Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2015næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015 Hringbraut-miðlun ehf. | Sundagarðar 2 | 104 Reykjavík | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100 Missið ekki af áhugaverðum þætti um flottustu skíðasvæðin á Íslandi, viðtölum við þá sem best þekkja til. ATVINNULÍFIÐ Skíðaparadís Íslendinga í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 21.00 í kvöld Umfjöllun í máli og myndum um „Ski Iceland“ og heimsókn til 5 skíðasvæða á Norðurlandi Hlíðarfjall - Akureyri Tindastóll – Sauðárkróki Skarðsdalur – Siglufirði Skíðasvæði Ólafsfjarðar Böggvisstaðafjall – Dalvík Á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 21.00 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Flugtíminn milli Reykjavíkur og áfangastaða Flugfélags Íslands úti á landi styttist að jafnaði í kringum fimm mínútur með tilkomu nýrra véla af gerðinni Bomb- ardier Q400. Til- kynnt var í gær að félagið tæki á næstu misserum þrjár vélar þess- arar gerðar í notkun, í staðinn fyrir Fokker 50. Fjárfestingin er töluverð, en þykir hagfelld og tímabær. Fyrsta vélin kemur undir lok ársins en hinar tvær ekki löngu síðar. „Bombardier Q400 vélar eru vél- ar sem hafa reynst vel rétt eins og Fokker 50 sem við höfum verið með frá 1992. Því er kominn tími á endurnýjun auk þess sem stærri og hraðfleygari velar bjóða uppá fleiri möguleika. Eftir ítarlega skoðun völdum við Q400,“ sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, í gær. Víða í notkun erlendis Síðasta áratuginn eða svo hefur FÍ gert út tvær Dash 8 vélar. Nýj- asta gerð þessara véla sem fram- leiddar eru í Kanada heitir nú Bombardier Q200 og verða þær áfram í flotanum. Q400 vélarnar koma hins vegar nýjar inn. „Við höfum enn ekki ákveðið kaup. Vitum hins vegar að á mörk- uðum erlendis eru svona vélar í boði og þær hyggjumst við festa okkur,“ útskýrir Árni. Hann segir að um 500 Q400 vélar hafi verið framleiddar frá aldamótum og séu þær í notkun í öllum heimsálfum. Þannig sé Flybe í Bretlandi með um 60 Q400 í útgerð, Wideroe í Noregi með 11 vélar auk félaga í Asíu, Ameríku og Afríku. Er reynslan góð, en vélar þessar eru gjarnan notaðar í innanlandsflugi eða á skemmri millilandaleiðum. Tekur alls 74 farþega Bombardier Q400 tekur alls 74 farþega en í Fokker eru fimmtíu sæti. Nýju vélarnar eru auk- inheldur allt að 30% hraðfleygari en venjulegar skrúfuþotur. Flug- tíminn milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar á núverandi vélum er 45 mínútur en verður væntanlega um 40 mínútur. Til Ísafjarðar tekur flugið 45 mínútur en fer í 40 mín- útur og Egilsstaðaleggurinn sem í dag er klukkutími verður rúmlega 50 mínútur. Venjulegur flughraði Bombardier Q400 er um 660 km á klst, en Fokker-vélanna um 500 km. „Með nýju vélunum opnast okk- ur möguleikar, ekki bara í þeim löndum sem við störfum í nú þeg- ar, þ.e. hér heima og á Grænlandi og í Færeyjum, því verið er að skoða aðra áfangastaði sem okkur sýnist að gætu verið áhugaverðir. Við vonumst til að fá niðurstöðu í þær athuganir á næstu mánuð- um,“ sagði Árni Gunnarsson. Skemmri flugtími á stærri vélum  Bombardier Q400 flugvélar koma nýjar í flota FÍ  Kaupa notaðar vélar og sú fyrsta væntanleg undir lok ársins  Fjárfesting sem þykir hagfelld  Nýir áfangastaðir erlendis eru komnir í skoðun Flug Í hinni kandadísku verksmiðju hafa verið smíðaðar um 500 Bombardier Q400 vélar frá aldamótum. Þær eru notkun í öllum álfum heims. Þægindi Farþegarými hinna væntanlegu véla er fallegt og rúmgott og vel fer um farþegana á flugleiðum sem sjaldnast eru ýkja langar. Árni Gunnarsson Flugfélag Íslands fékk vélar af gerðinni Fokker F27 Friendship í þjónustu sína vorið 1965. Þær vélar dugðu til 1992, en þá kom Fokker 50 í þeirra stað. Vélar þessar eru smíðaðar í Hollandi og hafa reynst farsællega hér á landi í öll þessi ár. Í hálfa öld FOKKER REYNST VEL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 64. tölublað (17.03.2015)
https://timarit.is/issue/382175

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

64. tölublað (17.03.2015)

Aðgerðir: