Morgunblaðið - 25.02.2015, Side 44

Morgunblaðið - 25.02.2015, Side 44
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 56. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Alvarlegt umhverfisslys 2. Hver einasta rúða splundraðist 3. Bréfberi blóðbitinn tíu sinnum 4. Talin hafa tælt stúlkurnar »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sigurður Sverrir Pálsson kvik- myndatökumaður er einn af heiðurs- gestum Stockfish - evrópskrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík sem nú stendur yfir í Bíó Paradís. Sigurður mun ræða verk sín og sitja fyrir svör- um eftir sýningar á þremur kvik- myndum sem hann festi á filmu. Þær eru Tár úr steini frá árinu 1995, Land og synir frá 1980 og Kaldaljós frá árinu 2004. Tár úr steini var sýnd í gær en Land og synir verður sýnd í kvöld kl. 18 og Kaldaljós á morgun á sama tíma. Ásgrímur Sverrisson stýr- ir umræðum að sýningum loknum. Sigurður nam kvikmyndagerð með áherslu á kvikmyndatöku í London School of Film Technique og lauk námi árið 1969. Meðal þeirra kvik- mynda sem Sigurður hefur fest á filmu eru Punktur punktur komma strik, Útlaginn, Eins og skepnan deyr, Sódóma Reykjavík og Benjamín dúfa, Á myndinni sést Sigurður við tökur á Landi og sonum. Enginn íslenskur kvikmyndatökumaður hefur myndað jafnmargar kvikmyndir og Sigurður eða 15 alls. Sigurður Sverrir situr fyrir svörum  Færeyska söngkonan og lagasmið- urinn Eivør Pálsdóttir heldur þrenna tónleika með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands í Norðurljósum í Hörpu, 25. og 26. febrúar nk. Til stóð að halda tvenna tónleika en þegar orðið var uppselt á þá var þeim þriðju bætt við, 26. febrúar kl. 22. Flutt verða lög af tveimur plötum Eivarar, Room og Bridges sem kemur út 27. febr- úar. Aukatónleikar með Eivøru og SÍ í Hörpu Á fimmtudag Norðan 23-30 m/s með talsverðri snjókomu á norð- vestanverðu landinu. Norðan 18-25 suðvestantil og snjókoma. Á föstudag Norðvestan 8-15 m/s norðan- og norðaustanlands með éljum, en heldur hægari sunnan- og vestantil og bjartviðri. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í suðaustan og austan 20-28 m/s sunnan- og vestanlands með snjókomu eða slyddu. Vægt frost. VEÐUR Barcelona stendur vel að vígi í rimmu sinni við Englands- meistara Manchester City eftir 2:1-sigur á Etihad- vellinum í Manchester í gær- kvöld, í 16 liða úrslitunum. Luis Suárez skoraði bæði mörk Börs- unga í sínum fyrsta leik á Englandi eftir að hann yfirgaf Liverpool síðasta sumar. »1 Barcelona í mjög góðum málum Handknattleiksmaðurinn Ólafur Gústafsson sem leikur með Aalborg í Danmörku er orðinn úrkula vonar um að geta leikið meira með liðinu á þessu keppnistímabili. Hann er á leið til Ósló í þriðja sinn í vetur þar sem hann fer í aðgerð vegna meiðsla í hné. „Ég horfi bara til þess að ég hef góðan tíma til að ná mér á strik fyrir næsta vetur. Það er ekkert ann- að í stöð- unni,“ segir Ólafur. »1 Ólafur á leið í þriðju aðgerðina í vetur Stjarnan hleypti toppbaráttu Olís- deildar kvenna í handknattleik í upp- nám í gærkvöld með sannfærandi sigri á Fram, 22:17, í Garðabæ. Stjarn- an komst þar með upp fyrir Fram í 3. sæti deildarinnar og er tveimur stig- um á eftir toppliði Gróttu, þegar 18 umferðum af 22 er lokið. Grótta hef- ur hins vegar unnið báða leiki sína gegn Stjörnunni í vetur. »2 Þriggja liða einvígi um deildarmeistaratitilinn ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Einar Páll Einarsson er einn öflug- asti flugmódela- og flugvélasmiður landsins, hefur smíðað um 200 módel fyrir utan 12 mannbærar vélar. „Ég er núna með tvö módel í gangi og vinn oft með þrjú samtímis,“ segir hann. Módelin tvo eru af Spitfire-vél og YAK 18P, rússneskri flugvél, sem skóp keppni í listflugi, að því sagt er. Þau eru í hlutfallinu einn á móti fjór- um með tæplega þriggja metra vænghafi. „Ég er aðallega að dunda í þessum módelum núna.“ Þegar Einar átti sex ára afmæli, 1953, gaf pabbi hans honum flug- módel í afmælisgjöf. „Við áttum heima á Lynghaganum, skammt frá Reykjavíkurflugvelli, og hann hjálp- aði mér að setja módelið saman. Flugvöllurinn var eitt helsta leik- svæðið mitt upp úr því og áhuginn á flugvélum kviknaði heldur betur með þessari gjöf.“ Hann segir að þá hafi flugvöllurinn og flugvélar þar haft ákveðið aðdráttarafl. „Nú má helst ekki hugsa um flugvöllinn, því þá ertu orðinn hættulegur, og flug er orðið fráhrindandi fyrir ungt fólk.“ Ekkert skemmtilegra Fyrir um 10 til 15 árum ætlaði Einar að finna sér annað áhugamál. „Ég fann ekkert sem var skemmti- legra og hélt þessu bara áfram. Ég sé ekki eftir því. Það er ofboðslega gaman að smíða flugvélarnar og fljúga þeim, fyrir utan félagsskapinn sem þessu fylgir.“ Áréttar að áður hafi hann fengið mest út úr því að fljúga módelunum en nú eigi smíðin sjálf nær allan hug hans. Nýjasta fullgerða módelið er lítið. „Það tók mig bara viku að smíða það,“ segir hann og bætir við að hann hafi verið nokkur ár með önnur. „Það er óskaplega gaman að fást við þetta og ég geri ekki upp á milli barnanna,“ heldur hann áfram. Einar stofnaði Flugmódelfélagið Þyt fyrir nær 45 árum, var fyrsti for- maður þess og er núverandi formað- ur. Í tilefni 40 ára afmælisins var mikil flugsýning og til stendur að vera með sýningu innanhúss í tilefni tímamótanna í sumar. Einar hyggst einnig standa fyrir flugdegi í júlí nk., þar sem sýnd verða módel af herflugvélum, og öðr- um í ágúst, þar sem sýnd verða mód- el með tveggja metra vænghafi eða stærra. „Ég setti þessar tvær á sum- arið,“ segir hann um fyrrnefndu módelin. „Það getur vel verið að það sé allt of mikil bjartsýni en á bjart- sýninni fer ég og að dunda í flugmód- elum heldur geðheilsunni í lagi. Ég er atvinnulaus og löggilt gamalmenni og módelin halda mér gangandi.“ Einar alltaf með tvær í takinu  Stefnt að þrem- ur módelsýning- um í sumar Morgunblaðið/RAX Flugvél Piper Cub vél Einars Páls Einarssonar fékk sérstaka viðurkenningu á flugsýningu í Bandaríkjunum 2002. Módel Einar fékk vélina hálfónýta eftir brotlendingu og endursmíðaði hana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.