Morgunblaðið - 25.02.2015, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.02.2015, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is 23 hvalalíkön í raunstærð verða til sýnis á hvalasýning- unni Whales of Iceland sem formlega verður opnuð á morgun. Að sögn Harðar Bender, stofnanda og stjórn- arformanns sýningarinnar, hefur verkefnið tekið um tvö ár og er þetta fjárfesting upp á hundruð milljóna króna. „Hugmyndin kemur af þeirri eðlilegu ástæðu að stærstu dýr heimsins eru hvalir. Við Íslandsstrendur eru mestar líkur á því í öllum heiminum að sjá hvali þegar fólk fer í hvalaskoðun. Því er tilvalið að setja upp þetta safn hvölum til heiðurs,“ segir Hörður. Að sögn hans sjást hvalir í 96-97 prósentum tilvika í hvalaskoðunarferðum hér. Fá stærri bita af kökunni Hann segir að 30 milljónir manna fari hvalaskoðun í heiminum á hverju ári og 30 prósent ferðamanna sem til Íslands koma fara í hvalaskoðun. „Það er því ástæða til þess að áætla að það sé eftirspurn eftir því að skoða hvalina. Bæði vonumst við til þess að þetta styrki áhugann á hvölum, en einnig að við fáum stærri bita af þessari köku sem þessar 30 milljónir manna eru,“ segir Hörður. Mikil vinna liggur að baki hönnun sýningarinnar. „Við vorum svo heppnir að fá listamenn sem hafa verið að vinna í hvalaiðnaði og þeir þekktu t.a.m. litina sem eru á hverjum hval. Það er mikilvægt þegar um er að ræða hvali sem ekki sjást við Ísland lengur, eða eru sjaldséðir hér,“ segir Hörður. 2.000 fermetra sýningarrými Til sýnis verða allir hvalir sem sést hafa við Íslands- strendur. ,,Tveir þeirra finnast varla lengur. Það eru íslenski sléttbakurinn og sandlægja,“ segir Hörður. Verkefnið er unnið í samstarfi við hvalaskoðunarfyr- irtæki. Tveir aðilar koma að fjármögnuninni. Það eru ITF (Icelandic tourism fund) sem Icelandair og lífeyrissjóðirnir standa að baki auk Harðar. Formleg opnun er á morgun en á föstudag gefst al- menningi kostur á að skoða sýninguna. Sýningarrýmið er 2.000 fermetrar og er staðsett á Fiskislóð 23 við Granda. Morgunblaðið/Golli Glæsilegt Mikil vinna liggur að baki hönnun sýningarinnar en listamenn sem hafa verið að vinna í hvalaiðnaði og þekktu litina sem eru á hverjum hval, komu að hönnuninni. Allir hvalir sem sést hafa við Íslandsstrendur  Hvalasafn verður opnað á Fiskislóð á morgun  Allir 23 hvalirnir í raunstærð  Hundraða milljóna króna fjárfesting Flottir Hvort sem það eru skíðishvalir eða tannhvalir þá eru allir íslenskir hvalir á sýningunni glæsilegu. Keikó Að sjálfsögðu má finna háhyrning sem er líkur Keikó. Við hlið hans er mjaldur eða hvíthvalur. Risastórt Sýningarrýmið er heldur betur stórt, 2.000 fermetrar og er það staðsett á Fiskislóð 23 við Granda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.