttmál- inn, sem ég mun gjöra við hús ísraels eftir þá daga, segir Drottinn. Ég mun gefa lög mín í hugskot þeirra og rita þau í hjörtu þeirra, og ég mun vera Guð þeirra, og þeir munu vera minn lýður.“ (Hebr. 8. 8—10). Samkvæmt yðar kenningu ætti nú að skilja þetta svo, að þessi spádómur úr Jeremía spá- dómsbók (31. 31) ætti alls ekki við „ísraels hús“, þ. e. hinar tíu ættkvíslir Israels, heldur við allt annað: einhvern DAGRENNING 21

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.