Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Línum og borðum verður fjölgað
og gerðar ýmsar ráðstafanir til að
straumlínulaga þetta til að geta
höndlað sam-
bærilegar að-
stæður,“ segir
Þórhallur Ólafs-
son, fram-
kvæmdastjóri
Neyðarlínunnar,
en fundað var í
gærmorgun um
það hvers vegna
truflanir urðu í
símkerfi Neyð-
arlínunnar á
laugardagsmorgun þegar ofsaveð-
ur gekk yfir landið.
„Kerfið verður síðan álagspróf-
að með símafélögunum til þess að
sjá hvar veikleikar liggja og hvað
hægt sé að gera til að bregðast
við því,“ segir hann.
Fimm hundruð símtöl í einu
„Augu okkar urðu eins og
undirskálar á fundinum í morgun
[gærmorgun] þegar við heyrðum
fjöldann á þeim símtölum sem
voru í gangi í einu. Það voru yfir
fimm hundruð símtöl sem lágu í
kerfinu á sama tíma. Við erum
með sjö borð og það eru fjörutíu
og fimm línur inn á Neyðarlínuna.
Biðin var því löng hjá sumum og
aðrir gáfust hreinlega upp á að
bíða,“ segir hann.
„Við vitum um eitt tilvik þar
sem einstaklingur reyndi fjörutíu
sinnum að hringja í neyðarlínuna
en fékk alltaf sama svarið, að
númerið væri ekki til. Þessi skila-
boð sköpuðu því álag. Þau bárust
á kerfið en ekki til okkar á ein-
hvern undarlegan hátt,“ bætir
Þórhallur við.
Hið dularfyllsta mál
Hann segir þó ekki alveg ljóst
hvers vegna sumir hafi fengið
þau skilaboð þegar hringt var í
Neyðarlínuna að númerið væri
ekki til.
„Þetta er hið dularfyllsta mál.
Það er enn óútkljáð hvernig ná-
kvæmlega stóð á þessu. Ég er þó
búinn að vera frá því klukkan
hálfátta í morgun [gærmorgun] á
fundum og við vitum núna hvern-
ig á að koma í veg fyrir þetta,“
segir Þórhallur og bætir við:
„Menn lifðu þetta af en það var
stutt í hjartaáfallið.“
Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir ekki ljóst hví
kerfið hafi brugðist í óveðrinu en að línum verði fjölgað
Hyggjast fjölga neyðarlínum
Þórhallur
Ólafsson
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Af því berast fréttir að turnbyggingum við Höfðatorg
fari fjölgandi og undan því verður ekki lengur vikist að
slökkt verði á vita Sjómannaskólans.“ Þannig segir með-
al annars í minnisblaði Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra
Faxaflóahafna, um vitamál, sem lagt var fram á síðasta
fundi stjórnar Faxaflóahafna. Er það vilji hafnarstjórnar
að ráðist verði í að byggja nýjan innsiglingarvita við Sæ-
braut rétt austan við Höfða.
Gæti verið kominn upp fyrir lok ársins
Hafnarstjóri sendi í gær erindi til borgarráðs um
samstarf við borgina um byggingu nýs innsiglingarvita.
Gera þarf breytingu á deiliskipulagi og tillaga Faxaflóa-
hafna sf. er að borgin annist gerð undirstöðu vitans og
pall í kringum hann, sem myndi jafnframt nýtast sem út-
sýnispallur eða áningarstaður á gönguleiðinni með sjón-
um. Faxaflóahafnir sæju hins vegar um vitahúsið og
ljósabúnað og áætlar Gísli að sá kostnaður yrði 20-25
milljónir. Hann segir að verði gengið í þetta verkefni á
næstunni ætti vitinn að geta verið kominn upp fyrir árs-
lok.
Gísli segir að háhýsi í Túnunum skyggi á geisla vit-
ans í Sjómannaskólanum auk þess sem hann standi orðið
í miðri borg, þar sem mikið sé af truflandi ljósum.Vissu-
lega sé saga vitans í Sjómannaskólanum orðin löng og
merkileg, en hann þjóni hins vegar ekki lengur eins vel
og áður hlutverki sínu sem innsiglingarviti og siglinga-
merki. Óhjákvæmilegt sé að siglingaleiðin inn í Reykja-
víkurhöfn uppfylli allar eðlilegar öryggiskröfur.
Gísli segir að tillagan geri ráð fyrir að vitinn verði
með sama útliti og innsiglingarvitarnir í Gömlu höfninni.
Þeir hafa verið með sama útliti frá byggingu hafnarinnar
á árunum 1913-1917 auk þess sem viti á Skarfagarði í
Sundahöfn er með sama sniði.
Innsiglingarviti verði
byggður við Sæbraut
Ekki undan því vikist að slökkt verði á vita Sjómannaskólans
Tölvumynd/Faxaflóahafnir
Útsýni Vitinn á að standa við Sæbraut, austan við Höfða, og við hann er gert ráð fyrir áningarstað á gönguleiðinni.
Síðustu mánuði hefur verið unnið að umferðarkönnun
í Örfirisey af hálfu samgöngustjóra á umhverfis- og
skipulagssviði borgarinnar. Gísli Gíslason hafnarstjóri
segir að umferð hafi aukist nokkuð og samsetning
hennar breyst á þessu svæði með tilkomu nýrrar
starfsemi. Þegar úrvinnslu könnunarinnar verður lok-
ið segir Gísli að taka þurfi afstöðu til gatnagerðar og
samgöngumála almennt á svæðinu og verður það
skoðað í samvinnu við borgina.
Á fundi hafnarstjórnar í síðustu viku óskaði Júlíus
Vífill Ingvarsson eftir greinargerð um öryggi vegfar-
enda á hafnarsvæðinu. „Mikill fjöldi leggur leið sína
um hafnarsvæðið við aðstæður sem mörgum eru
ókunnar. Og mun fleiri koma nú í skammdeginu en
komið hafa hingað til á þeim árstíma og eykur það á
hættu á slysum,“ segir í fundargerð hafnarstjórnar.
Þá var á fundinum samþykkt tillaga um að gera út-
tekt á ferlimálum á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf.
Breytingar á umferð
KÖNNUN Í ÖRFIRISEY
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Hvassasta vindhviðan í óveðrinu á
laugardag mældist 73,5 metrar á
sekúndu í veðurstöð á Skarðsheiði.
Heggur það nærri vindhviðumeti
sem sett var á Gagnheiði árið 1995
þegar vindhviða þar mældist 74,5
metrar á sekúndu.
Meðalvindhraði mældist víða um
land á við vindhraða sem fellur inn-
an marka 1. stigs fellibyls en felli-
byljir eru alla jafna flokkaðir í fimm
stig eftir alvarleika þeirra. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Veðurstof-
unni sýndu mælar annaðhvort ofsa-
veður, sem jafngildir 11 vindstigum
eða 28,5-32,6 metrum á sekúndu,
eða fárviðri þar sem meðalvindhraði
á veðurathugunarstöðvunum var yf-
ir 32,7 metrar á sekúndu. „Það
mældist vindhraði yfir 32,7 metrum
á sekúndu á þónokkrum stöðum á
landinu, aðallega til fjalla,“ segir
Teitur Arason, veðurfræðingur hjá
Veðurstofu Íslands. „Þetta fór upp í
fellibylsstyrk, vindurinn í þessari
lægð,“ segir Teitur.
Einhver göt í skýjunum
Samkvæmt spá Veðurstofu Ís-
lands er gert ráð fyrir rólegheita-
veðri á föstudag, þegar von er á sól-
myrkva. „Fyrir hádegi á föstudag
verða flákaskýjabreiður sem munu
hylja himininn að mestu en ég á von
á því að sjást muni á milli á ein-
hverjum stöðum. Maður ímyndar sér
að það verði helst á Vesturlandi eða
norðausturfjórðungnum. Þetta hefði
getað verið miklu verra,“ segir Teit-
ur.
Meðalvindhraði fór
víða yfir fellibyls-
styrk á laugardag
Vindhviða hjó nærri Íslandsmeti
Heppnir gætu séð sólmyrkvann
Morgunblaðið/Golli
Óveður Björgunarsveitarmenn
höfðu í nógu að snúast.
Vindur og sólmyrkvi
» Gífurlegur vindhraði mæld-
ist á laugardag í óveðrinu sem
fór yfir landið.
» Meðalvindhraði mældist
víða á við fellibyl.
» Vindhviða á Skarðsheiði hjó
nærri vindhviðumeti.
Lögreglustjórinn á Norðurlandi
eystra, lögreglustjórinn á Austur-
landi, lögreglustjórinn á Suður-
landi og ríkislögreglustjóri hafa
ákveðið að gera breytingar á lok-
unarsvæðinu umhverfis Holuhraun.
Nýja lokunarsvæðið nær 20
metra út frá norðurjaðri nýja
hraunsins, að Dyngjujökli í suðri,
að farvegi Jökulsár á Fjöllum í
austri og að vestustu kvíslum Jök-
ulsár á Fjöllum í vestri.
Ákvörðunin er tekin út frá
hættumati Veðurstofu Íslands þar
sem fjallað er um hættur á svæð-
inu. Þar leggur Veðurstofan einnig
til að farið verði í mótvægis-
aðgerðir til að auka öryggi almenn-
ings í nágrenni hins nýja lokunar-
svæðis.
Lögreglan, í samstarfi við Vatna-
jökulsþjóðgarð, verður með við-
veru á svæðinu til þess að gæta ör-
yggis og vinna náið með vakt
Veðurstofunnar. Þá er stefnt að því
að koma upp frekari mælibúnaði
sem tengdur er vöktunarkerfi Veð-
urstofunnar og auka þannig vöktun
á svæðinu svo gefa megi út viðvar-
anir verði talin ástæða til.
Minnka lokunarsvæði við Holuhraun
Rúmlega 200 tjónstilkynningar
höfðu í gær borist trygginga-
félögunum Sjóvá og VÍS vegna
tjóns sem varð í óveðrinu sem
gekk yfir landið um helgina. Þar
af bárust á milli 160 og 170 á
borð Sjóvár vegna fasteigna og
svo var um tugur tilkynninga
vegna bíla, vagna, kerra, hjól-
hýsa og þess háttar.
Samkvæmt upplýsingum
tryggingafélaganna er þó ekki
enn tímabært að meta kostn-
aðinn við tjónið. Ljóst er að
viðlagatrygging kemur ekki að
málum þar sem óveður, sem er
samkvæmt skilgreiningu vind-
hraði upp á 28,5 metra á sek-
úndu, hefur hingað til ekki
flokkast sem náttúruhamfarir
samkvæmt upplýsingum frá
tjónadeild Sjóvár.
Yfir tvö hundruð tilkynningar
VIÐLAGATRYGGINGIN TEKUR EKKI Á ÓVEÐRINU UM HELGINA
Morgunblaðið/Golli
Tjón Óveður var á landinu um helgina
og varð tjónið sumstaðar mjög mikið.