Morgunblaðið - 25.02.2015, Síða 21

Morgunblaðið - 25.02.2015, Síða 21
Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað. Klettagarða í því sambandi. Þá eru miklar hvelfingar við neysluvatns- bólin í Heiðmörk. Laugarnesið malar gull Holurnar 10 á Laugarnessvæð- inu eru að jafnaði um 1.000 metrar djúpar og dælur eru á 150 metra dýpi og anna um 14% af heitavatnsþörf höfuðborgarsvæðisins. Um 2-3% fást úr borholum í Elliðaárdalnum, um fjórðungur fæst frá Reykjum og Reykjahlíðarsvæðinu í Mosfellsbæ og rösklega helmingur frá jarð- varmavirkjunum á Nesjavöllum og Hellisheiði. „Laugarnesið malar gull og það er ekkert lát á því. Sjálfsagt er einsdæmi á heimsvísu að finna í höf- uðborginni aðra eins orkulind undir fótum fólksins, lind sem skapar því svo mikil lífsgæði,“ segir Páll Baldvin Sveinsson að síðustu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tæki Gamalt stjórnborð Bolholtsstöðvarinnar, sem nú er alfarið fjarstýrt. Príl Blaðamaður bröltir upp úr brunni eftir undarlega ferð í iðrum jarðar. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015  Ef kemur til kjarnorkustyrjaldar ættu Reykvíkingar að horfa til Bústaða- kirkju. Þegar kirkjan var hönnuð í kringum 1965 var atómsprengjan við- varandi ógn og framsýnir menn í bygg- inganefnd kirkjunnar vildu byggja sam- kvæmt því. Kjallari undir austurálmu, þar sem er safnaðarheimili, er því sér- styrkur, burðarþolið mikið, veggirnir þykkir og rýminu skipt upp í afmörkuð hólf. Blessunarlega hefur aldrei komið til þess að neinn hafi þurft að leita í kirkjuna vegna stríðhættu. Mannvirkið sem slíkt segir þó nokkra sögu um tíð- aranda og með hverju fólk reiknaði fyrir 40-50 árum eða svo, en Bústaðakirkja var vígð á aðventu 1971. Raunar er hið rammgerða virki í Bústaðakirkja ekki einsdæmi, einnig má nefna kjallara lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu þar sem stjórnstöð almannavara var í áraraðir. sbs@mbl.is Kirkjan er kjarnorkubyrgi Bústaðakirkja Allur er varinn góður.  Tveir nytjamarkaðir eru í Háaleitis- hverfi. Í verslunarmiðstöðinni Austur- veri við Háaleitisbraut er Basarinn, sem rekinn er Kristniboðssambandinu. Þar eru til sölu ýmsir munir úr búi fólks, svo sem bækur, plötur, geisla- diskar, myndbönd- og mynddiskar, fatnaður, málverk, leikföng, lampar, skrautmunir, eldhúsáhöld, borðbún- aður og svo framvegis. Einnig eru þar minni húsgögn, raftæki og vel með far- inn fatnaður. Allur ágóði af sölunni á Basarnum rennur til starfs félagsins. Basarinn er opinn virka daga frá kl. 11:00 til 18:00, en um helgar er lokað. Í Fellsmúla 28 er Góði hirðirinn, nytjamarkaður Sorpu og líknarfélaga. Þar fæst allt milli himins og jarðar, m.a. húsgögn, húsbúnaður, smávara, bækur, plötur, DVD og CD diskar, barnavörur, raftæki, hjól, skíði og skautar, svo eitt- hvað sé nefnt. degi.Opið er frá 12 til 18 virka daga, en lokað um helgar. Tveir nytjamarkaðir í hverfinu Fjölbreytni Margt er þarna að finna. Árin í kringum 1960 voru tími uppbyggingar í Reykjavík. Byggðin stækkaði og fólkinu fjölgaði. Það kallaði á aukna öfl- un á heitu vatni og í því augna- miði voru boraðar 16 holur í Elliðaárdal og Laugarnesi. Með þessu tókst að tryggja borgar- búum þau lífsgæði sem kallað var eftir. Árið 1972 náði hitaveit- an til alls 98% borgarbúa, en til dæmis Blesugrófin varð eftir, enda var byggðin þar dreifð og hverfið óskipulagt. Til viðbótar framkvæmdum innan borgarinnar var orkuöflun að Reykjum í Mosfellsbæ efld. Um 1990 komst Nesjavallavirkj- un í Grafningi í gagnið og Hellis- heiðarstöð enn síðar, en frá báðum orkuverunum liggja sverar pípulagnir til borgar- innar. Meira vatn LÍFSGÆÐIN VORU TRYGGÐ Íþróttafélagið Fram hefur þjónað íbúum Háaleitis í rúma öld en svo verður ekki mikið lengur þar sem félagið hyggst flytja alfarið í Graf- arholt og Úlfarsárdal. Ólafur Arn- arson, stjórnarformaður Fram, seg- ir að félagið verði þó enn um sinn í Safamýrinni. Við verðum ekki á tveimur stöð- um til langs tíma en að sama skapi viljum við ekki fara fyrr en við get- um skilið við Safamýrina í góðum farvegi,“ segir Ólafur og bætir við að verkið sé ekki unnið í flýti. „Við viljum að yngri iðkendum verði tryggt áframhaldandi íþrótta- og tómstundastarf. Þetta ferli þarf því að vinna vandlega og við erum að ræða við borgaryfirvöld um þessi mál.“ Hann segir mikinn meirihluta iðkenda hjá Fram koma úr nýju hverfunum tveimur. „Um 70 til 80% iðkendanna koma frá Grafarholti og Úlfarsárdal.“ Aðspurður hefur hann ekki áhyggjur af því að félagið sé að yfirgefa sínar fornu heimaslóðir. „Við erum nú orðnir býsna dreifðir Framararnir og ég bý í Kópavogi sjálfur. Vissulega verða þetta við- brigði en Framarar verða samt allt- af Framarar.“ sh@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Fögnuður Fram vann Stjörnuna í úrslitaleik deildabikarsins í desember. Safamýrin verði í góðum farvegi  Fram finnur nýja heimahaga í út- hverfum borgarinnar Morgunblaðið/Ómar Stökk Þessi Framari var óárenni- legur í leik liðsins gegn Haukum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.