Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Qupperneq 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Qupperneq 43
Ofurfyrirsætan og tískufyrirmyndin Kate Moss mætti gráhærð í veislu hjá Longchamp í Ritz Club í París. U ndanfarið hafa sífellt fleiri litað á sér hárið í gráum lit sem er eitt það heitasta í hártískunni. „Hártískan er hægari en önnur tíska. Þetta er ekkert alveg nýtt en kannski nýtt á neytandann. Bleikt hár hefur alltaf verið í tísku en það var kannski í fyrra sem fólk byrjaði að þora að setja áberndi liti í hárið. Það tekur svo lang- an tíma fyrir fólk að meðtaka hártísku,“ segir hárgreiðslukonan og rithöfundurinn Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack en hún seg- ist aldrei hafa litað eins margar ungar stúlkur gráhærðar og fyrir þessi jól. Theodóra segir gráa hárið tengt tísku líðandi stundar enda hefur grár litur verið áberandi undanfarið í fatatískunni og það sé svolítið beintengt í þetta pastel-hár sem er búið að vera í tísku. „Það góða við gráa litinn, finnst mér, er það að hann tekur allan gulan lit úr og hárið verður ennþá kalt og ekki eins gult. Þó að grái liturinn fari úr þá verður hárið fallegt eftir á.“ Pastellitir í hári eru í tísku og þá aðallega þessir köldu litir, past- elblár, pastelfjólublár og pastelgrár. „Grár er náttúrulegur litur og fólki finnst það kannski ekki eins æp- andi og litur með smá fjólukeim eða bláum keim því að grár er auðvit- að eitthvað sem fólk þekkir í hári. Hinn týpíski íslenski húðlitur er alltaf með smá rósakeim eða roða þannig að kaldir litir passa alltaf betur við þessa týpísku íslenska húð heldur en heitir litir,“ segir Theodóra. Það er mjög margþætt af hverju grár er í tísku enda hentar hann mjög mörgum. Nú eru margar eldri, gráhærðar konur búnar að vera í auglýsingaher- feðum fyrir stóru tískuhúsin, Joan Didion fyrir Céline, Joni Mitchell fyrir Saint Laurent, og þrjár gamlar ömmur fyrir Dolce & Gabbana. Hvað með þá sem eru að grána á náttúrulegan hátt? „Mér finnst tignarlegt og fágað að grána. Ég þoli ekki þegar konur eru að fela gráu hárin sín, mér finnst þau mega vera, þó ekki endilega öll, bara það að leyfa þeim að vera inn á milli. Það að eldast vel er í tísku.“ Silfurrefurinn George Clooney ber gráa hárið vel. Kelly Osbourne sést hér með grá- fjólubláan hárlit. TÍSKAN AÐ ELDAST VEL Glæsilegt að grána Joan Didion fyrir Céline. Lady Gaga með gráa lokka. Girls-leikkonan Zosia Mamet. Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack segir gráa hárið tengt tísku líðandi stundar enda hefur grár litur verið áberandi undanfarið í fatatískunni. Tískudrottningin Nicole Richie tók sig vel út með gráa lokka. AFP Rihanna mætti gráhærð á við- burð í desember. ÞAÐ HEFUR FÆRST Í AUKANA FRÁ OG MEÐ SÍÐASTA ÁRI AÐ FÓLK SÉ FARIÐ AÐ LITA HÁRIÐ Á SÉR GRÁTT. HÁRGREIÐSLUKONAN THEODÓRA MJÖLL SKÚLADÓTTIR JACK SEGIR EFTIRSPURNINA EFTIR GRÁUM HÁRLIT ALDREI HAFA VERIÐ MEIRI EN NÚ. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is AFP 18.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.