Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015 Ingimar Pálssonhefur veriðstjórnandi fjöl- margra kóra, m.a. karlakórsins Heimis, karlakórs Sauðár- króks auk bland- aðra, barna-, ung- linga- og kirkjukóra. Hann var skólastjóri Tónlistarskóla Skagafjarðar, org- anisti og kórstjóri Hóladómkirkju, Við- víkur- og Hofsstaða- kirkju og síðast Hraungerðis- og Villingaholtskirkju. Hann var kennari við landbúnaðarhá- skólann á Hólum í tvö ár þar sem hann kenndi fjögur fög þ.á m. laxeldi og fiskirækt. Hann dvaldi í suður- og austurhluta Afríku um 10 ára skeið, stjórnaði m.a. tónlistardeild Performing Arts og The Johannesburg Conservatory of Musik. Starfaði við kristniboðs- og hjálparstörf, rak prófmál í þágu skjól- stæðinga þeirrar starfsemi eftir andlát föður síns, Páls Lúthers- sonar, sem vannst fyrir hæstarétti Swazilands 1988 og hafði tíma- móta- og fordæmisgildi fyrir Afríkubúa. „Nýlega leysti ég Jörg Sondermann tímabundið af við stjórn Hörpukórsins, kórs eldri borgara á Selfossi, sem er prýðilegur kór og skemmtilegt fólk. Hef einnig veitt fólki sem þess óskar, ráð- gjafar- og stuðningsviðtöl, endurskoðun fjármála og lífsstíls. Ég stundaði nám í Háskóla Íslands í guðfræði, sálarfræði, sálgæslu og hugrænum atferlisfræðum. Í frístundum leik ég á pípuorgel, flygil og hljómborð sem ég á heima. Á fyrri tímum lék ég einnig á fiðlu, gítar, klarinett og saxó- fón. Ég er félagi í Rótaryklúbbi Selfoss, fer í sund og spila snóker tvisvar í viku við þrjá ágæta vini mína, bý á bökkum Ölfusár, hef út- sýni upp ána og inn á öræfi. Það er gott að búa á Selfossi.“ Ingimar á tvo syni, Pál Lúther sem býr í Kaupmannahöfn, en þar býr einnig dóttir hans, Jóhanna, barnabarn Ingimars, og Gunnlaug Inga sem býr hjá Ingimari á Selfossi. Ingimar Pálsson er sjötugur Fjölhæfur tónlistarmaður Ingimar Pálsson. Sálgætir, organisti og kórstjóri Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Lena Ewa Olszanska fæddist 17. mars 2014. Hún vó 2.485 g og var 46 cm löng. Foreldrar hennar eru Agata Netkowska og Lukasz Olszanski. Nýr borgari F ríða Björk Gylfadóttir fæddist 17. mars 1965 í Reykjavík og ólst upp á Skólavörðuholtinu, á Freyjugötu 36. „Systir pabba bjó á neðstu hæðinni með sína fjölskyldu, lengst af, svo við á mið- hæðinni og efst langamma. Ég flutti þaðan 17 ára á Seltjarnarnesið. Ég fór í sveit til Hönnu móðursystur minnar sem krakki, en hún var garð- yrkjubóndi í Biskupstungunum.“ Fríða gekk í Austurbæjarskóla og Kvennaskólann, varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og út- skrifaðist sem tækniteiknari úr Iðn- skólanum. „Ég byrjaði 15 ára að vinna hjá kaupmanninum á horninu í Freyju- búð, vann þar í átta ár, en hafði borið út Moggann og Vísi frá 7 ára aldri, vann sem aðstoðardanskennari frá 17 ára aldri hjá Dansskóla Sigurðar Há- konarsonar til 21 ára og vann hjá heildsölu John Lindsey í mörg ár. Eftir að við hjónin fluttum á Sauðár- Fríða Björk Gylfadóttir, banka- og myndlistarmaður – 50 ára Feðgarnir Unnar og Mikael þegar sá síðarnefndi fékk fyrsta hestinn sinn, Rán. Unnar er á hestinum Bersa. „Málað og skapað frá því ég man eftir mér“ Í Héðinsfjarðargöngum Hluti hópsins sem lagði Héðinsfjarðartrefilinn í gegnum göngin. Fríða er önnur f.h. og hjá henni eru Unnar og Mikael. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.