Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2015næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Kristinn Úr verslun Krónunnar í Grafarholti Matarsóun kostar neytendur háar fjárhæðir á hverju ári. við pökkum. Það er jafnvel pakkað fjórum sinnum á dag. Viðskiptavinir geta líka óskað eftir því að skammtar séu minnkaðir. Það sama á við um ávexti og grænmeti, að þær vörur eru seldar á afslætti þegar þær eru að renna út,“ segir Jón sem telur það myndu draga úr förgun kjúklinga- kjöts ef birgjar kæmu oftar við í verslunum Krónunnar. Það feli í sér áskorun í dreifingu sem þurfi að leysa. Krónan selji mun minna af ferskum fiski en kjöti. Jón áætlar að verslanir Krón- unnar hendi nú eða skili 1-3% af öllu grænmeti og ávöxtum sem þangað koma. Hlutfallið virðist kannski ekki hátt en magnið sé mikið. Hann segir það munu færast í vöxt í verslunum Krónunnar að vörur sem nálgast síð- asta söludag verði seldar á afslætti. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins kemur fram að í fyrra voru starfandi um 180 dagvöruverslanir á Íslandi. Velta þeirra vegna sölu á dagvöru er áætluð um 130 milljarðar. Undir dagvöru heyra matvörur og ýmsar vörur til heimilisins. Hlutur matvara þar af er 80-90%. Samkvæmt heim- ildum blaðsins má ætla að hlutur ferskra vara af matvöru sé yfir 50%. Því voru seldar ferskar matvörur fyrir yfir 50 milljarða í fyrra og jafn- gildir 1% af því hálfum milljarði. Hleypur á nokkrum prósentum Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir fyrirtækið leggja áherslu á að lágmarka matarsóun í verslunum Bónuss og Hagkaupa. Verð á ferskri vöru – kjöti og fiski og ávöxtum og grænmeti – sé í mörgum tilfellum lækkað á síðasta söludegi. Slíkar lækkanir eigi ekki við vörur með langan líftíma, eins og þurrvörur, enda sé vandamálið mun minna þar. „Ég tek undir að þetta skiptir máli. Ég held hins vegar að þær tölur sem eru á sveimi séu ekki sannleikanum samkvæmar. Rætt hefur verið um að matarsóunin hlaupi á tugum pró- senta í verslunum. Það er ekki rétt. Þetta er lítið hlutfall. Það hleypur á nokkrum prósentum hjá okkur. Hvað varðar okkur hjá Högum vinnum við að því að lágmarka sóun. Við munum kynna verkefni í þessa veru fljótlega. Með því verður gengið lengra í því að lækka verulega verð á vörum sem eru að nálgast dagsetn- ingu. Bónus hefur gengið hvað lengst í þessu. Annars vegar með því að selja svonefnda matarávexti og hins vegar með því að lækka verð á kjöti sem er komið á dagsetningu. Rýrnun í þurrvöru er lítil sem engin hjá Hög- um. Fyrir tveimur árum sendi Bónus bréf til birgja í kjöti og lagði til að öll vöruskil yrðu lögð af. Það var enginn birgir tilbúinn í það. Þeir kvarta yfir okkar hegðun en vilja samt ekki breyta fyrirkomulaginu.“ Verslanir henda miklu af mat  Kjarnafæði hendir árlega 20-25 tonnum af kjöti vegna endursendinga úr búðum  Á við 40 þúsund skinkubréf  Krónan hendir 1-3% af grænmeti og ávöxtum í búðunum  Forstjóri Haga boðar átak BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ár hvert er fargað matvælum úr matvöruverslunum á Íslandi fyrir minnst hundruð milljóna króna. Þetta má ráða af svörum fulltrúa matvöruframleiðenda og stærstu matvöruverslana en tilefnið er sú niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að matarsóun hækki vöruverð. Eiður Gunnlaugsson, stjórnar- formaður Kjarnafæðis, segir „að só- un matvæla sé of mikil á Íslandi sem og í mörgum vestrænum ríkjum“. Fyrirtæki hans hendi um 20-25 tonnum af kjöti á ári en það jafn- gildir til dæmis allt að 40 þúsund 600 gramma skinkupakkningum. „Ég velti því fyrir mér hvort það væri skynsamlegt að hafa afslátt- arhorn í verslunum með vörum á miklum afslætti sem eru að renna út. Þá væri hægt að selja vörurnar í stað þess að farga þeim. Í flestum til- vikum eru þetta fínustu matvæli. Vörurnar koma aftur til okkar og við þurfum að farga þeim. Það fylgir þessu auk þess mikill kostnaður og vinna fyrir mitt starfsfólk,“ segir Eiður og bendir á að allir þurfa að líta sér nær; ræktendur, framleið- endur, verslanir og neytendur. Tilboð geta leitt til sóunar „Íslendingar eru kröfuharðir þeg- ar tilboðsvörur eru annars vegar. Það þarf alltaf að vera nóg til. Þetta getur leitt til sóunar vegna þess að verslanir hafa frekar of mikið af vör- unni en of lítið. Erlendis er hins veg- ar oft tilgreint að tilboð gildi meðan birgðir endast. Allir þurfa að vinna í að snúa þessari þróun við og okkar innlegg til þess er að minnka magn í sölueiningum. Það er gert til að reyna að minnka sóunina.“ Jón Björnsson, forstjóri Kaupáss, segir verð á innpökkuðu lamba-, nauta- og svínakjöti í Krónunni lækka er síðasti söludagur nálgast. „Við erum með kjötvinnslu í búð- unum og getum því stillt því af hvað 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015 Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir vöruskil kosta fyrirtækið um 100 milljónir á ári. „Það er verið að sóa gríðarlegum fjármunum. Ætli það sé ekki 1,5-2% af sölunni hjá okkur á kælivörum til verslana. Mestu skilin eru á vörum með sveiflukennda sölu og geymslu- þolið í styttra lagi. Þar má taka sem dæmi grillkjöt á sumrin, kryddað kjöt og óselda jólavöru, hamborgar- hrygg og hangikjöt. Þetta eru flokk- arnir sem eru hæstir í skilum,“ segir Steinþór sem telur að með því að fá undanþágu frá 15. grein samkeppn- islaga, sem bannar samráð framleið- enda og smásöluaðila, megi auðvelda sölu á vörum sem nálgast síðasta söludag. En á það er bent í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins um dagvörumarkaðinn að einhliða skilaréttur hvíli á birgjum. Að verslanir geti skilað og fengið endurgreiddar vörur sem ekki seljast fyrir síðasta ráðlagða söludag. Verslanir vilja alltaf hafa allar hillur fullar Steinþór telur þetta fyrirkomulag óeðlilegt. „Í flestum tilfellum taka framleiðendur vörur til baka og bera því kostnaðinn af vöruskilum. Þetta er í sjálfu sér mjög óeðlilegt fyrirkomulag en er eitthvað sem hefur mótast hér en er ekki þekkt í öðrum löndum svo ég viti til. Möguleiki verslana á að skila vörum á kostnað framleiðanda orsakar að verslanir hugsa lítið um þennan þátt. Vilja hafa allar hillur alltaf fullar, sem óhjákvæmilega eykur skil. En stór hluti skila liggur í vinnubrögðum,“ segir Steinþór. „Við sjáum svipaðar verslanir innan sömu keðju þar sem getur verið þrefaldur munur á skilum eftir því hvernig staðið er að verki. Þegar verslunin getur velt kostnaðinum á framleiðandann mun hún ekki taka á sig lækkun í lok sölutíma ef hún þarf þess ekki. Versl- unin er væntanlega fylgjandi því að lækka vöruverð en hún vill hins vegar ekki að kostnaðurinn lendi á sér. Hún vill að kostnaður lendi á framleiðandanum eins og áður. Ef framleiðandinn er farinn að taka þátt í verð- lækkun verslunar við lok sölutíma er hann farinn að skipta sér af smásöluverði, sem er bannað. Til að hægt sé að gera þetta þarf undanþágu, í því skyni að minnka matarsóun og draga úr kostnaði sem óhjákvæmilega hækkar vöruverð. Ég hef til að mynda átt fund með Samkeppniseftirlitinu um einmitt þetta atriði. Það er grátlegt að horfa upp á matvælum hent og verðmætum sóað. Eftirlitið hefur tekið jákvætt í að gera breytingar til að draga úr sóun sem stuðlar að lækkun vöruverðs. Slíkar undanþágur myndu væntanlega líka gilda fyrir þá sem á eftir kæmu.“ Fráleitt að ekki megi gefa útrunna vöru Steinþór gagnrýnir að ekki megi gefa útrunna vöru. „Hér er hent miklu af pakkavöru og þurrvöru á sama tíma og margir nánast svelta. Ég tel fráleitt – eins og gert var að grýlu í tilteknum fjölmiðlum fyrir nokkrum árum – að ekki mega gefa vöru eins og morgunkorn, kex og aðrar pakkavörur, þótt hún sé útrunnin. Þessi vara getur verið í fullkomnu lagi. Það er aldrei spurn- ing um að slík vara verði hættuleg. En það má ekki gefa slíka vöru heldur á að henda henni. Það er auðvit- að fráleitt sjónarmið og þarf endurskoðun frá heil- brigðiseftirlitinu um reglur sem um þetta gilda.“ „Það er verið að sóa gríðarlegum fjármunum“  Forstjóri SS segir sumar verslanir hirða lítt um sóunina Steinþór Skúlason 70 dómar í Hæstarétti – er enn verið að bíða dómafordæma? STAÐA ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA VEGNA GENGISLÁNA Sjö ár eru nú liðin frá efnahagshruninu en við það gjörbreyttist rekstrar- grundvöllur fjölda fyrirtækja þegar lán þeirra tvöfölduðust. Dæmt hefur verið í 70 málum vegna gengislána fyrir Hæstarétti þar sem hundruð milljarða eru undir en fjöldi fyrirtækja bíður enn afgreiðslu sinna mála. Hópur sérfræðinga hefur unnið að því að taka saman helstu stærðir og staðreyndir varðandi stöðu íslenskra fyrirtækja og niðurstöðu dóma vegna gengislána. Niðurstöður þeirrar vinnu verða kynntar á fundinum. Dagskrá opins félagsfundar FA: Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Bera allir sömu byrðar? Umfang gengislánanna og þróun dóma um þau Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness Biðin langa – Reynslusaga fyrirtækis með gengislán Morgunverðarfundur föstudaginn 20. mars kl. 8.30 Skráning á vef FA, atvinnurekendur.isPIP A R\ TB W A Fundurinn verður haldinn í fundarsal Félags atvinnurekenda á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, og hefst kl. 8:30. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Léttur morgunverður í boði. 10. grein samkeppn- islaga bann- ar samráð á milli keppi- nauta á sama sölu- stigi. Sam- ráðið getur hins vegar líka verið lóðrétt, þ.e.a.s. milli verslana og fram- leiðenda/birgja. Samkeppnis- eftirlitið getur heimilað undan- þágu frá þessu banni á grund- velli 15. gr. laganna, til að tryggja almannahagsmuni. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri eftirlitsins, segir eftirlitið beina því til fyrirtækja á dagvöru- markaði að endurskoða skila- rétt dagvöruverslana til birgja. „Við teljum að skilarétturinn hafi dregið úr hvata fyrir dag- vöruverslanir til að hafa sína eigin birgðastýringu og gæta þess að vörur seljist fyrir síð- asta söludag. Þetta hefur ýtt undir sóun og verið til þess fall- ið að hækka verð. Við hvetjum því aðila til að gera breytingar á samningsákvæðum um skilarétt þannig að ábyrgðin færist í rík- ari mæli til dagvöruverslana. Við erum jafnframt reiðubúin að skoða hugsanlegar undanþágur frá samkeppnislögum, þ.e.a.s. undanþágur frá banni við því að keppinautar eða viðskiptaaðilar hafi einhvers konar samstarf í þessa veru. Þá erum við t.d. að vísa til samstarfs sem gæti auð- veldað þessa breytingu,“ segir Páll Gunnar Pálsson. Skilaréttur eykur sóun SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ Páll Gunnar Pálsson

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 64. tölublað (17.03.2015)
https://timarit.is/issue/382175

Tengja á þessa síðu: 6
https://timarit.is/page/6336670

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

64. tölublað (17.03.2015)

Aðgerðir: