Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 7. M A R S 2 0 1 5 Stofnað 1913  64. tölublað  103. árgangur  ÞÚSUND MAT- REIÐSLUMEIST- ARAR SAMEINAST HÓFLEG VÉLARSTÆRÐ SKIPTIR MÁLI FJÓRAR FLOTTAR Á REYKJAVÍK FASHION FESTIVAL BÍLAR TÍSKUSÝNINGAR 38FRIÐGEIR Á HÓTEL HOLTI 10 Flug Bombardier Q400 væntanlegar til FÍ.  Flugtími til áfangastaða Flug- félags Íslands innanlands styttist um fimm mínútur hver leggur með vélum af gerðinni Bombardier Q400 en félagið fær þrjár slíkar í flotann innan tíðar. Árni Gunn- arsson, framkvæmdastjóri FÍ, segir að nú opnist möguleikar á flugi til fleiri áfangastaða. Í dag starfi FÍ á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi en horft sé til nýrra átta. »15 Nýir áfangastaðir hjá FÍ í skoðun 40.000 skinkubréf á ári » Kjarnafæði hendir árlega 20-25 tonnum af kjöti. » Það jafngildir 40 þúsund 600 gramma skinkubréfum. » Vöruskil verslana leiða til hærra vöruverðs. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Slæm birgðastýring skýrir að hluta hvers vegna íslenskar dagvöruversl- anir skila árlega matvælum fyrir hundruð milljóna sem síðan er hent. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir skila- rétt verslana til birgja stóran hluta skýringarinnar. Sá réttur dragi úr hvata til birgðastýringar. Steinþór Skúlason, forstjóri Slát- urfélags Suðurlands, segir vöruskil kosta SS um 100 milljónir á ári. „Við sjáum svipaðar verslanir inn- an sömu keðju þar sem getur verið þrefaldur munur á skilum eftir því hvernig staðið er að verki. Þegar verslunin getur velt kostnaðinum á framleiðandann mun hún ekki taka á sig lækkun í lok sölutíma ef hún þarf þess ekki,“ segir Steinþór. Eiður Gunnlaugsson, stjórnarfor- maður Kjarnafæðis, segir kröfur um mikið framboð tilboðsvara hafa leitt til þess að matvörum sé hent. Förg- un neysluhæfra matvæla kosti fyr- irtækið fé og fyrirhöfn. Finnur Árnason, forstjóri Haga, boðar átak gegn matarsóun í versl- unum Bónuss og Hagkaupa á næst- unni. Vörur sem eru að renna út verði seldar á miklum afslætti. MVerslanir henda miklu af mat »6 Framleiða mat til förgunar  Forstjóri SS segir slæma birgðastýringu verslana leiða til þess að mat sé hent  Skilaréttur sagður ýta undir sóun  Forstjóri Haga boðar átak gegn sóuninni Morgunblaðið/Golli Fermingjargjöf? Sölumaður hjá ELKO með dróna á lofti. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Verslunin ELKO auglýsir nú dróna undir yfirskriftinni „Fermingargjafirnar fást í ELKO“ og að sögn innkaupastjóra versl- unarinnar er mikil eftirspurn eftir tækjunum. Drónar eru ómönnuð fjarstýrð loftför, stundum búnir mynda- vélum eða öðrum upptökubúnaði, og hafa verið talsvert í umræðunni einkum vegna þess að með þeim er hægt að taka myndir á stöðum sem ljósmyndarar hafa ekki að- gang að, t.d. inn um glugga. Vinna við reglugerð um þessi tæki er nú á lokastigi, að sögn Þórhildar El- ínardóttur hjá Samgöngustofu. Við gerð reglugerðarinnar var m.a. leitað fanga hjá öðrum Evr- ópuþjóðum, en þar eins og hér hefur verið kallað eftir skýrari lagasetningu um dróna. „Það þarf að koma skýrt fram að það sé mik- ill ábyrgðarhluti að nota þessi tæki og að í gildi séu loftferðalög sem öllum ber að fara eftir,“ segir Þórhildur. »4 Dróni fermingargjöfin í ár?  Segir eftirspurn eftir drónum  Reglugerðar að vænta Starfsmenn sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Vega- gerðarinnar unnu hörðum hönd- um við holufyllingar á götum og vegum í gær. Hjá Hlaðbæ-Colas voru afgreidd ríflega 60 tonn af viðgerðarmalbiki sem er líklega það mesta á einum degi í vetur. „Menn hafa ekki komist í þetta í nokkurn tíma. Það var gengið svolítið í þetta í dag [gær] og margir sem vildu malbika; sveit- arfélög og aðrir,“ segir Gunnar Örn Erlingsson, framkvæmda- stjóri malbikunardeildar Hlað- bæjar-Colas, sem telur 60 tonn á dag þó ekki mikið. Áður hafi oft verið framleidd hundruð tonna á dag. Forstjóri fyrirtækisins, Sigþór Sigurðsson, telur að eftir hrun hafi vantað um 50 þúsund tonn af malbiki á ári, sex ár í röð, á gatnakerfi landsins, eða alls um 300 þúsund tonn. Malbiksfram- leiðsla Hlaðbæjar-Colas fyrir höf- uðborgarsvæðið hrundi úr 165 þúsund tonnum í 32 þúsund tonn, en fyrirtækið er með um helm- ingshlut á markaðnum. »18 60 tonn af malbiki af- greidd í gær Framkvæmdastjóri Hlaðbæjar-Colas segir 300 þúsund tonn af malbiki hafa vantað eftir hrun Morgunblaðið/Golli Holufyllingar Starfsmenn borgarinnar voru í óðaönn að fylla í holur í malbikinu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Mikið hefur þó dregið úr malbiksframleiðslu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, kom í gær fram opinberlega í fyrsta sinn í tíu daga. Miklar sögusagnir hafa verið á kreiki um fjarveru hans, m.a. hafa menn velt því fyrir sér hvort hann væri al- varlega veikur. Pútín virtist afslapp- aður en fölur á vangann á fundi við forseta Kírgistans. »16 Fölur eftir 10 daga fjölmiðlafjarveru Vladimír Pútín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.