Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2015næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015 Tökum að okkur trjáklippingar, trjáfellingar og stubbatætingu. Vandvirk og snögg þjónusta. Sími 571 2000 www.hreinirgardar.is BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Gunnlaugur og Arnór unnu sveitarokk Mjög óvænt úrslit urðu í sveita- rokki bridsfélaganna á Suðurnesjum sl. miðvikudag en þá lauk fjögurra kvölda keppni. Bjarki Dagsson og Garðar Garðarsson höfðu afgerandi forystu fyrir síðasta kvöldið en þeir fengu slæman mótbyr síðasta kvöld- ið á meðan Gunnlaugur og Arnór skoruðu ágætlega. Lokastaðan: Gunnlaugur - Arnór 87 Garðar - Bjarki 71 Karl G. Karlss. - Svala Pálsd. 48 Þorgeir V. Halldórss.- Garðar Þ. Garðars. 4 Karl og Svala unnu síðasta kvöldið með 55 impum, Arnór og Gunnlaug- ur voru með 42 og Þorgeir og Garðar Þór með 29. Næsta miðvikudag hefst fjögurra kvölda meistaratvímenningur. Spila- mennskan hefst liðlega 19. Gullsmárinn Spilað var á 12 borðum í Gull- smára fimmtudaginn 12. mars. Úrslit í N/S: Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonsson 201 Gunnar Sigurbjss. - Sigurður Gunnlss. 196 Guðrún Gestsd. - Ragnar Ásmundss. 186 A/V: Einar Kristinsson - Ásgeir Gunnarss. 195 Samúel Guðmundss. - Jón Hanness. 192 Kristín G.Ísfeld - Óttar Guðmss. 185 Ljósbrá og Matthías Íslands- meistarar í paratvímenningi Rosemary Shaw, Gunnlaugur Karlsson og Ísak Örn Sigurðsson urðu efst í Íslandsmótinu í paratví- menningi sem fram fór um helgina. Reglur mótsins eru hins vegar þær að annar karlspilarinn verður að spila a.m.k. 75% móts til að geta hrósað sigri. Svo var ekki og eru því hjónin Ljósbrá Baldursdóttir og Matthías Þorvaldsson handhafar Ís- landsmeistaratitilsins í paratví- menningi. Lokastaðan (% skor) Rosemary – Ísak /Gunnlaugur 58,5 Ljósbrá – Matthías 56,0 Svala Pálsdóttir – Karl G. Karlsson 55,6 Dröfn Guðmundsd. – Ásgeir Ásbjörnss. 54,5 Hjördís Sigurjónsd. – Kristján Blöndal 54,3 FEB Reykjavík Fimmtudaginn 12. mars var spil- aður tvímenningur á 15 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Efstu pör í N/S Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 383 Bjarni Þórarinss. – Oddur Halldórsson 360 Axel Lárusson – Hrólfur Guðmss. 345 A/V Elín Guðmanns.- Friðgerður Benedikts. 398 Trausti Pétursson – Ingvi Traustason 395 Helgi Samúelss. – Sigurjón Helgason 382 Spilað er í Síðumúla 37. Frumvarp velferð- arráðuneytisins um breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitar- félaga er nú til með- ferðar í velferðarnefnd. Koma þar fram laga- heimildir til að skerða fjárhagsaðstoð og skil- yrða við hvers kyns virkniúrræði og at- vinnuþátttöku. Skerðingar og skil- yrðingar við framkvæmd fjárhags- aðstoðar má einkum greina í fjóra þætti. Í fyrsta lagi er um að ræða skerðingar eða synjun á beiðni um fjárhagsaðstoð ef umsækjandi hefur sagt upp starfi án gildra ástæðna. Í öðru lagi er um skerðingu eða að ræða ef umsækjandi sinnir ekki at- vinnuleit. Í þriðja lagi er um að ræða skerðingu eða synjun ef umsækjandi þiggur ekki boð um virkniúrræði, svo sem hvers kyns námskeið, ein- staklingsáætlun og meðferðar- úrræði. Í fjórða lagi er um að ræða skerðingu eða synjun á fjárhags- aðstoð ef umsækjandi þiggur ekki at- vinnutilboð. Þær skerðingar sem að framan greinir hafa verið ástundaðar um áratugaskeið án lagaheimildar. Æðri stjórnvöld hafa talið að reglugerð- arheimild 21. gr. félagsþjónustulaga og sjálfstjórnarréttur sveitarfélaga, sbr. 78. gr. stjórnarskrárinnar, séu nægilegar heimildir til að skerða lág- marksframfærslurétt borgaranna. Fjárhagsaðstoð er tryggð í framfærslu- rétti 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar og er í ákvæðinu fólgin lagaáskilnaðarregla, sem skyldar löggjafann að festa í lög með grein- argóðum hætti þau réttindi sem eiga að standa borgurunum til boða. Einnig felst í ákvæðinu sú krafa