Morgunblaðið - 25.02.2015, Page 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015
Kynningarfundur verður hjá
Ferðaskrifstofunni Óríental að
Suðurlandsbraut 22 í Reykjavík á
fimmtudag klukkan 17:30.
Á fundinum mun Örnólfur
Árnason, fararstjóri, kynna ferða-
lag, sem Óríental skipuleggur til
eyjarinnar Balí í Indónesíu frá 1.
til 14. maí. Áskrifendum Morgun-
blaðsins býðst 30% afsláttur af
ferðinni í gegnum Moggaklúbbinn.
Fram kemur í tilkynningu frá
Óríental, að fyrstu dögum ferð-
arinnar verði varið á miðri eynni,
í bænum Úbúd þaðan sem stutt
sé til flestra fegurstu og for-
vitnilegustu staða á Balí. Verður
farið í daglegar kynnisferðir það-
an.
Síðari hluta ferðarinnar er
dvalið í strandbænum Sanúr í
vikutíma.
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Á Bali Brúðhjón framan við hofið Pura Ulun Danu Bratan við Bratan vatn.
Kynna ferð til Bali
Áskrifendum Morgunblaðsins býðst
30% afsláttur af ferðinni
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Verkefnisstjórn, sem iðnaðar- og
viðskiptaráðherra skipaði í lok síð-
asta árs til að fjalla um sæstreng
milli Íslands og Bretlands, hefur
komið saman
tvisvar til form-
legra funda. Í
stjórninni eiga
sæti Ingvi Már
Pálsson, skrif-
stofustjóri í at-
vinnuvega- og ný-
sköpunarráðu-
neytinu, Ragna
Árnadóttir, að-
stoðarforstjóri
Landsvirkjunar, og Þórður Guð-
mundsson, forstjóri Landsnets.
Að sögn Ingva Más styttist í að út-
boð verði auglýst hjá Ríkiskaupum á
gerð hagkvæmniathugunar og
ábatagreiningar á sæstrengnum fyr-
ir íslenskt þjóðarbú. Eitt helsta
verkefni þeirrar greiningar er að
meta áhrif sæstrengs á heimili og
fyrirtæki í landinu og hvort raforku-
verð kæmi til með að hækka.
Reynsla annarra þjóða, eins og
Norðmanna, er að raforkuverð hefur
hækkað með tilkomu sæstrengs en
þá hafa stjórnvöld komið með mót-
vægisaðgerðir til að draga úr áhrif-
unum. Ingvi Már bendir á að Norð-
menn hafi með sæstrengjum aukið
mjög tekjur sínar af raforkusölu.
Annars sé raforkukerfi Norðmanna
að mörgu leyti ólíkt því íslenska og
t.d. miklar sveiflur í vatnsbúskapn-
um sem gerir Norðmenn háðari inn-
flutningi á raforku.
„Raforkuverðið er eitt af fjöl-
mörgum atriðum sem þarf að skoða
vandlega, það eru á þessu plúsar og
mínusar sem þarf að vega saman,“
segir Ingvi Már en verkefnisstjórn-
inni var ætlað að láta vinna dýpri
greiningu en fram fór hjá Hagfræði-
stofnun Háskóla Íslands vegna
skýrslu ráðgjafarhóps til iðnaðar-
ráðherra árið 2013.
Helstu verk kláruð í ár
Ingvi Már segir verkefnisstjórn-
ina ekki hafa sérstakan tímaramma
til að vinna eftir en stefnt sé að því að
klára helstu verkefnin á þessu ári.
Auk fyrrnefndrar hagkvæmni-
athugunar er verkefnisstjórninni
ætlað að skoða möguleika á orkuöfl-
un hér á landi, hvort breyta þurfi
löggjöfinni, afla upplýsinga frá Bret-
landi um raforkumarkaðinn þar í
landi og hvernig Bretar sjá fyrir sér
að strengurinn verði starfræktur,
hvernig eignarhaldi yrði háttað, arð-
semiskröfur o.s.frv.
Einnig þarf að skoða tæknilega
þáttinn við lagningu sæstrengs, en
mikið dýpi er á leiðinni til Bretlands
sem myndi gera þetta einn lengsta
rafsæstreng í heimi, um 1.000 km
með 700-900 MW flutningsgetu.
Rannsókn á streng
boðin út fljótlega
Áhrif á raforkuverð m.a. skoðuð
Ingvi Már
Pálsson
Stofnfundur Prentsöguseturs, sem
verða mun til húsa á Eyrarbakka, var
haldinn um síðustu helgi.
Fram kemur í tilkynningu, að um-
ræða um Prentminjasafn hafi lengi
verið í gangi, enda fáar stéttir sem
gengið hafi í gegnum jafn róttækar
breytingar í tækni og vinnubrögðum
og bókagerðarfólk. Tilfinningin fyrir
nauðsyn þess að varðveita söguna
hafi verið rík innan stéttarinnar.
Í markmiðslýsingu og framtíðar-
sýn Prentsöguseturs segir m.a. að
markmið setursins sé að stuðla að
söfnun, skráningu og varðveislu
minja sem tengjast prentsmiðju-
rekstri á Íslandi frá upphafi, með
megináherslu á þróun tækjabúnaðar,
efnisnotkunar og vinnubragða. Einn-
ig að stuðla að rannsóknum, sýn-
ingum og kynningum á því sem setrið
hefur yfir að ráða þessu tengt og því
rannsóknarstarfi sem fram fer hverju
sinni.
Prentsögusetur hyggst ná þessum
markmiðum sínum með eigin starfi
og faglegu samstarfi við sérfræðinga
og áhugafólk, stofnanir, fyrirtæki og
einstaklinga, ásamt því að koma á
samstarfsverkefnum innanlands og
utan. Setrið leggur áherslu á að opna
dyr sínar fyrir færustu vísindamönn-
um og einnig fyrir áhugafólki um sög-
una. Er því ætlað að miðla upplýs-
ingum um rannsóknir sínar til
almennings og fræðasamfélagsins
eftir því sem við á hverju sinni.
Kosið var í stjórn og varastjórn
Prentsöguseturs á stofnfundinum.
Prentsögusetur stofnað
Ljósmynd/Ragnheiður Traustadóttir
Stjórn Prentsöguseturs Svanhvít Stella Ólafsdóttir, Jón Arnar Sandholt,
Haukur Már Haraldsson, Svanur Jóhannesson, Heimir Br. Jóhannsson og
Þóra Elfa Björnsson. Þórleif V. Friðriksson vantar á myndina.
Markmiðið að varðveita sögu prentsmiðjureksturs
Dansfjör 60+
kl
in
gs
þj
ál
fu
n
60+leikfimi
Slökun
Jóga 60+
Sj
úk
ra
þ
já
lf
un
Heilsumat
A
ðh
al
d
hj
úk
ru
na
rf
ræ
ði
ng
s
Í form fyrir golfið 60+
- Þín brú til betri heilsu
www.heilsuborg.is Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010
Hvað hentar þér? Hafðu samband og fáðu fría ráðgjöf
– Ertu 60 ára eða eldri?
– Viltu bæta hreyfigetu og jafnvægi?
– Langar þig að verða styrkari og orkumeiri?
– Viltu hreyfa þig í skemmtilegum félagsskap?
– Viltu æfa í notalegu umhverfi?
Ei
ns
ta
k
A
ðh
al
d
Ný námskeið að hefjast.
Fjölbreyttar leiðir fyrir 60 ára og eldri.