Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Síða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.1. 2015 Græjur og tækni ...að á hverjum degi fara allt að 60 millj- arðar tölvupóstsendinga manna á milli. Ekki innihalda þeir hins vegar allir mik- ilvæg skilaboð því talið er að hvorki meira né minna en 97% þeirra séu ruslpóstur. Vissir þú... K lak Innovit stendur árlega fyrir frumkvöðlakeppninni Gullegginu. Keppnin er haldin að fyrirmynd MIT- háskóla í Bandaríkjunum og Vent- ureCup á Norðurlöndunum. Að sögn aðstandenda er Gulleggið orðið gæðastimpill á viðskipta- hugmyndir og fyrir frumkvöðla sem munu á næstu árum laða að enn fleiri styrki, fjárfesta, skapa ný störf og verðmæti fyrir íslenskt þjóðfélag. „Keppnin er frábært tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma hug- myndum sínum á framfæri og gera úr þeim raunverulegar og mark- vissar áætlanir sem miða að stofn- un fyrirtækja. Samhliða keppninni er þátttakendum boðið upp á nám- skeið, ráðgjöf og aðstoð sérfræð- inga. Frá mótun hugmyndar til áætlanagerðar og þjálfunar í sam- skiptum við fjárfesta,“ segir á heimasíðu verkefnisins, gull- eggid.is. Krefjandi áskorun „Þátttaka í Gullegginu er skemmti- leg og krefjandi áskorun sem nýt- ist þátttakendum til framtíðar. Sú reynsla og þekking sem þátttak- endur öðlast nýtist vel þegar út í atvinnulífið er komið, hvort heldur sem er hjá nýstofnuðum sprotafyr- irtækjum eða stærstu fyrirtækjum landsins,“ segir ennfremur. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt en hafa ekki ákveðna hug- mynd til að senda inn geta boðið fram aðstoð sína við að vinna að annarri hugmynd með því að skrá sig á gulleggid.is. Frestur til að skila hugmyndum inn í keppnina þetta árið er til 20. janúar. Þátttakendur eiga kost á að vinna til veglegra verðlauna, en sigurvegari keppninnar hlýtur Gulleggið sjálft og eina milljón króna í peningum. Ýmis önnur aukaverðlaun verða veitt frá bakhjörlum og styrktar- aðilum keppninnar en alls nema heildarverðlaun Gulleggsins yfir þremur milljónum króna. Hefur haft mikla þýðingu Sigurvegari í Gullegginu árið 2014 var fyrirtækið Gracipe þar sem mataruppskriftir eru settar fram á nýjan hátt með því að sameina hráefni, aðgerðir og skref í mynd- rænni framsetningu. Herdís Helga Arnalds hjá Gra- cipe segir Gulleggið hafa haft mjög mikla þýðingu fyrir fyrirtækið. „Stofnendur Gracipe, Marinó Páll Valdimarsson og Kai Köhn, voru báðir í meistaranámi í verkfræði við háskólann í Delft í Hollandi og litu til að byrja með á þetta sem áhugamál og verkefni í skólanum. Það er óhætt að segja að Gulleggið hafi ýtt á okkur að gera þetta af meiri alvöru og stofna fyrirtæki. Þetta var spark í rassinn í mjög jákvæðum skilningi,“ segir Herdís. Hún segir þetta einmitt fegurð- ina við keppni eins og Gulleggið. Hún hvetji fólk til að fara með hugmyndir eða áhugamál upp á næsta stig og jafnvel freista þess að lifa af þeim. „Það er stóri kost- urinn við svona keppni.“ Herdís segir Gracipe markvisst hafa nýtt sér meðbyrinn sem Gull- eggið færði þeim en nokkur at- hygli fylgdi sigrinum. „Ísland er lítið land og það skiptir máli að komast að í fjölmiðlum. Fjölmiðlar sýndu okkur strax áhuga og gera enn, annars værir þú ekki að hringja. Lengi lifir á fornri frægð,“ segir hún hlæjandi. Byr undir báða vængi Herdís hvetur frumkvöðla til að skrá sig í Gulleggið og gildi þá einu á hvaða stigi hugmyndin er. Ekki sé nauðsynlegt að vera kom- inn með vöru eða geta boðið upp á þjónustu. „Aðalatriðið er að hug- myndin sé vel framsett og bjóði upp á möguleika í framtíðinni.“ Fyrir utan verðlaunaféð og at- hyglina segir Herdís mikilvægt fyrir sprotafyrirtæki eins og Gra- cipe að finna að einhver hafi trú á því sem það er að gera. „Það gefur manni byr undir báða vængi.“ Að dómi Herdísar er sprota- umhverfið blómlegt á Íslandi og alltaf að verða sýnilegra. „Fyrir fá- einum árum vissi ég ekkert um þetta sprotaumhverfi en í dag fer mun meira fyrir því. Möguleikar á styrkjum eru alltaf að aukast og síðan er gaman að sjá hversu vilj- ugir þeir sem á undan hafa gengið eru til að miðla reynslu sinni og ráðleggja öðrum. Sprotaumhverfið er uppfullt af mentorum,“ segir Herdís. Næsta kynslóð námsgagna Annað sætið í Gullegginu 2014 hrepptu félagar úr tölvunarfræði- deild HR sem stofnuðu leikja- fyrirtækið Radiant Games. Með því að þróa leiki fyrir börn stefna þeir að því að nútímavæða mennt- un og þróa næstu kynslóð náms- gagna. Í þriðja sæti varð Solid Clouds sem þróar og hannar tölvuleikinn Prosper. Leikurinn var þróaður að miklu leyti innan tölvunarfræði- deildar HR af nemendum deild- arinnar. Gæðastimpill á viðskipta- hugmyndir FRESTUR TIL AÐ SKILA INN HUGMYNDUM Í FRUMKVÖÐLA- KEPPNINA GULLEGGIÐ RENNUR ÚT Á ÞRIÐJUDAG. MEG- INMARKMIÐIÐ ER AÐ SKAPA VETTVANG FYRIR UNGT AT- HAFNAFÓLK TIL AÐ ÖÐLAST ÞJÁLFUN OG REYNSLU Í MÓTUN VIÐSKIPTAHUGMYNDA OG REKSTRI FYRIRTÆKJA. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Herdís Helga Arnalds ásamt Marinó Páli Valdimarssyni, félaga sínum hjá Gracipe, en þau hlutu Gulleggið á síðasta ári. Morgunblaðið/Þórður Japanskir vísindamenn segja að þeir séu komnir nálægt því að geta prentað húð, bein og liði með þrívíddarprentara. Nokkrum hópum vísindamanna víðs vegar um heiminn hefur tekist að fram- leiða lítið magn af vef til að nota en nú er beðið eftir næsta skrefi. Tsuyoshi Takato prófessor við sjúkrahús Háskólans í Tókýó til- kynnti fyrir helgi að teymi á hans vegum væri að vinna að „næstu kynslóð lífræns þrívídd- arprentara“ sem gæti byggt upp þunn lög af vef til að búa til lík- amsparta. Blandað er saman stofnfrumum og tilbúnu efni sem minnir á kollagen. Með þrívíddarprentara er teymið að vinna að því að „líkja eftir uppbyggingu líffæra“ eins og hörðu yfirborði beina og svampkenndu innvolsi þeirra. Hann segir að hægt verði að láta prentuð líffæri samlagast lík- amanum hratt. Framtíðin er í þrívídd JAPANSKIR VÍSINDAMENN TAKA NÆSTA SKREFIÐ Í AÐ PRENTA NOTHÆF LÍFFÆRI MEÐ ÞRÍVÍDDARPRENTARA. Tsuyoshi Takato prófessor með prentað eyra úr þrívíddarprentara. AFP Framleiðendur vinsæla þrívídd- arpennans 3Doodler, kynna nú til sögunnar 75% minni þrívíddar- penna sem vegur einungis 50 grömm. Nýi penninn ber heitið 3Dood- ler 2.0 og er framleiddur af bandaríska fyrirtækinu Wobble- Works. Penninn er nokkurs konar þrí- víddarprentari sem gerir fólki kleift að teikna þrívíðar fígúrur og skissa þannig bókstaflega út í blá- inn. Þrívíddarpennar eru ekki ósvip- aðir límbyssum því þeir bræða plast og þorna síðan snöggt á eftir sem auðveldar fólki að móta form og fígúrur úr plastinu og skapa þannig áhugaverð verk. SVIPAR TIL LÍMBYSSU Skissa út í bláinn Með þrívíddarpennanum er hægt að teikna fígúrur í þrívídd.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.