að löggjafinn þarf að til- greina svigrúm stjórn- valda til að skerða þau réttindi og verða slíkar heimildir að samræmast efnisinntaki framfærslu- réttarins. Almennt er viðurkennt að sjálfstjórnarréttur sveitarfélaga víki ekki frá kröfum lögmætisreglunnar að þessu leyti. Má sjá umfjöllun um- boðsmanns Alþingis um málefnið í málum nr. 4552/2005, 4593/2005, 4888/2006 og 5044/2007 og 5132/2007. Sem dæmi um ýtarlegar heimildir til skerðinga á framfærsluréttindum má sjá í IX., X. og XI. kafla í lögum um atvinnuleysistryggingar nr. 54/ 2006. Er þar komið á móts við laga- áskilnaðarregluna að flestu leyti. Ætla má að ríkari kröfur séu um lagaáskilnað í félagsþjónustulögum, þar sem fjárhagsaðstoð er lágmarks- framfærsla og öryggisnetið í velferð- arkerfinu. Hvergi er þó að finna heimildir til takmörkunar á bótarétti í þeim lögum. Ber að nefna að skerð- ing bótaréttar vegna þess að um- sækjandi þiggur ekki tilboð um virkniúrræði eða atvinnu, er í eðli sínu refsikennd viðurlög, en mjög strangar kröfur eru um lagaáskilnað fyrir stjórnsýsluviðurlögum. Slíkar lagaheimildir eru hvergi í félags- þjónustulögum. Tvisvar hefur löggjafinn reynt að renna lagastoð undir slíkar skerð- ingar og takmarkanir á bótarétti, án árangurs. Nú á að reyna í þriðja skiptið. Það alvarlega í málinu er, að ólögmæti skerðinga hefur verið á vit- orði Alþingis og stjórnvalda allt frá 1997 þegar fyrst var reynt að breyta félagsþjónustulögum í þessa veru. Jafnvel þótt skerðingar og refsingar öðlist stoð í félagsþjónustulögum, eru mikil takmörk á því hversu löggjaf- inn má ganga langt, þar sem fram- færslurétturinn hefur öðlast efn- islegt inntak, sbr. Öryrkja- bandalagsdóm I. Ber einnig að nefna að aðeins nokkur sveitarfélög hafa birt reglur um framkvæmd fjárhagsaðstoðar í B-deild Stjórnartíðinda, þrátt fyrir að félagsþjónustulög hafi verið í gildi um aldarfjórðung. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingarblað nr. 15/2005 ber sveitarfélögum að birta reglurnar. Sveitarfélögum er óheimilt að byggja skerðingar eða skilyrðingar á óbirt- um reglum, einkum m.t.t. réttmætra væntinga umsækjenda. Sjá UA 3. júlí 2003 (2625/1998). Samtökin telja að óeðlilegt samspil sé á milli framkvæmdar atvinnuleys- isbóta og fjárhagsaðstoðar. Umboðs- vandi felst í því að Alþingi og æðri stjórnvöld geta fært verkefni yfir á sveitarfélög án fjármögnunar og komið þannig ábyrgð á réttar- framkvæmd frá ríkinu og kjörnum fulltrúum Alþingis yfir á kjörna full- trúa á sveitarstjórnarstiginu. Að auki telja samtökin að sumar skerðingar í atvinnuleysistryggingakerfinu gangi í berhögg við gildandi rétt. Samtökin telja hættu á að sífellt meiri pólitískur þrýstingur verði á að skerða lágmarksréttindi borgaranna á næstu árum, vegna skuldastöðu ríkisins og hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar. Því er mikilvægt að þessir þjóðfélagshópar eigi sér sterka málsvara og regluverði til að gæta að réttaröryggi þeirra, sem er nú í molum, og sú staðreynd hagnýtt af stjórnmálamönnum. Allar rann- sóknir sýna að umsækjendur fjár- hagsaðstoðar búa við verri félags- legar aðstæður og heilsu en aðrir borgarar og eiga því erfiðara um vik að verja hendur sínar gagnvart hinu opinbera. Þar sem launþegasamtök hafa skilað auðu í málefnum þessara þjóðfélagshópa, verður talið að sér- stök ábyrgð sé á stjórnvöldum að fjármagna félagasamtök til slíkrar réttindagæslu. Telja verður að ef nefnt frumvarp nái fram að ganga á Alþingi þurfi að láta reyna á lögmæti þeirra laga fyrir dómstólum. Skora samtökin á alþing- ismenn að hafna nýju frumvarpi til félagsþjónustulaga og tryggja að réttarframkvæmd fjárhagsaðstoðar verði eftirleiðis í samræmi við gild- andi rétt. Mannhelgi okkar minnstu bræðra og systra Eftir Gunnar Kristin Þórðarson » Samtökin skora á þingmenn að hafna nýju frumvarpi til fé- lagsþjónustulaga og tryggja að réttarfram- kvæmd fjárhagsaðstoðar