Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 39
Minnisvarði 16 elskendur lögðu í Minnisvarða upp með að skoða sjónarspilið, ástina og samfélög mannanna.
AF LISTUM
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Grunnhugmyndin að upp-færslu sviðslistahópsins 16elskenda að verkinu Minn-
isvarði, sem frumsýnt var í Tjarn-
arbíói fyrir skemmstu, er áhuga-
verð. Hugmyndin byggist á
meistararitgerð Karls Ágústs Þor-
bergssonar, listræns stjórnanda sýn-
ingarinnar, og snýr að því að skoða
mikilvægi sjónarspilsins innan nú-
tímasamfélagsins þar sem hvers-
dagslegt líf einstaklingsins er gert
að stórfenglegu sjónarspili.
Uppsetningin hópsins var í
þremur hlutum. Í fyrsta hluta var
áhorfendum boðið að sitja í borða-
skreyttri stúku á efri svölum leik-
hússins og horfa á leikhópinn fram-
kalla fyrst alls kyns búkhljóð og
síðan ýmis konar danshreyfingar
undir dynjandi tónlist Gunnars Kar-
els Mássonar sem var óheyrilega
hátt stillt. Á miðju sviði var sex-
hyrndur gripur úr smiðju Brynju
Björnsdóttur sem minnti á silfurlitt
geimfar. Leikhópurinn sem saman-
stendur af Aðalbjörgu Árnadóttur,
Brynju Björnsdóttur, Davíð Frey
Þórunnarsyni, Evu Rún Snorradótt-
ur, Gunnari Karel Mássyni, Karli
Ágústi Þorbergssyni, Ragnari Ísleifi
Bragasyni og Sögu Sigurðardóttur,
klæddist allur sama einkennisbún-
ingnum, gráum jogginggalla með
gylltu lógói og hvítum strigaskóm.
Undir lok fyrsta hlutans sem
fluttur var nær alfarið án tals sagði
einn þátttakenda áhorfendum frá
tilurð gyllta hljóm- og mynddisksins
sem sendur var með geimförunum
Voyager I og II árið 1977 með marg-
Verk í vinnslu
víslegum upplýsingum um jörðina
og íbúa þess. Upplýsingunum var
safnað saman undir forystu stjörnu-
fræðingsins Carls Sagan, en rifjað
var upp ástarsamband hans við einn
vísindamannanna sem leiddi til þess
að upptaka á heilabylgjum ástkonu
Sagan voru sendar út í geim. Í ljósi
framangreindra upplýsingar var
freistandi að sjá dansgjörning hóps-
ins sem hliðstæðu við þær brota-
kenndu upplýsingar sem lífverum á
öðrum hnöttum var boðið upp á hafi
gyllti diskurinn einhvern tímann
ratað í hendur einhvers sem gat spil-
að hann.
Samruni áhorfenda og leikara
Í framhaldinu var áhorfendum
boðið að færa sig niður á sviðið þar
sem annar þáttur fór fram. Þar gafst
leikhúsgestum færi á að fylgjast
með fimm sjálfboðaliðum úr eigin
röðum, íklæddum búningum úr
smiðju Unu Stígsdóttur, endurtaka
texta og fara eftir fyrirmælum sem
lesin voru fyrir þau í gegnum snigil
sem þau voru með í eyranu. Sjálf-
boðaliðarnir fimm stóðu sig prýði-
lega en áttu stundum eðlilega erfitt
með að halda andlitinu og taka ekki
undir hlátur áhorfenda.
Textinn sem þau endurtóku eft-
ir forskrift snerist um ómerkilegar
hversdagslegar athafnir, sem virk-
uðu samhengisins vegna upphafnar.
Í löngum þögnum milli þess sem rep-
likkur féllu mátti heyra óm af kom-
andi leiktexta úr öðru rými leikhúss-
ins sem sjálfboðaliðarnir endurtók
síðan stuttu síðar. Þessi endurtekn-
ing varð nokkuð þreytandi til lengd-
ar. Markmiðið var vafalítið að láta
leikendur og áhorfendur renna sam-
an í eitt, en slíkur samruni þarf hins
vegar að hafa skýran tilgang.
Þriðji þátturinn fól í sér upp-
lestur á tölvupóstsamskiptum Hlyns
Páls Pálssonar, framkvæmdastjóra
16 elskenda, við fulltrúa Ríkis-
útvarpsins og snerist um þá ósk
sviðslistahópsins að fá afnot af sendi
RÚV til að varpa sýningunni út í
geim, en samskiptin voru býsna
fyndin. Í framhaldinu tók við nokk-
urra mínútna „útsending“ sem kall-
aði á þögul viðbrögð viðstaddra og
bauð upp á stutta stund til íhugunar.
