Morgunblaðið - 25.02.2015, Side 9

Morgunblaðið - 25.02.2015, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 BAKSVIÐ Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Íbúar við Hólavað 1-11 í Norðlingaholti hafa komið sér upp skilvirku skipulagi til að standa að viðhaldi og snjómokstri við göt- una. Kjartan Þórðarson, formaður hús- félagsins, segir að íbúar hafi allir flutt inn á svipuðum tíma fyrir nokkrum árum. Íbúar lögðu svo gangstíga, malbikuðu götuna og settu upp ljósastaura á eigin kostnað. Ástæðan er sú að þessir innviðir eru innan lóðamarka íbúa og sér Reykjavíkurborg því ekki um uppbyggingu eða viðhald á slíkum lóðum. Nokkrir tugir slíkra lóða eru í Reykjavík og þar á meðal er málum svo háttað í sjö botnlöngum í Hólavaði og Hólmvaði í Norðlingaholti. „Við gerðum samning við Orkuveituna um að fá að tengjast við einn staur efst í göt- unni. Við borgum af því 20 þúsund kr. á ári í rafmagnsgjöld fyrir þá fjóra staura sem við settum upp,“ segir Kjartan. Hann segir að íbúar standi að baki snjómokstri með skóflu og salti sjálfir götuna. „Þetta hefur aldrei verið neitt mál og fólk hefur gripið sér skóflu þegar þess hefur þurft,“ segir Kjartan en bætir því við að sjaldan sé snjó- þungt í götunni. „Einstaka sinnum hefur bíll frá borginni komið inn botnlangann og hreinsað götuna, enda átta þeir sig kannski ekki á því að þarna er einkagata. Það er ekki eins og við setjum upp skilti,“ segir Kjartan. Gáfu Orkuveitunni holræsakerfið Hann segir að holræsakerfið undir göt- unni hafi einnig verið á ábyrgð íbúa. „Við ákváðum að gefa borginni holræsakerfið og Orkuveitan samþykkti að taka við því. Þeir sendu okkur bréf þess efnis að þeir hefðu formlega tekið við þessu,“ segir Kjartan og samsinnir blaðamanni um að slíkt hafi verið léttir. Hann segir að íbúar hafi íhugað að gera slíkt hið sama og gefa eftir hluta lóða sinna til borgarinnar. Í framhaldinu gæti hún svo séð um viðhald innviðanna. „Til gamans má geta þess að það gilda ólíkar umferðarreglur fyrir okkur. Við þurfum að veita umferð forgang úr báðum áttum þeg- ar kemur að gatnamótum, en ef við værum á borgarlandi þá gilti hægri réttur í um- ferðinni,“ segir Kjartan. Samhentir íbúar sinna viðhaldi  Íbúar við Hólavað 1-11 bera ábyrgð á gangstéttum, götu og ljósastaurum  Gáfu borginni holræsin  Hafa áhyggjur af ábyrgð ef slys ber að höndum á gangstétt sem er í eigu hins opinbera Morgunblaðið/Ómar Hólavað Íbúar hafa sett upp ljósastaura og lagt götur í Hóla- og Hólmvaði. Við Hólavað 63-75 eru tveir ljósastaurar. Ljósmynd/Viðar Ævarsson Snjómokstur Íbúar við botnlanga í Hólavaði sinna snjómokstri. Viðhald og snjómokstur er á herðum íbúa í sjö botnlöngum í Hóla- og Hólmvaði. „Við höfum verið samtaka í öllu sem við gerum. Bæði við frágang á lóð sunnan- og norðanmegin og þegar kemur að samningum um magninnkaup á trjám, gangstétt- arhellum, tún- þökum, vegg- hleðslum, og annað sem til fellur,“ segir Kjartan. Þrátt fyrir að vel hafi gengið að koma sér saman um verkefnin segir hann þó íbúa áhyggjufulla vegna gangstéttar í eigu borgarinnar. Íbúar voru skyld- aðir til þess að leggja gangstíg á milli húsa í botnlanganum. Hann fellur ekki innan lóðarmarka hjá neinum einum íbúa og er í eigu Reykjavíkurborgar. ,,Við höfum áhyggjur af því að ef einhver dett- ur á gangstéttinni, sem kvöð var á okkur um að legga, þá erum við, íbúarnir, ábyrgir fyrir því,“ segir Kjartan. „Þess vegna vorum við að ræða það á síðasta húsfundi hvort við gætum gefið borginni götuna.“ Fær borgin götuna að gjöf? ÍBÚUM GERT AÐ LEGGJA STÍG SEM ER Í EIGU HINS OPINBERA Kjartan Þórðarson Morgunblaðið/Árni Sæberg Steypa Gangstétt er í eigu borgarinnar. VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 36% þeirra sem beita drengi kynferðislegu ofbeldi eru ókunnugir karlar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.