Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 11
Bókasöfn Þeim Einari Mikael og Viktoríu þykir mikilvægt að sem flest
börn hafi aðgang að bókinni og ætla því að gefa öllum bókasöfnum eintak.
töfrabrögð aðgengilegri fyrir krakka
út um allt land,“ segir töframað-
urinn. Af hverju eru töfrabrögð
svona mikilvæg? „Þetta er svo
spennandi heimur fyrir krakka. Síð-
an gera töfrabrögð lífið einfaldlegra
skemmtilegra,“ segir Einar Mikael
og þetta þarf ekki frekari skýringa
við. Hann óskar eftir því að starfs-
fólk þeirra bókasafna sem ekki eiga
bókina til sendi til hans tölvupóst á
netfangið tofrahetjurnar@gmail-
.com og hann mun senda þeim bæk-
ur í pósti.
Næsta verkefni Einars Mikaels er
nokkuð sérstakt því hann ætlar í æði
langt ferðalag með allsérstakan far-
angur. „Ég er á leiðinni til Kína þar
sem ég verð með sýningu í apríl og
þangað tek ég með mér páskaegg
frá Töfrahetjunum,“ segir töframað-
urinn Einar Mikael. Það er eins gott
að fara gætilega með ferðatöskurnar
sem munu því bæði innihalda
galdradót af ýmsum gerðum, bún-
inga og skikkjur auk páskaeggjanna
sem eflaust eiga eftir að gleðja kín-
versk börn. malin@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Meistarinn Friðgeir Ingi Eiríksson er matreiðslumeistari á Gallery á Hótel Holti. Hann tekur þátt í Goût de France
og býður því upp á einstakan matseðil á fimmtudaginn, rétt eins og þúsund matreiðslumenn víða um heim.
er þessi hugsjón sem er að baki
franska eldhúsinu. Maður þarf
vissulega að hafa bein í nefinu til
þess að einhver fransmaður láti
mann hafa eldhúsið sitt sem yf-
irkokkur en ég heillaðist strax af
hugsjóninni að vera nægjusamur og
virða hráefnið sem maður hefur,
vinna úr því og gera það besta sem
maður getur úr því en ekki vera með
neina vitleysu.“
Inntakið í franska eldhúsinu
Nægjusemi er lykilorð þegar
kemur að kjarna franska eldhússins
og sömuleiðis hráefni sem finna má í
nærumhverfinu í stað þess að leita
langt yfir skammt. „Það er mjög
mikilvægt að virða það hráefni sem
næst er hendinni og spila úr því.
Fyrir hvern disk sem þú selur þarftu
að skapa einhvern afgang svo að
veitingahúsið þitt virki, hvort sem
það er stórt eða lítið. En númer eitt,
tvö og þrjú er að leita ekki um himin
og höf að hráefni til að gera það sem
þig langar að gera heldur að gera
gott úr því sem finna má í nágrenn-
inu,“ segir Friðgeir Ingi. Þessi hugs-
unarháttur er smám saman að síast
iann í vitund Íslendinga og æ fleiri
eru farnir að bjóða upp á mat úr hrá-
efni sem til er á landinu. „Ég man að
þegar ég kom hingað heim og keypti
kannski salat af einhverjum íslensk-
um aðila og kjöt af öðrum og svo
framvegis, þá fór ég að taka það
fram á matseðlinum hvaðan hráefnið
kæmi.“ Þetta þykir gestum veitinga-
húsa kannski ekki óvenjulegt í dag
en árið 2007 var þetta ekki venjan og
mæltist það strax vel fyrir hjá gest-
um á Holtinu að fá að vita hvaðan
maturinn sem þeir fengu væri upp-
runninn.
Ekki alltaf tími fyrir sprell
Mikill agi ríkir í frönskum eld-
húsum og þá er mikilvægt að gera
sér grein fyrir að ekki er alltaf tími
fyrir fíflagang. „Ég lærði fljótt úti að
já þýðir já og nei þýðir nei. Það á að
láta verkin tala þegar þess þarf. Fái
maður dýrindis hráefni í hús, segj-
um til dæmis glæsilega glænýja
sveppi sem tíndir voru fyrir mann
eða humar beint úr sjónum, þá erum
við með það fyrir framan okkur og
förum að vinna úr því. Maður tékkar
ekki á því á eftir, að fundi eða símtali
loknu. Þar kemur virðingin fyrir
hráefninu til sögunnar. Það er ekki
til í dæminu að fólki detti í hug að
fara að svara símtali þegar þú ert
með þetta beint fyrir framan þig,“
segir Friðgeir Ingi.
Úr öllum fæðuflokkum
Oft er talað um að Frakkar séu
„lengi að borða“ því þeir gefa sér al-
mennt góðan tíma til að nærast. Það
kann að koma mörgum undarlega
fyrir sjónir, sérstaklega þeim sem
vanir eru hraðanum og asanum sem
einkennir suma daga og við úðum í
okkur mat á hlaupum. Það þætti
Frökkum ekki gott og eflaust lítil
virðing í því. Annað sem vert er að
veita athygli er að frönsk matargerð
byggist ekki á því að fólk fái kúfaða
diska og borði þar til það stendur á
blístri. „Menn leifa ekki en borða
jafnvel þriggja rétta hádegisverð
þegar þeir eru að vinna. Málið er að
það er kannski borðað smá salat,
smá fiskur eða kjöt og dálítið sætt á
eftir. Það er alltaf farið í gegnum
eins marga fæðuflokka og mögulegt
er án þess að vera með einn þeirra
alveg í botni. Það eru ekki þrjúhund-
uð grömm af steik, franskar og ekk-
ert meira. Fólki þykir þetta mjög
mikilvægt og þennan tíma tekur
maður ekki af fólkinu,“ segir Frið-
geir Ingi. Það má segja að þetta sé
lífsstíll margra Frakka og ekki er á
þeim að sjá að hann komi niður á
heilsunni. „Frakkar borða brauð all-
an daginn, í öll mál en eftir sem áður
er ekki algeng sjón að sjá fólk í yf-
irvigt. Þessi nægjusemi og virðing
felst líka í því að vera ekki stöðugt
að borða á milli mála.“
6-réttað á fimmtudaginn
Á sama tíma og boðið verður
upp á Goût de France matseðil á um
þúsund veitingahúsum víðs vegar
um heiminn á fimmtudaginn munu
matreiðslumeistarar í Versölum
elda fyrir alla erlenda sendiherra í
París og aðrir sendiherrar munu
njóta hins sama í hinum ýmsu lönd-
um heimsálfanna fimm. Á hverjum
stað verður bragðað á því besta,
matreiddu á franska vísu. Friðgeir
Ingi og hans fólk á veitingahúsinu
Gallery á Hótel Holti eru nú þegar
byrjuð að taka við borðapöntunum
fyrir Goût de France á fimmtudag-
inn. „Þá verðum við með þennan
eina matseðil og franskar vínveit-
ingar með. Við gefum okkur öll í
þetta til að hafa allt eins franskt og
mögulegt er þó að við eldum úr hrá-
efni héðan að mestu. Við gefum
Landsbjörg fimm prósent af söl-
unni,“ segir Friðgeir Ingi Eiríksson
matreiðslumeistari og það sama á
við um öll önnur veitingahús í Goût
de France. Öll verja þau fimm pró-
sentum sölunnar til góðgerðarmála.
Það er vel við hæfi að kitla bragð-
laukana hér í lokin með lýsingu á
réttunum sex sem verða í matseðl-
inum. Fyrst verður boðið upp á
franska andarlifrarterrínu, því næst
er það íslenskur humar, frönsk
hörpuskel og íslenskur kræklingur.
Að því loknu er komið að þorski og
innbökuðum lambalundum (Well-
ington). Þar á eftir er boðið upp á
franska osta og að lokum er það
franska súkkulaðið frá Valrhona til
að setja punktinn yfir i-ið!
Borðapantanir má annars vegar
gera inni á vefnum www.hotelholt.is
eða með því að hringja í síma 552
5700.
„Ég heillaðist strax af
hugsjóninni að vera
nægjusamur og virða
hráefnið sem maður
hefur, vinna úr því og
gera það besta sem
maður getur úr því en
ekki vera með neina vit-
leysu“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015
Síðastliðinn föstudag voru hönn-
unarverðlaun tímaritsins Reykjavík
Grapevine afhent en um samstarfs-
verkefni tímaritsins og Hönnunar-
miðstöðvar Íslands er að ræða.
Dómnefnd skipuðu þau Ástríður
Magnúsdóttir arkitekt, Siggi Odds
hönnuður, Tomas Pausz hönnuður,
Stefán Svan Aðalheiðarson, Tinna
Brá Baldvinsdóttir eigandi Hrím De-
sign Store, Anna Clausen stílisti og
Daníel Freyr Atlason hönnuður. Í til-
kynningu frá Reykjavík Grapevine
segir meðal annars að dómnefnd
hafi verið „settar þær skorður í vali
sínu að verðlaunaðar yrðu vörur
sem væru raunverulegir og áþreif-
anlegir hlutur, allt frá keramiki að
skartgripum. Skilyrði var og sett um
að vörurnar hefðu komið fram á
árinu 2014.“
Sun Hat, Selected by Bility, Raise
a Flag og Yulia hlutu verðlaunin að
þessu sinni, í flokkunum vara árs-
ins, vörulína ársins, verkefni ársins
og tískuhönnun ársins.
Sun Hat er vara ársins en það er
litskrúðugt höfuðfat frá Vík Prjóns-
dóttur. Selected by Bility frá hönn-
unarstofunni Bility er vörulína árs-
ins. Raise a Flag er verkefni ársins
en það vann Hörður Lárusson un
aldarafmæli íslenska fánans. Sýn-
ingin Yulia eftir Hildi Yeoman vann í
flokki tískuhönnunar ársins en sýn-
ingin var í Hafnarhúsinu á Hönn-
unarMarsi 2014. Vert er að geta
þess í lokin að Tímaritið Reykjavík
Grapevine hefur verið gefið út
sleitulaust allar götur síðan 2003
og er næsta hefti blaðsins, apr-
ílheftið, númer 200 í röð útgefinna
blaða.
Hönnunarverðlaun Grapevine
Ljósmynd/Eyþór Árnason
Verðlaun Hönnunarverðlaun Reykja-
vík Grapevine voru afhent fyrir helgi.
Myndarlegir
verðlaunahafar
Tilboðsverð
3.997
Leðurskór
Verð áður 7.995
Stærðir 36–41
Kíktu á verðið
Tilboðsverð
4.497
Leðurskór
Verð áður 8.995
Stærðir 36–42
SMÁRALIND • 2 HÆÐ
SÍMI 571 3210