Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015 Það er skrýtið að setjast niður og skrifa minningar- grein um Magga á Tjörn, mann sem ég hef þekkt og um- gengist mikið alla ævi og taldi víst að hann myndi fylgja mér út lífið. Sennilega var það samt full- mikil bjartsýni þar sem tæp 60 ár skildu á milli okkar, ég varð bara aldrei mikið vör við aldursmun- inn. Léttri lund og góðu minni hélt hann til hins síðasta og það var gaman að heilsa upp á hann hvar sem hann var staddur. Hann fylgdist vel með öllu, fólk- inu sínu og okkur á nesinu, bú- skapnum, skepnunum og var allt- af með hugann heima. Rúmri viku áður en hann dó kom ég til hans og spurði hvernig hann hefði það, það stóð ekki á svarinu, hann sagðist vera svo hress að hann færi að fara heim. Það kom líka á daginn, ég hef fulla trú á að nú sé Maggi kominn heim. Fljótlega eftir að Maggi missti pabba sinn ungur að árum og heimilið á Engjabrekku leystist upp kom hann hingað að Ás- bjarnarstöðum til Möggu og Lofts og átti hér heimili lengst af við leik og störf þar til hann fór að búa sjálfur. Mikill samgangur og samvinna hélst alltaf við hann og hefur haldist mann fram af manni allar götur síðan. Flesta daga fórum við út að Tjörn, ýmist til að hjálpa Magga við hin ýmsu störf eða spjalla og drekka kaffi en ég held að mér sé óhætt að fullyrða að fáir hafi verið jafn- duglegir að hella upp á eins og hann. Að vori til fyrir átta árum slógum við heimatúnið á Tjörn I sem hafði þá staðið á sinu í nokk- ur ár, svo var rúllað og það gekk vægast sagt bæði hægt og illa. Maggi sagði okkur að koma inn í kaffi þegar verkinu væri lokið þótt útlit væri fyrir að það myndi dragast eitthvað fram yfir venju- legan fótaferðartíma. Engu að síður beið okkar nýuppáhellt kaffi þegar við loksins kláruðum um miðja nótt, Maggi glaðvak- andi og hinn hressasti, 82 ára gamall. Tjörn II er eini staðurinn sem ég hef komið á og drukkið kaffi á öllum tímum sólarhrings. Eitt sumarið vorum við að heyja austur á Ægissíðu þegar Maggi hringir í mig, spjallar svo- litla stund og spyr frétta úr hey- skapnum, ég segi honum að við séum hætt að rúlla því það hafi farið að rigna. Þá spyr hann hvort ég geti skroppið til sín og athugað hvort ég nái lambi úr kind, hausinn sé kominn út og hann geti ómögulega náð því. Við brunum vestur að Tjörn, vega- lengdin þar á milli eru tæpir 19 km og við blasir haus á lambi sem líktist meira kálfshaus svo bólg- inn var hann orðinn. Lambið var ekki bráðfeigt því það náðist lif- andi úr kindinni. Svona var Maggi, sallarólegur og ekkert að æsa sig yfir hlutunum að óþörfu, Magnús Annasson ✝ Magnús Ann-asson fæddist 30. maí 1925. Hann lést 19. febrúar 2015. Útförin fór fram 6. mars 2015. símtalið hefði eflaust verið öðruvísi hjá mörgum öðrum. Maggi var alltaf að, mjög vinnusamur og hélt ótrúlegu vinnuþreki fram á gamals aldur, góður vinur vina sinna sem við söknum öll. Hann var búinn að lenda í mörgum hremming- um í gegnum árin og standa þær af sér en allt tekur enda um síðir. Gamall maður, þreyttur og slitinn eftir langa og stranga ævi, varð hvíldinni feg- inn. Mig langar að lokum að þakka þér fyrir skemmtilega samleið og sendi fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Hvíl í friði. Þóra Kristín Loftsdóttir. Við fráfall Magnúsar Ann- assonar á Tjörn koma fram góðar minningar um samskipti okkar. Þau voru aðallega með tvennum hætti. Magnús hafði um árabil um- sjón með úthlutun veiðileyfa í Tjarnará, sem kemur úr Vatns- nessfjalli norðanverðu. Þetta er lítil, en afar skemmtileg veiðiá, þar sem bæði veiðist lax og sjó- bleikja. Um áratugaskeið hef ég fengið veiðileyfi þarna í dalnum, fyrst með Ingólfi Guðnasyni sparisjóðsstjóra og síðar öðrum kunningjum mínum og sonum. Magnús úthlutaði dögum, oftast eftir óskum veiðimanna. Stund- um þóttist hann vera hissa á að maður vildi kaupa leyfi, taldi okk- ur finnast þau of dýr og veiðivon ekki næga. Þetta tel ég hafa verið aðferð hans til að fá fram umræð- ur um ána, og álit okkar kaup- enda á þessari perlu sinni. Á seinni árum var það orðinn siður, að byrja daginn í eldhúsinu á Tjörn, þiggja kaffisopa og með- læti. Spyrja þurfti um veiði á dögunum á undan og hverjar lík- ur væru á fengsælum degi. Þessu leysti Magnús úr á sinn hógværa, en þó faglega hátt. Hann var þá oft búinn að fara með ánni og vissi því oftar en ekki svör við hugleiðingum okkar. Einstaklega eftirminnilegt at- vik var, þegar Magnús var kom- inn á Sjúkrahúsið á Hvamms- tanga. Við Nanni veiðifélagarnir höfðum gantast með, að gaman væri að veiða lax, og gefa Magn- úsi. Það heppnaðist og síðar um haustið var hann eldaður af Freyju Ólafs og við félagarnir, ásamt Lofti, arftaka Magnúsar í veiðiúthlutun, snæddum þennan gómsæta lax í viðhafnarstofu sjúkrahússins. Dreypt var á ko- níaki, sungið smávegis og kveðið, og virtist heiðursgesturinn sá glaðasti í hópnum. Samskipti okkar Magnúsar voru einnig í söngstarfi. Hann kom í mörg ár til liðs við okkur í Kirkjukór Hvammstanga. Sú hefð hafði skapast, að kirkjukór- inn annaðist söng í kirkjunum á Vatnsnesi og Vesturhópi. Magn- ús taldi ekki eftir sér að koma til Hvammstanga og æfa með kórn- um. Eflaust hefur hann á þann hátt viljað styrkja sönglíf við kirkjuna sína á Tjörn. Það var gott að hafa Magnús með sér í bassanum, hann var afar lagviss og fljótur að læra sína rödd. Sóknarnefnd Tjarnarkirkju heiðraði Magnús nú á haustdög- um fyrir störf hans í þágu kirkj- unnar, enda var hann mikill kirkjunnar maður. Ég hugsa til þessara ára sem ég hafði samskipti við Magnús með þakklæti og virðingu. Hann var í mínum huga afar vandaður maður og tókst á við áskoranir lífsins með æðruleysi. Blessuð sé minning hans. Karl Sigurgeirsson. Látinn er kær vinur og ná- granni, Magnús Annasson eða Maggi á Tjörn, eins og hann var oftast kallaður. Mér finnst raun- ar með ólíkindum að ég eigi ekki eftir að heilsa upp á hann oftar, kannski er það vegna þess hvað það var mér nauðsynlegt. Maggi flytur að Tjörn með konu sinni, Erlu Eðvaldsdóttur, og fyrsta barni þeirra sama vorið og ég fæðist þannig að samferðin er orðin býsna löng. Allan þennan tíma sem Magga entist heilsa til var hann órjúfanlegur hluti af þessu samfélagi okkar hér á nes- inu og alltaf til staðar. Hann var sérlega hjálpsamur og góðviljað- ur og ætla ég að segja frá einu at- viki sem lýsir