Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015
Í gegnum nálaraugað? Össur Skarphéðinsson var íbygginn á svip í alþingissal þegar tekist var á um lýðræðið, fyrir neðan hann er taflan sem birtir niðurstöðu atkvæðagreiðslu þingmanna.
Kristinn
Þegar jafnaðarkonan
Jóhanna Sigurðar-
dóttir varð forsætis-
ráðherra eftir hrunið
með stuðningi erki-
fjanda síns, Steingríms
J., setti hún í forgang
mál, sem ekkert komu
við velferð almennings
í landinu og ekki voru
til þess fallin að leiða
þjóðina út úr ógöngum
efnahagshrunsins. Þá
varð fyrst að koma Davíð Odds-
syni út úr Seðlabankanum og setja
þar húskarl hennar í staðinn. Síð-
an varð að þröngva Icesave-
skuldbindingum Landsbankans
upp á þjóðina með Steingrím J.
sem verkstjóra og gamlan félaga
hans úr kommúnistaliðinu sem
samningamann við þrautreynda
samningamenn
breska heimsveld-
isins. Það fór eins og
það hlaut að fara. Þá
ætlaði Jóhanna að
henda stjórnarskrá
lýðveldisins og láta
semja nýja, sem hún
skyldi færa þjóðinni
og var samin af sjálf-
kjörnum sérvitr-
ingum, sem höfðu
ekkert vit á hvað
stjórnarskrá er. Það
fór eins og það fór.
Fleira má telja til og
hefur verið gert en verður ekki
gert í þessum greinarstúf.
Árangur alls þessa varð sá að
sundra þjóðinni og blása í glæður
ósamlyndis milli fólksins í landinu
og stjórnmálamanna. Jóhönnu Sig-
urðardóttur verður lengi minnst
fyrir það. Þá varð þetta einnig til
þess að nú komst fólk til áhrifa í
sveitarstjórnum sem í besta falli
hagaði sér eins og fífl og á Alþingi
flokkar og flokksbrot, sem gera öll
störf Alþingis erfiðari með utan-
dagskrárumræðum fólks sem hefur
misst sjónar á löggjafarhlutverki
þingsins í rifrildisáráttu sinni.
Einn nýi flokkurinn er útibú frá
Samfylkingunni og berst fyrir því
helst að formaður hans komist til
metorða. Kapteinn annars flokks-
ins berst helst fyrir því að fræg-
asti skjalaþjófur samtímans verði
hafinn til skýjanna og helst gerður
að íslenskum ríkisborgara.
Kóróna Jóhönnu og Steingríms
J. í vitleysunni er þó ESB-málið.
Eftir skýlausa yfirlýsingu Stein-
gríms um að aldrei yrði sótt um
aðild leysti hann þann ágreining
við Jóhönnu með því að þiggja ráð-
herrastól. Fólkið í landinu og
minnihluti á Alþingi vildi fá að
segja sitt en það var ekki hægt
þar sem Jóhanna og Steingrímur
J. vissu að þá myndi barnið fæðast
andvana, eins og reyndar var til
stofnað.
Nú var kjósendum sagt að Öss-
ur væri að kíkja í pakkann, en
ESB-menn sögðu að ekkert yrði
kíkt nema Íslendingar gerðu sér
grein fyrir því að umsókn um aðild
leiddi til aðildar þegar við hefðum
lagað okkar regluverk að þeirra
tilskipunum á öllum sviðum, sér-
staklega í sjávarútvegi og landbún-
aði. Áfram var haldið á þeirri
braut, þar til komið var að sjávar-
útvegs- og landbúnaðarmálunum.
Þá gafst Össur upp og sá þann
kost vænstan að fresta þeim um-
ræðum fram yfir kosningar, enda
ljóst að umræða um þau mál yrði
Samfylkingu ekki til framdráttar í
kosningunum.
Ný ríkisstjórn hefur nú gert
ráðstafanir til að binda enda á
ESB-vitleysuna og hefði betur
gert það fyrr. Deila má um aðferð-
ina en ekki tilganginn. Þá bregður
svo við að yfirlýstir andstæðingar
ESB-aðildar fara á límingunum og
ganga til liðs við Samfylkinguna og
útibú hennar með upphrópunum
um þjóðarvilja og aðkomu Alþingis
þegar vitað er að þjóðarvilji og
meiri hluti þingmanna er andvígur
ESB-aðild. Tveir úr þessu liði hafa
þó sýnt þau heilindi að hrósa rík-
isstjórninni fyrir framtak hennar,
Jón Bjarnason úr Vinstri grænum,
sem hrakinn var úr ráðherrastóli
fyrir andstöðu sína við málið, og
Hjörleifur Guttormsson sem alltaf
hefur verið heill í málinu.
Betur færi á því að fleiri tækju
sér þá til fyrirmyndar.
Eftir Axel
Kristjánsson » Síðan varð að
þröngva Icesave-
skuldbindingum Lands-
bankans upp á þjóðina
með Steingrím J. sem
verkstjóra.
Axel
Kristjánsson
Höfundur er lögmaður.
ESB-blekkingar samfylkingarmanna
Spænski stjórnlaga-
dómstóllinn hefur kom-
ist að þeirri niðurstöðu
að lög um þjóðar-
atkvæðagreiðslur, sem
samþykkt voru á liðnu
ári af þingi Katalóníu,
standist ekki stjórn-
arskrána. Lögin voru
samþykkt með atkvæð-
um 106 þingmanna
gegn aðeins 28 og er
það til vitnis um hve
víðtækur pólitískur og almennur
stuðningur er fyrir lögunum, sem
gerðu ríkisstjórninni kleift að leita
ráðgefandi álits almennings um
hvers kyns málefni. Með tilkomu lag-
anna vonaðist katalónska ríkis-
stjórnin til þess að efna til atkvæða-
greiðslu um pólitíska framtíð
Katalóníu og átti hún að fara fram
hinn 9. nóvember 2014.
Þegar spænska ríkisstjórnin vísaði
málinu til dómstóla í fyrra neydd-
umst við til að leita annarra leiða til
að ráðfæra okkur við almenning og
fundum við málinu far-
veg með annars konar
þátttökulýðræði. Fyrir
vikið tjáðu ríflega 2,3
milljónir kjósenda
skoðun sína í kjörklef-
anum um pólitíska
framtíð Katalóníu, 9.
nóvember í fyrra. Rétt
eins og ógjörningur er
að stýra sjávarföllunum
er sömuleiðis ógjörn-
ingur að halda aftur af
lýðræðinu og hinn 9.
nóvember sýndum við
það í verki með kosningum sem fóru
fram í eins mikilli friðsæld og spekt
og hugsast getur.
Þrátt fyrir að þetta hafi þegar orð-
ið að veruleika fyrir þremur mán-
uðum telur stjórnlagadómstóllinn nú
að ekki sé við hæfi að spyrja almenna
borgara álits um málefni sem þá
varða, jafnvel þótt ráðgjöfin sé ekki
lagalega bindandi. Þetta rennir stoð-
um undir málflutning þeirra sem
telja lýðræði á Spáni vera veikburða
og vanþróaðra en annarra evrópska
lýðæðisríkja. Enginn vafi er á því að
sá skortur á lýðræðishefðum sem
Spánn hefur mátt búa við undanfarin
200 ár hefur getið af sér stjórnmála-
menningu sem grefur undan þrí-
greiningu ríkisvaldsins.
Niðurstaða dómsins kom því eng-
um á óvart, eða í það minnsta ekki
meirihluta íbúa Katalóníu. Það er
langt um liðið síðan stjórnlagadóm-
stóll Spánar glataði trúverðugleika
sínum sem hlutlaust úrskurðarvald
og tók sér hlutverk sem er mun
fremur pólitískt en réttarfarslegt.
Við skulum ekki gleyma því að nú-
verandi forseti dómsins var áður
meðlimur í Lýðflokki forsætisráð-
herrans Mariano Rajoy, sem vekur
réttmætan vafa um hlutleysi hans
þegar kemur að því að skera úr um
pólitísk ágreiningsmál.
Hvað svo sem því líður þá mun
hvorki dómsniðurstaðan né nokkur
önnur ákvörðun spænskra stjórn-
valda brjóta á bak aftur vilja Kata-
lóna til að ákvarða eigin framtíð með
frjálsum og lýðræðislegum hætti.
Hinn 27. september munu katalónsk-
ir kjósendur velja næsta þing Kata-
lóníu. Í fyrsta sinn síðan 1980 verða
þessar kosningar nú með sérstæðum
hætti, því þær munu óneitanlega
hafa á sér brag þjóðaratkvæða-
greiðslu. Þar sem ríkisstjórn og dóm-
stólar Spánar hafa hindrað eðlilegan
framgang skipulagðrar þjóðar-
atkvæðagreiðslu, líkt og fram fór af
gagnkvæmri virðingu í bæði Kanada
og Bretlandi, þá höfum við Katalónar
ekki annan kost en að nota þingkosn-
ingar sem aðferð til að kanna hvort
nægjanlegur stuðningur sé meðal al-
mennings fyrir því að koma á fót
katalónsku ríki. Þeir stjórnmála-
flokkar sem styðja þann möguleika
munu tilgreina það með skilmerki-
legum hætti í öllu framboðsefni sínu
svo hægt sé að mæla hve mikill
stuðningur við málið er. Sýni nið-
urstaðan fram á ótvíræðan stuðning
við sjálfstæða Katalóníu, þá mun ný
ríkisstjórn hafa lýðræðislegt umboð
sem þarf að framfylgja. Við munum
þá leggja lokahönd á undirbúning
þeirra innviða sem nauðsynlegir eru
til að tryggja að slík umskipti geti
orðið með eðlilegum hætti og von-
umst til að semja við spænsku rík-
isstjórnina sem og Evrópusam-
bandið um tímaramma og skilyrði
fyrir því að stofna nýtt Evrópuríki,
sé það eindreginn vilji íbúa Katalón-
íu.
Þetta framtíðarríki Katalóníu mun
hafa fullan hug á því að vera áfram
hluti af Evrópusambandinu og mun
vera traustur og áreiðanlegur sam-
starfsaðili evrópskra ríkisstjórna og
opinberra stofnana. Katalónar hafa
lengið verið ákafir talsmenn Evrópu-
sambandsins. Einmitt í því ljósi er
fáránlegt að þeir séu sakaðir um að
vilja reisa múra aðskilnaðar. Þvert á
móti vilja Katalónar tilheyra sterkri
og sameinaðri Evrópu, en að feng-
inni sömu viðurkenningu á fullveldi
og önnur Evrópuríki njóta – ríki sem
sum hver sambærileg eða jafnvel
smærri en Katalónía hvað varðar
mannfjölda og verga landsfram-
leiðslu.
Eftir Artur Mas »Enginn vafi er á því
að sá skortur á lýð-
ræðishefðum sem
Spánn hefur mátt búa
við undanfarin 200 ár
hefur getið af sér stjórn-
málamenningu sem
grefur undan þrígrein-
ingu ríkisvaldsins.
Artur Mas
Höfundur er forseti ríkisstjórnar
Katalóníu.
Lýðræðið hefur yfirhöndina