Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015
Allmörg loðnuskip lágu fyrir utan
Ólafsvík í gær og biðu þess að færi
gæfist til loðnuveiða í Breiðafirði.
Lauslega áætlað er eftir að veiða
um 60 þúsund tonn á vertíðinni og
ef vinnuveður verður það sem eftir
er vikunnar, eins og útlit er fyrir,
ætti að saxast mjög á loðnukvótann.
Hins vegar er óvíst hvort loðnan
nýtist til hrognavinnslu svo lengi.
Eftir storminn frá því síðdegis á
föstudag og fram eftir laugardegi
náði um tugur skipa ágætum afla í
kviku og leiðindaveðri á sunnudag
og sum þeirra fylltu sig áður en
brældi aftur. aij@mbl.is
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Stomur Loðnuskipið Sigurður VE í vari utan við Ólafsvík í óveðrinu á laugardag. Tugur skipa náði ágætum afla í kviku og leiðindaveðri á sunnudag.
Eftir að
veiða um 60
þúsund tonn
Saxast mjög á
loðnukvótann
Höfuðbiskupar lúthersku þjóð-
kirknanna á Norðurlöndum komu
saman til fundar í Reykjavík í gær.
Fundurinn heldur áfram í dag en
hann sitja Agnes M. Sigurðardóttir,
biskup Íslands, Antje Jackelén,
erkibiskup sænsku kirkjunnar,
Helga Haugland Byfuglien, höfuð-
biskup norsku kirkjunnar, Kari
Mäkinen, erkibiskup finnsku kirkj-
unnar, og Peter Skov-Jakobsen,
biskup í Kaupmannahöfn.
Fundurinn í gær hófst með bæna-
stund í Dómkirkjunni í Reykjavík.
Að henni lokinni fengu biskuparnir
skoðunarferð um Alþingishúsið við
Austurvöll. Eftir hádegi tók við
samráðsfundur biskupannna. Þar
var rætt um þjóðkirkjurnar á
Norðurlöndum, helstu verkefni
þeirra og það sem er efst á baugi í
hverju landi. M.a. var rætt um sið-
bótina og samtímann í tilefni þess
að árið 2017 verður haldið upp á
fimm alda afmæli siðbótarinnar.
Fundinum lýkur á hádegi í dag.
Biskupar lútherskra
þjóðkirkna Norður-
landa í Reykjavík
Ljósmynd/Biskupsstofa
Fundur Biskuparnir í Dómkirkjunni í gær.
Hanna Birna
Kristjánsdóttir,
fyrrverandi inn-
anríkisráðherra,
ætlar ekki að
koma á fund
stjórnskipunar-
og eftirlits-
nefndar Alþingis
vegna lekamáls-
ins. Nefndin
hafði boðið henni
á sinn fund vegna þess en hún seg-
ist ekki óska eftir að koma að frek-
ari upplýsingum um það en hún
hefur þegar gert.
Í bréfinu sem Hanna Birna sendi
nefndinni í gær kemur fram að
nefndin hafi gefið henni frest til 17.
mars til að svara því hvort hún
þiggi boð um að sitja fyrir svörum á
fundi hennar. Þar sem hún komi
ekki aftur til þingstarfa eftir leyfi
fyrr en eftir miðjan apríl segist
Hanna Birna vísa til þeirra upplýs-
inga og gagna sem þegar liggja fyr-
ir í málinu. Þá óskar hún nefndinni
velfarnaðar í sínum störfum.
Þiggur ekki boð
á nefndarfund
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
FRÁBÆR
HÖNNUN
Duravit og helsti hönnuður þeirra, Philippe Starck,
kynna „Starck SensoWash” sem með einstakri
hönnun, setja ný viðmið fyrir salerni.
SensoWash® Nútíma salerni, gefur nýja sýn á hreinlæti og
þægindi í baðherberginu - Forhitað sæti veitir hámarks þægindi.
SensoWash® Allar rafmagns- og vatnslagnir eru faldar í postu-
líníninu sjálfu. Áhugavert fyrir alla hönnuði og skipuleggjendur
baðherbergja.
Ný tilfinning fyrir hreinlæti og vellíðan alla daga.
SensoWash® Forhitað sæti
fyrir þægindi - nútíma salerni
með nýja sýn á hreinlæti.
SensoWash® Einstök hönnun,
sem setur ný viðmið fyrir
salerni.
SensoWash® Náttúrulegasta
form hreinlætis - hreinsun með
vatni - ótrúlega þægilegt.
Pappírslaust
salerni