Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015 ✝ Þórður Sigurðs-son fæddist í Hafnarfirði 23. febr- úar 1921. Hann lést á Landspítalanum 27. febrúar 2015. Foreldrar hans voru Margrét Ólafs- dóttir, f. 1885, d. 1970, og Sigurður Þórðarson, f. 1886, d. 1964. Systkini Þórðar voru Ólöf, Kristín og Sigurjón sem öll eru látin. Þann 29. nóvember 1947 kvæntist Þórður eftirlifandi eig- inkonu sinni, Önnu J. Ósk- arsdóttur, f. 17.8. 1921. For- eldrar hennar voru Mikkalína Sturludóttir, f. 1894, d. 1982, og Óskar Jónsson, f. 1897, d. 1971. Börn Þórðar og Önnu eru: 1) Óskar, f. 17.2. 1948, kvænt- ur Sue Þórðarson. 2) Reynir, f. síðan prófi í málaraiðn frá Iðn- skólanum í Hafnarfirði 1947. Hann starfaði fyrst um sinn sjálf- stætt en frá 1960 og út sinn starfsferil 1994 sem málara- meistari á Vífilsstaðaspítala. Helstu áhugamál hans voru að rækta garðinn á Herjólfsgötu 34 ásamt ferðalögum með fjölskyld- unni hérlendis og erlendis. Eftir að Þórður lét af störfum voru hann og Anna dugleg að njóta og nýta sér það sem í boði er fyrir eldri borgara, s.s. leik- fimi, dans, spilamennsku, ferða- lög og fleira. Þórður lét sér mjög annt um fjölskylduna og fylgdist með börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum af miklum áhuga. Síðustu árin dvaldi Þórður ásamt Önnu á Hrafnistu í Hafn- arfirði í góðu yfirlæti en heilsu hans var farið að hraka undir það síðasta. Útför Þórðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 17. mars 2015, og hefst athöfnin kl. 13. 26.5. 1954, kvæntur Stefaníu Kristínu Sigurðardóttur, synir þeirra: Þórð- ur, f. 1980, dóttir hans og Lindu Kristinsdóttur er Ásta Kristín, f. 2009, Hlynur, f. 1983, sambýliskona Astrid Fehling. 3) Margrjet, f. 12.11. 1961, gift Arnóri Skúlasyni, börn þeirra Óskar, f. 1984, kvæntur Tinnu Þórarinsdóttur, dætur þeirra eru Anna Heiða, f. 2009, og Ólöf Birna, f. 2013. Signý, f. 1990, sambýlismaður Sævar Ingi Sig- urgeirsson, sonur þeirra óskírð- ur, f. 2015, Rúnar, f. 1992. Þórður bjó í Hafnarfirði alla sína tíð, lengst af á Herjólfsgötu 34, síðan á Laufvangi 2. Hann lauk gagnfræðaprófi og Jæja elsku afi. Það er með trega í hjarta sem leiðir okkar skilur nú, en þrátt fyrir að vera að kveðja frábæran afa og afbragðs- vin er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt 30 ár með þér. Þess vegna langar mig, afi, að senda þig af stað til betri staðar með nokkrar frábærar minningar um hvað við höfum brallað saman. Manstu eftir öllum fótboltanum sem við horfðum á saman? Minn- isstæðast er þegar Danir unnu EM ’92, þá horfðum við á úrslita- leikinn saman á L2. Eins horfðum við á HM ’94, en það var um sama leyti og þú fékkst fyrir hjartað. Ég man að við sátum saman í sóf- anum og þú fylgdist með leikjun- um með mér – en varst orðinn ansi slappur. Að hugsa sér að við átt- um eftir að eiga 20 frábær ár sam- an eftir það. Það sýnir bara hversu sterkt hjarta þú hafðir að geyma. Manstu þegar þú hlýddir mér yfir fyrir próf úr Íslendingasög- unum? En það var nú þannig að þú spurðir alltaf spurninganna í þeirri röð sem þær komu fyrir í bókinni – svo ekki var nú erfitt að vita svörin. Það var bara svo gam- an að eiga þessar stundir saman, við tveir. Alltaf var jafnfyndið hvað þú varst ýmist bjartsýnn á hluti, en oftast þó svartsýnn. Þú vildir t.d. sjaldan fara eða gera eitthvað óvænt, en þegar þú varst dreginn af stað skemmtir þú þér alltaf manna best. Og svo var það bjart- sýnin – þú varst alltaf sannfærður um að næsti lottóvinningur færi til þín og, afi, hver reiknar með slag á stakan gosa í tíu? Margar ferðir koma upp í hug- ann, en helst detta mér þrjár í hug. Þegar þið amma komuð með mömmu og pabba og hittuð okkur Tinnu í tjaldvagninum á Þingvöll- um – frábær dagur. Svo þegar þið komuð á pallinn í Á63 og það var ekki hægt að fá þig til að standa upp þaðan, þér fannst svo frábært að sitja í sólskininu. Svo var það dagurinn sem þú komst í nýju íbúðina okkar í nóvember sl. en mikið fannst þér nú gaman að koma og sjá íbúðina og fá matinn hennar Tinnu – sem var í miklu uppáhaldi hjá þér. Mikið er ég þakklátur fyrir að þú skyldir kom- ast til okkar. En þú varst nú svo magnaður afi, að þú varst langt á undan þinni samtíð í ýmsu. Þú tókst jafnan þátt í heimilisstörfum, sem er ekki sjálfgefið fyrir ykkar kynslóð. Annað sem ég hafði gaman af var þegar við fórum á pylsubarinn í Hafnarfirði og keyptum ham- borgara með öllu. Þá sastu og borðaðir með bros á vör og það varð aldrei arða eftir. Eins var alltaf hægt að fá þig með í að panta með sér pítsu – þú varst bara alltaf eins og við unga fólkið. Að lokum er ég svo þakklátur fyrir að þú hafir kynnst henni Tinnu minni og stelpunum okkar tveimur. Ég mun gera allt sem ég get til að láta Önnu Heiðu muna eftir þér, því hún skipaði stóran sess í hjarta þínu og var hún oft eitthvað að bralla með þér í „æv- intýraferðum“ þínum síðustu ár. Hún sagði við mig þegar ég sagði henni að þú hefðir kvatt: „Ég held að afi sé bara hjá englunum og hitti kannski langafa.“ Ég trúi því, afi, að nú fáir þú að hitta alla þá sem hafa beðið eftir þér annars staðar – því það eru forréttindi að hafa þig hjá sér. Ég vil enda þetta á bút úr lagi sem ég heyrði á leiðinni heim frá þér um daginn – fannst hann eiga vel við: Fæðist dagur, færist nær, minningarnar frá í gær, færa mér, enn á ný gjafir þær, sem eru þú og allt mitt líf með þér, í öllu því sem var og er mitt líf. (Magnús Þór) Sjáumst hressir síðar, elsku afi. Þín verður sárt saknað. Þinn Óskar. Elsku afi Doddi. Á þessum tímum þá reikar hug- urinn til baka og upp koma frá- bærar minningar og þakkir fyrir allar ómetanlegu samverustund- irnar sem við bræðurnir höfum fengið með þér í gegnum árin sem voru ófáar enda nutum við þess að hafa þig og ömmu í næstu götu. Við komum ósjaldan í heimsókn og gistum oft hjá ykkur. Það var alltaf dásamlegt að koma til ykkar enda brölluðum við mikið saman. Þú hafðir alveg einstakt langlund- argeð og hafðir alltaf tíma til að leika við okkur. Eitt af því sem einkenndi heim- sóknir til ykkar á Laufvanginn var ótrúleg væntumþykja, sanngirni og virðing ykkar við smáfólkið. Sú virðing var gagnkvæm og þú hef- ur alltaf verið okkur bræðrum mikil fyrirmynd. Oftar en ekki fengum við okkar uppáhaldsmat sem eru fiskibollur steiktar á öll- um hliðum og klattar með rúsín- um. Iðulega spiluðum við tíu eða manna og það var hægt að treysta á að sagnirnar hjá þér, afi, sem voru alltaf djarfar, ekkert núll eða einn. Á kvöldin var síðan „opnað“ fyrir sjónvarpið og í kjölfarið var alltaf boðið upp á kvöldkaffi sem vanalega var snúður, vínarbrauð og tekex með sultu. Laugardagarnir hjá þér voru mikilvægir enda Lottó og 1x2 á þeim dögum. Efast um að þú hafir misst af útdrætti frá stofnun Lottó þó okkur reki ekki minni til þess að þú hafir unnið í Lottóinu. Þú vannst reyndar í Jókernum og í stað þess að hafa vinningsfjár- hæðina fyrir ykkur ömmu þá skiptir þú upphæðinni jafn niður á börnin og barnabörnin. Það er mjög lýsandi fyrir þinn þanka- gang, þú settir okkur afkomendur í fyrsta sætið og sjálfan þig þar á eftir. En síðustu ár hafa verið erfið, þá sérstaklega fyrir harðduglegan mann sem aldrei kvartaði. Verk- efni sem áður höfðu verið einföld urðu þér ofviða allt í einu, líkam- inn var farinn að segja stopp þrátt fyrir að hugurinn hafi alltaf verið eins og hjá ungum manni. Þú varst eins og uppflettirit, ótrúlegt afi hvað þú gast munað. Núna ertu kominn á annan stað og eflaust ertu að spila á munnhörpuna og fylgjast með okkur ásamt því að horfa á golfið og fótboltann, skera út klukkur og gestabækur og síð- ast en ekki síst ertu núna á stað þar sem ásakapallinn gengur oft- ar upp. Elsku afi. Þökkum fyrir allt það sem þú hefur fært okkur í gegnum árin og við kveðjum þig með mikl- um söknuði og þú munt alltaf fylgja okkur. Við munum hugsa vel um ömmu eins og við lofuðum. Þórður og Hlynur. Þórður Sigurðsson ✝ Jónína Péturs-dóttir fæddist 4. apríl 1926 í Reykja- vík. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 10. mars 2015. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Daðadóttir, hús- móðir og matráðs- kona, f. 17. maí 1898, d. 1. apríl 1994, og Pétur Eyvindsson tré- smiður, f. 18. nóvember 1884, d. 26. júní 1951. Jónína var elst þriggja systk- ina en bræður Jónu eru Björn E. Pétursson, f. 7. febrúar 1929, maki Elísabet Sigurðardóttir og eiga þau þrjú börn, Kristínu, um. Eftir að faðir hennar lést og bræður fluttu að heiman bjó hún með móður sinni. Hún keypti sér íbúð upp úr 1974 og bjó ein eftir það, fyrst í Álftamýri, síðan á Kleppsvegi 120, eða þar til hún flutti á hjúkrunarheimili 2012. Jóna gekk í barnaskóla, síðan Kvennaskólann í Reykjavík og seinna Húsmæðraskóla Reykja- víkur. Að skólagöngu lokinni fékk hún ritarastarf hjá Sam- bandi ísl. samvinnufélaga. Þar vann hún til 1983, lengst af sem einkaritari framkvæmdastjóra innflutningsdeildar. Þá réð hún sig til Olíufélagsins Esso þar sem hún vann ritarastörf til árs- ins 1996 þegar hún hætti störf- um vegna aldurs. Hún var mjög sátt við starfslok og fegin að geta sinnt eigin hugðarefnum. Útförin fer fram í Áskirkju í dag, 17. mars 2015, kl. 13. Sigurð og Daða. Valdimar M. Pét- ursson, f. 23.2. 1933, maki Ásdís Kristjánsdóttir og eiga þau fjögur börn, Pétur, Vig- dísi, Eini og Guð- rúnu. Jónína var ógift og barnlaus en börn bræðra henn- ar voru henni ná- komin allt fram á síðasta dag. Jóna bjó alla sína tíð á Reykja- víkursvæðinu en var oft í sveit sem ung stúlka, m.a. á Torfa- stöðum í Biskupstungum. For- eldrar hennar byggðu sér hús í Miðtúni 74 árið 1950 og bjó hún þar ásamt foreldrum og bræðr- Langri ævigöngu Jónu eins og hún var ávallt kölluð er nú lokið, en Jóna frænka var föðursystir mín. Jóna hafði gaman af hannyrð- um og var mjög fær í útsaumi, prjónaskap og hvers kyns sauma- skap. Eftir hana liggja útsaumað- ir dúkar, púðar, stólar, dúkkuföt og ballkjólar sem hún bæði hann- aði og saumaði og eru enn í notk- un. Hún málaði á postulín og sótti mörg námskeið í þeirri listgrein og liggja eftir hana margir listi- legir gripir, t.d. heilt kaffistell, og öll áttum við börn bræðra hennar muni sem hún málaði sérstaklega merkta okkur, sem og börnin okk- ar. Ef Jóna frænka hefði verið ung í dag hefði hún trúlega valið sér starfsvettvang þar sem henn- ar listsköpun hefði notið sín betur. Jóna var einstaklega ættrækin kona og var í góðu sambandi við flest sín skyldmenni alla tíð og var það ekki lítill hópur því móðir hennar átti 13 systkini og enn fleiri fóstursystkini. Börnin okkar systkinanna upp- lifðu Jónu frekar sem ömmu en frænku enda voru samskiptin ná- in og tíð. Jóna var okkur góð, vél- ritaði ritgerðir fyrir okkur þegar við vorum í framhaldsskóla og hjálpaði okkur ávallt ef við ósk- uðum eftir aðstoð. Hún tók meðal annars að sér að koma og læra með yngri syni mínum tvisvar í viku í tvö ár, en hún lærði líka þol- inmæði af litla frænda sínum sagði hún öllum sem heyra vildu og svo hló hún. Jóna var nefnilega einstaklega skemmtileg kona, fyndin og með góða kímnigáfu. Í fleiri ár en ég kann að telja hélt Jóna frænka jólaboð með al- vöru súkkulaði og rjóma fyrir okkur öll og var þá oft fjör þegar öll barnabörn bræðra hennar voru saman komin. Jóna hafði ein- stakt lag á börnum, sló upp teboð- um með dúkkum og börnum, kíkti ofan í töskuna sína þegar einhver var í fýlu og var það orðið þannig að börnin voru farin að opna töskuna sjálf enda alltaf eitthvert góðgæti þar að finna. Jóna hafði gaman af því að ferðast og fór í margar skipulagð- ar ferðir til Evrópu með vinkon- um eða ein, og hún bauð mér með sér til Frankfurt til að hvíla mig frá litlum börnum. Þá fór hún margar ferðir til Bandaríkjanna til að heimsækja frænku sína og nöfnu og bróðurson sinn Eini sem hefur verið búsettur þar um ára- bil. Síðasta ferðin sem Jóna fór var þegar við systkinin og makar buðum henni til Svíþjóðar að heimsækja Sigga bróður sem bú- settur er í Svíþjóð. Ferðin var gjöf okkar til hennar á áttræðisafmæl- inu hennar. Þá var hún með fulla heilsu, tíguleg og glæsileg að vanda og kímnigáfan og gleðin á sínum stað. Með henni áttum við ógleymanlega ferð. Við munum öll sakna okkar skemmtilegu og góðu frænku sem við áttum svo margar minnis- stæðar stundir með, en samt er gott að vita að nú hvílir hún á góð- um stað eftir langa og innihalds- ríka ævi. Fyrir hönd okkar systkinanna, maka og barna okkar, Kristín Björnsdóttir. Jónína Pétursdóttir Elsku Valdi. Það er tómarúm í hjartanu þegar þú ert horfinn. Þótt dauðinn sé óumflýjanlegur hluti af lífinu er hann samt allt- af erfiður, sérstaklega þegar um er að ræða ungan mann í blóma lífsins með framtíðina fyrir sér. Það er erfitt að trúa því að þú sért horfinn frá okk- ur, enda sárt að þurfa að sætta sig við að þeir sem maður elsk- ar séu teknir frá manni og ekki auðvelt að skilja hver tilgang- urinn með því getur verið. En lífið er einkennilegt og tekur stundum stefnur sem við sjáum ekki fyrir og erum ekki sátt við. Þessir dagar sem liðnir eru síðan þú Valdi minn varðst bráðkvaddur hafa verið mjög óraunverulegir, hvers vegna þú og af hverju núna þegar þú og þín fjölskylda voruð að undir- búa brúðkaupið ykkar Daðeyj- ar. Þú varst litli bróðir minn og við áttum sama föður þó að við værum ekki alin upp saman, enda var ég 22 ára þegar þú fæddist. Ég fylgdist þó með þér og Möggu systur okkar fyrstu árin þín meðan ég bjó ennþá á Ak- ureyri og man að þú varst hörkutól og duglegur strákur þrátt fyrir veikindin sem þú hefur þurft að glíma við allt frá því sykursýkin uppgötvaðist um tveggja ára aldur. Það var tölu- vert áfall og umönnunin sem því fylgdi reyndi mikið á for- eldra þína. Síðan skildi leiðir og við hittumst helst á sumrin og við hátíðleg tækifæri. Eftir að þú varst orðinn full- orðinn og ég búsett í Reykjavík urðu samskipti okkar aftur meiri. Þegar þú komst í bæinn í lækniserindum varstu duglegur að koma í heimsókn til stóru systur og gistir oft hjá okkur og mér þótti óendanlega vænt um það. Þú hafðir svo góða nærveru og húmor, stríddir og