honum vel. Þannig var í mörg nokkur ár eftir að far- ið var að selja mjólk héðan frá Ásbjarnarstöðum að hún var flutt í veg fyrir bílinn út að Tjörn en til þessara flutninga var notuð dráttarvél og brúsarnir bundnir á heyvagn. Í þessar ferðir fóru eldri systur mínar nokkuð oft, eitt sinn er Steina systir mín fór með mjólkina varð hún fyrir því óhappi við heimreiðina á Tjörn að brúsarnir ultu um koll og öll mjólkin helltist niður. Eitthvað var hún aum yfir þessu atviki, kemur þá Maggi til hennar og segist bara gefa henni sína mjólk og hellir henni yfir í tómu brús- ana. Svona var Maggi, alltaf tilbúinn að gera það besta úr hlutunum. Maggi hafði mikinn áhuga á lax- og silungsveiði hér í ánni, var í stjórn Veiðifélagsins til dauða- dags og sá einnig um veiðivörslu og úthlutun og sölu veiðileyfa meðan heilsan leyfði. Okkar samstarf er orðið langt og mikið og þakka ég kærlega all- ar þær góðu stundir, mest af því er tengt búskapnum og amstrinu sem honum fylgir en einnig mörgu öðru, s.s. kórsöng, kveð- skap, lomber og svona mætti lengi telja. Fyrst og fremst þakka ég allt þitt mikla starf við kirkjuna okkar, þú sinntir þar flestum störfum, söngst, varst hringjari og í sóknarnefndinni, spanna þessi störf þín yfir 60 ára tímabil. Ég held að það hljóti að vera nánast einsdæmi að sama manneskjan sinni þessu svo lengi. Öll þessi störf vannstu af alúð og stakri samviskusemi, þú byrjaðir á söngnum en það var sumarið 1946, byrjaðir í sóknar- nefndinni í desember 1951 og varst í henni þangað til þú lést af störfum sem þáverandi formaður á síðasta ári eftir tæp 63 ár. Þann 11. nóvember sl. fór núverandi sóknarnefnd ásamt sóknarpresti að hitta þig og veita þér viður- kenningu fyrir þín löngu og dyggu störf við kirkjuna. Var það hin ánægjulegasta samvera í betri stofunni á sjúkrahúsinu. Við fjölskyldan þökkum þér fyrir öll árin og sendum ástvinum öllum samúðarkveðjur. Að endingu kveð ég þig með þessu vísukorni sem ég sendi þér á jólakorti fyrir mörgum árum. Öðlingur með ljúfa lund, léttur er í sinni. (L.Sv.G.) Þú hefur lífsins þröngu sund þrætt með róseminni. (Á.J.G.) Hvíl í friði. Loftur Sveinn Guðjónsson. Fallinn er frá kær sveitungi og einstakur mannvinur. Fyrst er ég man Magnús bjó hann á Tjörn II með sinni fjölskyldu. Við krakkarnir, pabbi og mamma vorum nýflutt að Tjörn I og vor- um frekar reynslulítil við bú- störfin. Þrátt fyrir að hann hafi verið störfum hlaðinn gaf hann sér allt- af tíma til að hjálpa og ráðleggja okkur. Sérstaklega var hann ið- inn við að vara okkur strákana við hættunum sem fylgdu sveita- störfunum. Ekki síst var hann næmur á öll þau uppátæki sem okkur strákunum datt í hug. Eitt sinn bjargaði hann einum af okkur úr sjálfheldu vegna klettaklifurs, dró einn af okkur sem var fastur í krapi úr bæj- arlæknum og ekki má gleyma því þegar við létum einn bróðurinn síga ofan í hrafnshreiður og náð- um honum engan veginn aftur upp úr hreiðrinu. Hlupum við þá til Magnúsar og báðum um hjálp því hann hafði ráð undir rifi hverju. Þetta eru einungis fá dæmi um þau skipti sem hann bjargaði okkur strákunum úr ógöngum. Magnús var með óskaplega góða nærveru, hann var dugnað- arforkur og hvers manns hug- ljúfi. Þegar við áttum leið norður á Vatnsnes var það fastur liður að koma við hjá Magnúsi og rifja upp gamlar minningar. Þar var ávallt gestkvæmt og nutum við félagsskaparins. Þar var oft glatt á hjalla og mikið spaugað og hlegið. Magnús var afskaplega félagslyndur, hafði gaman af ætt- fræði og söng og var hann í kvæðamannafélagi Vatnsnes- inga. Fyrir utan bústörfin gegndi hann ýmsum öðrum verkefnum svo sem að vera kirkjuvörður og veiðivörður við Tjarnará. Það var mikill missir er Magnús þurfti vegna heilsubrests að yfirgefa sveitina og leggjast á sjúkrahúsið á Hvammstanga. Tilfinningin var slík eins og sveitin hefði misst hluta af fegurð sinni. Nú er komið að ferðalokum og viljum við þakka fyrir samfylgd- ina. Eftir stendur minning um einstakt góðmenni. Fjölskyldu Magnúsar vottum við okkar dýpstu samúð. Róbert Jón Jack og Sigrún Jóna Baldursdóttir. Kvatt hefur þennan heim einn mesti öðlingur sem ég hef á ævi minni hitt. Magnús er nátengdur æsku minni þar sem hann var bóndinn á næsta bæ. Hann var alltaf boð- inn og búinn þegar við þurftum á hjálp að halda. Að sama skapi vorum við alltaf tilbúin að að- stoða þegar kallið kom. Oft slógum við túnin saman og eins þegar þurfti að bera skítinn á þau. Smalamennska og fleira var aldrei neitt vandamál. Ef það þurfti að gera eitthvað þá var það einfaldlega gert. Samvinnan og samstarf á milli bæjanna var góð og aldrei bar skugga á góða vin- áttu okkar á milli. Persónan Magnús var ótrúleg. Alltaf þessi stóíska ró og enginn æsingur þó að mikið lægi við. Ég, þessi óharðnaði unglingur, vildi drífa hlutina af en Magnús fór á sínum hraða sem skilaði sér á endanum. Ég lærði mikið af þess- um góða manni. Við Anna ásamt mömmu heim- sóttum Magnús á sjúkrahúsið á Hvammstanga í október sl. Hann var eins og alltaf, hinn rólegasti en samt léttur og hress. Elskulegi fyrrverandi ná- granni. Taktu frá land, því að þegar ég kem í „efra“ þá vil ég gjarnan reisa mitt bú við hliðina á þér. Við skulum kalla það Tjörn 1 og Tjörn 2. Binni, Valli, Geir, Sella, Svala og Freyja. Ég votta ykkur og öllu ykkar fólki mína dýpstu samúð. Um ókomin ár mun minning um góðan mann lifa. Sigurður Tómas Jack, Tjörn 1. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Innilegar þakkir til allra þeirra sem hafa sýnt okkur hlýhug og samúð vegna andáts og útfarar kærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR J. VIGFÚSDÓTTUR vefnaðarkennara og veflistakonu. Sértakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar fyrir alúðlega hjúkrun og hlýju. Einnig fær starfsfólk sambýlis aldraðra í Roðasölum innilegar þakkir fyrir hlýja umönnun og elskuleg samskipti. . Eyrún Ísfold Gísladóttir, Sturla Rafn Guðmundsson, Gísli Örn Sturluson, Marie Persson, Snorri Björn Sturluson, Guðrún J. Sturludóttir, Eyrún Linnea, Hanna Ísabella og Lisa Marie Gísladætur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐUR LELLA EIRÍKSDÓTTIR hárgreiðslumeistari, Boðaþingi 22, Kópavogi, sem lést miðvikudaginn 11. mars verður jarðsungin frá Lindakirkju miðvikudaginn 18. mars kl. 13. . Sigrún Kaya Eyfjörð, Unnar Már Magnússon, Eiríkur Eyfjörð Benediktsson, Jórunn Ólafsdóttir, Þorsteinn Eyfjörð Benediktss., Guðjón Þór Jónsson, Maria Csizmás, Auður Ösp Jónsdóttir, Gunnþór Jens, Heiða Ármannsdóttir, Halldór Frank, barnabörn og barnabarnabörn. Þau sorglegu tíðindi bárust í síðustu viku að Einar Ragn- arsson, fyrrverandi deildarfor- seti tannlæknadeildar Háskóla Íslands, væri látinn, sjötugur að aldri. Hann lauk embættisprófi (cand. odont.) frá tannlækna- deild Háskóla Íslands árið 1970. Hann stundaði síðan framhaldsnám í munn- og tanngervalækningum við Alabamaháskóla í Birmingham í Bandaríkjunum 1971-1973 og við Gautaborgarháskóla 1973- 1974. Einar var stundakennari við tannlæknadeild frá 1974 til 1978, fékk fastráðningu sem lektor 1978 og framgang í dós- entstöðu 1994. Einar var síðan deildarforseti tannlæknadeild- ar frá 2001 til 2005. Hann lét svo af störfum við tannlækna- deild vegna veikinda haustið 2007. Á þeim rúmlega þrjátíu ár- um sem Einar kenndi við tannlæknadeild naut heil kyn- slóð af íslenskum tannlæknum þekkingar hans og krafta. Það gustaði af honum hvar sem hann fór og hann átti auðvelt með að blása mönnum byr í brjóst. Hann var mikils met- inn af nemendum og sam- starfsfólki. Hann opnaði líka dyrnar fyrir íslenska tann- lækna í Vesturheimi og hefur talsverður fjöldi tannlækna fetað í fótspor hans og sótt sér sérmenntun, m.a. við Ala- bama-háskóla. Einari voru falin fjölmörg Einar Ragnarsson ✝ (Þorvaldur)Einar Ragn- arsson fæddist á Hellu á Rangár- völlum 16. nóv- ember 1944. Hann lést á Landspít- alanum eftir lang- vinn veikindi 14. febrúar 2015. Útför Einars fór fram frá Árbæj- arkirkju 25. febr- úar 2015. trúnaðarstörf inn- an Háskóla Ís- lands og utan. Hann var formað- ur stjórnar Tann- smíðaskóla Íslands frá stofnun hans 1988, sat í stjórn Félags sérmennt- aðra tannlækna og í stjórn Tann- læknafélags Ís- lands bæði sem meðstjórnandi og varaformað- ur. Einar sat einnig um árabil í stjórn skandinavísku munn- og tanngervasamtakanna og skipulagði meðal annars árlegt þing þeirra á Íslandi 2006. Einar var frumkvöðull inn- an fræðigreinar sinnar og var meðal þeirra fyrstu sem bentu á samhengið milli reykinga, tannholdssjúkdóma og tann- missis í fræðigrein frá 1992. Hann var einnig meðal þeirra fyrstu sem sóttu sér nýja þekkingu til Svíþjóðar fyrir um aldarfjórðungi og fóru að nota tannplanta til að festa munn- og tanngervi við kjálka- bein sjúklinga. Í dag hefur fjöldi Íslendinga notið góðs af þessu með bættri tyggigetu og auknum lífsgæðum Ég kynntist Einari fyrst sem nemandi við tannlækna- deild fyrir tæpum þrjátíu ár- um. Mér fannst strax frábært að hafa Einar sem kennara, hvort heldur ástæðan var að hjá Einari voru alltaf klárar línur, hlutirnir voru annað- hvort svartir eða hvítir og ekkert hálfkák eða hvort það var vegna þess að við vorum báðir svolitlir sveitamenn með rætur austan úr sveitum. Einars verður sárt saknað af vinum og samstarfsfólki. Fyrir hönd tannlæknadeildar Háskóla Íslands þakka ég holl- ustu hans og farsæl störf í þágu skólans í rúmlega þrjá áratugi og votta fjölskyldu hans innilega samúð. Bjarni Elvar Pjetursson, deildarforseti THÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.