komist í lögmætt horf. Gunnar Kristinn Þórðarson Höfundur er formaður Samtaka um framfærsluréttindi og nemi í opin- berri stjórnsýslu. Það er sorglegt til þess að hugsa þegar ís- lenskt samfélag er orð- ið það fátækt að það sjái ekki þörf á því að hjálpa okkar minnstu bræðrum. Fyrri kyn- slóðir kenndu okkur mikilvægi samstöðu og að neita engum um hjálp. Þetta verður maður oft var við þegar hjálpar er þörf. Síðast fyrir rúmum mánuði er dekk fór undan bíl sem ég var í. Margir stoppuðu og buðu hjálp sína og eng- inn var að flýta sér svo mikið að hann hefði ekki tíma til að hjálpa þeim sem var hjálparþurfi. Fé- lagslega kerfið er ekki byggt upp í þeim til- gangi að styðja við sjálft sig, það er byggt upp til að sinna þjón- ustu við almenning, ekki til að úthluta bót- um gegnum litla lúgu, heldur til að finna leiðir til að skipta kökunni með réttlátum hætti og í þau verkefni sem þörf er á. Jöfn tækifæri til menntunar, heilbrigðisþjónustu og grundvallar-lífsviðurværis er al- menn sátt um í þessu samfélagi. Það skýtur því skökku við þegar ég les í Morgunblaðinu 4. mars 2015 að „Óvirkir fái ekki lengur fjárhags- aðstoð“ (bls. 18). Nú sé svo komið fyrir okkur að unga fólkið vilji frek- ar sitja heima en að vera í skóla eða vinnu. Kerfið ætlar að sporna við þessu og neita þeim sem leita sér ekki að vinnu um aðstoð. Ég tel þetta ekki boðlegt og er satt að segja mjög brugðið. Rannsóknir hafa sýnt að fólk vill vinna, hin almenna tilhneiging er að slíku fylgir betri heilsa, vellíðan, vel- gengni svo ekki sé talað um aukin tækifæri til að gera vel við sig í frí- tímanum. Rannsóknir hafa einnig sýnt að þegar fólk hefur upplifað mikla erfiðleika á vinnumarkaði og jafnvel líka í skóla sem hefur leitt til brottfalls úr námi þá er hætta á því að fólk einangrist, hætti jafnvel að leita að vinnu. Þetta er kallað falið atvinnuleysi (e. discourage worker). Fólk er ekki á atvinnuleysisskrá, því til þess að vera þar og þiggja bætur þarf fólk að vera virkt í sinni at- vinnuleit. Þegar tilveran hefur brugðist fólki þá getur verið erfitt að leggja af stað í þessa vegferð. Ráð- gjöf sem innihaldslítið spjall er til lít- ils og þætti mér eðlilegra að stjórn- völd litu sér nær og könnuðu hvort þau úrræði sem eru í boði séu að skila nægilega góðum árangri. Það verður að segjast eins og er að þau störf sem eru í boði þurfa einnig að vera boðleg. Það er fullkomlega eðli- legt að fólk sem hefur fengið úrræði hér og þar, farið í vinnu í stuttan tíma og horfið þaðan aftur, sé hik- andi í sinni atvinnuleit. Mér finnst lágmarkskrafa að það kerfi sem við setjum upp til að verja okkar minnstu bræður snúist ekki í andhverfu sína, það er að segja að loka dyrunum á þá sem verst eru settir og leggjast svo lágt að kerfið verji sjálft sig með því að segja að fólk vilji ekki vinna. Þegar litið er til þess að við erum að koma út úr einu því versta atvinnuástandi sem þekkst hefur hér á landi, og kerfið hefur leitað eftir nýjum aðferðum til að aðstoða fólk til virkni, en raunin er sú að enn liggur ekki fyrir hvern- ig best skal að þessu staðið. Ég er al- veg sannfærð um að ef okkur tekst að aðstoða fólk, bjóða því mannsæm- andi vinnu þá stendur ekki á neinum að þiggja það. Ef kerfið ætlar ein- göngu að sitja í hásæti valdsins, benda á mann og annan, þá finnst mér það merki um að endurskoð- unar á kerfinu sé þörf. Hjálpum þeim! Eftir Jóhönnu Rósu Arnardóttur » Það kerfi sem við setjum upp til að verja okkar minnstu bræður má ekki snúast upp í andhverfu sína og loka dyrunum á þá sem verst eru settir. Jóhanna Rósa Arnardóttir Höfundur er félags- og mennt- unarfræðingur.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 64. tölublað (17.03.2015)
https://timarit.is/issue/382175

Tengja á þessa síðu: 22
https://timarit.is/page/6336686

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

64. tölublað (17.03.2015)

Aðgerðir: