Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015
15.00 Ræða formanns SVÞ: Margrét Sanders
Ávarp ráðherra: Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra
Hvað þjónar okkur best? Þjóðhagslegt mikilvægi þjónustugreinarinnar
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA
Connecting with the connected customer
Ian Jindal, digital business expert, specialising in retail and publishing
Ráðstefnustjóri:Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður Festi hf.
og formaður Viðskiptaráðs Íslands
17.00 Ráðstefnulok og léttar veitingar
OPINRÁÐSTEFNA ÍTENGSLUM
VIÐAÐALFUNDSVÞ
VELTENGDIVIÐSKIPTAVINURINN
Skráning á svth@svth.is eða í síma 511 3000.
Ásdís
Kristjánsdóttir
Hreggviður
Jónsson
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
Ian
Jindal
Margrét
Sanders
Á GRAND HÓTEL
FIMMTUDAGINN 19. MARS KL. 15.00
Guðlaugur Jörundsson,
módelsmiður og tónlist-
armaður, er fallinn frá,
78 ára að aldri.
Guðlaugur fæddist
12. ágúst 1936 á Hellu
við Steingrímsfjörð,
sonur Jörundar Gests-
sonar, völundar og
skálds, og Elínar Lár-
usdóttur. Hann nam í
Tónlistarskóla Ísafjarð-
ar á orgel og varð síðar
organisti víða á Strönd-
um. Jafnframt lauk
hann söngkennaraprófi
við KÍ, námi við söngmálaskóla Þjóð-
kirkjunnar, stundaði söngnám og
gegndi skólastjórn í tónlistarskóla.
Hann samdi mörg fögur lög, meðal
annars við ljóð Jörundar föður síns.
Mörg laga hans voru leikin sem
síðasta lag fyrir fréttir Ríkisútvarps-
ins. Guðlaugur lék á mörg hljóðfæri
auk orgels, harmonikku, píanó,
hljómborð og gítar.
Guðlaugur Jörunds-
son var hvað þekkt-
astur fyrir módelsmíði
sína, margra helstu ný-
bygginga á Íslandi síð-
ustu áratugi, en hann
þótti einstaklega vand-
virkur og snjall mód-
elsmiður og þjónaði
m.a. arkitektum og
skipulagsyfirvöldum.
Hann vann um skeið á
Modelvinnustofu
Reykjavíkurborgar en
stofnaði síðan eigin
vinnustofu. Meðal mód-
elverkefna hans má nefna Perluna,
Ráðherrabústaðinn, Þvottalaugarnar
í Laugardal, Laufás í Vestmanna-
eyjum, Þjóðarbókhlöðuna, Borgar-
leikhúsið, Menningarstöð Kópavogs,
Nesjavallavirkjun, Sundlaugina í
Árbæ, Fjórðungssjúkrahúsið á Ak-
ureyri og Lóð Háskóla Íslands.
Eftirlifandi eiginkona Guðlaugs er
Guðrún Valgerður Haraldsdóttir.
Andlát
Guðlaugur Jörundsson
módelsmiður
Ríkisendurskoðun hvetur innanrík-
isráðuneytið til að ljúka sem fyrst
heildarendurskoðun laga um útlend-
inga. Meðal annars verði kannað
hvort rétt sé að færa málaflokkinn
undir eitt ráðuneyti og einfalda
þannig stofnanakerfið en nú fer inn-
anríkisráðuneytið með málefni út-
lendinga en velferðarráðuneytið
með málefni innflytjenda og flótta-
manna sem og atvinnumál útlend-
inga.
Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðun-
ar segir stofnunin, að í þessari tví-
skiptingu felist ýmsir annmarkar.
Meðal annars sé afgreiðsla dvalar-
og atvinnuleyfa útlendinga flóknari
og tímafrekari en hún þyrfti að vera.
Við afgreiðslu slíkra leyfa þurfi
stofnanir beggja ráðuneyta einatt að
koma að málum (s.s. Útlendinga-
stofnun, Þjóðskrá Íslands og Vinnu-
málastofnun). Af þessu hljótist
kostnaður fyrir ríkið sem hægt væri
að minnka með einföldun stjórnsýsl-
unnar. Þá hvetur Ríkisendurskoðun
velferðarráðuneytið til að beita sér
fyrir aðgerðum til að auðvelda að-
lögun innflytjenda að íslensku sam-
félagi og til að koma á sérstakri mót-
tökumiðstöð fyrir flóttamenn.
Í skýrslunni kemur fram að um-
sóknum útlendinga um hæli hér á
landi hafi fjölgað verulega undanfar-
in ár. Þetta hafi leitt til þess að af-
greiðsla þeirra taki að jafnaði lengri
tíma nú en áður. Afgreiðslutími mála
sem lokið var árið 2013 var að með-
altali tæpir 500 dagar. Þessi töf þyki
ómannúðleg gagnvart hælisleitend-
um og hafi valdið ríkinu auknum
kostnaði.
Mál útlendinga
verði á einum stað
Komið verði á fót
móttökumiðstöð fyrir
flóttamenn
Ráðuneyti Innanríkisráðuneytið
fer með málefni útlendinga.
„Þetta var ansi líflegt og það er
skemmtilegt þegar vel gengur. Oft
þarf að glíma við steinbítinn og það
geta verið læti í honum,“ segir Stein-
ar Hermann Ásgeirsson, skipstjóri á
Einari Hálfdáns, 15 tonna og 12
metra báti frá Bolungarvík. Á
sunnudag kom hann með rúm 22
tonn að landi, en áður hafði mest
verið landað 16,3 tonnum úr Einari
Hálfdáns. Spurður hvað hann haldi
að báturinn beri svaraði Steinar:
„Hann ber alla vega 22 tonn.“
Aflinn var nánast eingöngu stein-
bítur, sem fékkst við 12 mílna línuna
norður af Horni. Þrír þorskar voru í
aflanum og fjórar ýsur, annars bara
steinbítur. Steinar segir að um 200
krónur fáist fyrir kílóið af steinbít
og ef mikið framboð sé lækki verðið
hratt. Nefna má að í gær fengust um
300 krónur fyrir kíló af óslægðum
þorski á mörkuðum.
Fjórir eru í áhöfn bátsins og róa
tveir hverju sinni og er beitt í landi.
„Við vorum með 36 bala, 500 krókar
eru í bala og oft fengum við 250-300
stykki á bala,“ segir Steinar. „Stein-
bíturinn getur verið brellinn eins og
sést á því að Hálfdán Einarsson var
við hliðina á okkur með 48 bala og
kom inn með 12 tonn.“
Þeir á Einari Hálfdáns fóru út
klukkan fjögur aðfaranótt sunnu-
dags og voru komnir inn um átta-
leytið um kvöldið. Gott veður var á
sunnudag en í gær var „spænurok“
og allir í landi að sögn Steinars.
Hann segir að í vetur hafi verið
endalaust gæftaleysi, en þokkalegur
afli þegar gefið hefur.
aij@mbl.is
Fimmtán tonna bátur kom með 22 tonn af steinbít, þrjá þorska og fjórar ýsur til Bolungarvíkur á sunnudag
„Þarf oft að glíma
við steinbítinn og
það geta verið læti“
Ljósmynd/Ágúst Svavar Hrólfsson
Drekkhlaðinn Einar Hálfdáns ÍS var vel siginn þegar hann kom með 22 tonn til hafnar á sunnudagskvöld.