gerðir grín að okkur eins og þér einum var lagið. Það var gaman að spjalla við þig um heima og geima og þá var ald- ursmunurinn engin hindrun. Þú hafðir skoðanir á flestu, barst mikla virðingu fyrir fólki og varst forvitinn um hagi ann- arra, sennilega eitthvað sem þú hefur erft frá föður okkar. Aldrei man ég eftir að þú kvart- aðir undan veikindunum sem hrjáðu þig, tókst þeim af æðru- leysi eins og hverju öðru verk- efni sem þurfti að leysa. Þú varst svo heppinn að kynnast Daðeyju þinni fyrir rúmum áratug og ávöxturinn af ykkar sambúð er tvö yndisleg börn sem þú varst mjög stoltur af. Þó þau séu enn ung munu þau geyma minningar um ást- ríkan föður sem elskaði þau og dáði. Elsku Þóranna, Magga, Dað- ey, Júlíus Elfar og Sunneva Va- ley. Ykkar missir er mikill og sár. Megi styrkur Guðs og dásamlegar minningar hjálpa ykkur í sorginni. Elsku bróðir, minningin um þig mun lifa í hjörtum okkar. Ásrún Guðmundsdóttir. Lífið er hverfult, ófyrirsjáan- legt og margoft óréttlátt. Lífið býður upp á góðar stundir og Valdimar Rúnar Guðmundsson ✝ Valdimar Rún-ar Guðmunds- son fæddist 8. júlí 1976 á Akureyri og ólst þar upp. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 27. febr- úar 2015. Valdimar Rúnar var jarðsunginn í Fossvogskirkju 16. mars 2015. vondar stundir. Líklega var það ein sú versta stund í lífi mínu þegar hann bróðir minn var rifinn svona skyndilega frá okk- ur. Valdi var ein sú ljúfasta, blíðasta, rólegasta og þol- inmóðasta mann- eskja sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Hann var alltaf tilbúinn til að fyrirgefa og það gerði hann margoft. Þó að lífið hafi ekki alltaf farið mjúkum höndum um hann lét hann það aldrei stoppa sig en hélt ótrauður áfram. Oft og tíðum þótti mér bilið á milli okkar allt of langt. Bæði í aldri og seinna meir í vega- lengdum. Ég saknaði hans oft og hugsaði til hans á hverjum degi. Það er skrítið til þess að hugsa að ég, stóra systir, þurfi ekki að athuga með litla bróður lengur eða hafa áhyggjur af honum og er strax farin að sakna þess auk allra okkar samverustunda. Þegar himinninn hrynur er eins og tíminn standi í stað. Verði eins, endalaus. Hissa verð er lífið áfram heldur eins og ekkert hafi ískorist. Í huga mér þessi dagur hvert atvik eins og meitlað í stein. Sársaukinn um æðar rennur finnur leið í ljóði hér. (Hulda Ólafsdóttir.) Hann bróðir minn var tekinn frá okkur allt, allt of snemma. Elsku Valdi. Ég, eiginmaður minn og börn kveðjum þig með sorg og söknuði sem ekki er hægt að lýsa. Þín systir, Margrét Unnur. Af lifandi gleði var lund þín hlaðin, svo loftið í kringum þig hló, en þegar síðast á banabeði brosið á vörum þér dó, þá sóttu skuggar að sálu minni og sviptu hana gleði og ró. En seinna skildi ég: Hér áttirðu ekki að eiga langa töf. Frá drottni allsherjar ómaði kallið yfir hin miklu höf: Hann þurfti bros þín sem birtugjafa bak við dauða og gröf. (Grétar Ó. Fells.) Í dag kveðjum við frænda okkar hann Valda, sem kvaddi þennan heim alltof ungur. Hann var ákaflega glaðlynd- ur og jákvæður sem barn og fylgdi það honum alla tíð. Valdi átti fallega unga fjöl- skyldu sem nú sér á eftir unn- usta og föður og er missir þeirra mikill. Kæra Daðey, Júlíus Elfar og Sunneva Valey, Tóta, Margrét Unnur, Ásrún og fjölskyldur, okkar innilegustu samúðar- kveðjur á þessari sorgarstundu megi minningar um góðan dreng lifa í hjörtum okkar allra. Kveðja frá systrunum, Gyðu, Guðbjörgu Jónu og Sigrúnu Ísabellu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.