Að lokum bauðst viðstöddum að end-
urfæðast með táknrænum hætti.
Óhætt er að segja að Minnis-
varði sé afar tilraunakennd sýning
þar sem mörk hefðbundinnar leik-
sýningar eru máð. Boðið var upp á
viðburð sem hægt væri að kalla
dansleikhús, rannsóknarleikhús, til-
raunaleikhús eða gjörning. Þetta er
ekki sýning fyrir þá sem vilja hefð-
bundið leikhús með fyrirfram skrif-
uðu handriti með upphafi, miðju og
endi. Viðburðurinn var á margan
hátt forvitnilegur og fyndinn, en
hins vegar virtist sem sviðslistahóp-
urinn væri enn á hugmyndastigi og
ætti eftir að fullvinna sýninguna sem
til stóð að gera.
» Viðburðurinn var á margan hátt forvitnilegurog fyndinn, en hins vegar virtist sem sviðs-
listahópurinn væri enn á hugmyndastigi og ætti
eftir að fullvinna sýninguna sem til stóð að gera.
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015
Hljómsveitin
Reykjavík
Swing Project
leikur í kvöld kl.
20.30 á djass-
kvöldi KEX hos-
tel, Skúlagötu
28. Hljómsveitin
er skipuð Dan
Cassidy sem
leikur á fiðlu,
Gunnari Hilm-
arssyni og Jóhanni Guðmundssyni
á gítara og Leifi Gunnarssyni á
kontrabassa.
Reykjavík Swing Project er ný-
leg hljómsveit en meðlimir henn-
ar þó engir nýgræðingar í ís-
lensku tónlistarlífi. Hljómsveitin
sérhæfir sig í tónlist sem var vin-
sæl á millistríðsárunum í París og
var einkum leikin af Django Rein-
hardt og Stephane Grappelli, eins
og segir í tilkynningu.
Aðgangur að tónleikunum í
kvöld er ókeypis.
Reykjavík Swing
Project á KEX
Dan Cassidy
Selló og harpa munu hljóma saman
í Hljóðbergi, tónleikasal Hannesar-
holts, annað kvöld kl. 20. Gunnar
Kvaran sellóleikari og Elísabet
Waage hörpuleikari munu leika
tónverk eftir m.a. Couperin, Schu-
bert og Boccherini. „Hugljúf lög
eins og „Svaninn“ eftir Saint-Saëns
og „Nótt“ Árna Thorsteinssonar en
einnig menúett, spænskan dans,
elddans og tarantellu. Ennfremur
munu þau flytja „Visions fugitives“,
sérlega áhrifamikla og fallega tón-
smíð sem John Speight samdi fyrir
dúóið,“ segir m.a. í tilkynningu. Þar
kemur fram að Gunnar og Elísabet
munu kynna efnisskránna á milli
atriða.
Selló og harpa í Hannesarholti
Dúó Gunnar Kvaran sellóleikari og Elísabet Waage hörpuleikari.
Tríó píanóleikarans Ástvaldar
Zenki Traustasonar leikur á tón-
leikum djassklúbbsins Múlans í
kvöld kl. 21 á Björtuloftum í Hörpu.
Tríóið mun leika tónlist af geisla-
diski Ástvaldar, Hljóð, sem kom út í
nóvember í fyrra. Með Ástvaldi
leika Birgir Bragason kontrabassa-
leikari og Matthías MD Hemstock
trommuleikari. „Sem Zen prestur
hefur Ástvaldur Zenki orðið fyrir
miklum áhrifum frá Zen listum þar
sem bent er á innsta eðli hlutanna á
sem einfaldastan hátt. Tónlistin er
einlæg í einfaldleik sínum og býður
hlustandanum að líta inn á við og
sameinast andránni. Tónsmíðarnar
eiga sér sterkar rætur í djasshefð-
inni og eru um leið skapandi og
óþvingaðar; seiðandi lýrik og flæð-
andi rytmi,“ segir í tilkynningu.
Tríó á Björtuloftum
Hljóð Tríó Ástvaldar Zenki Traustasonar.
:
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 16 mánudaginn 23. mars.
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
SÉRBLAÐ
Páskablaðið
Stórglæsilegt
páskablað fylgir
Morgunblaðinu
föstudaginn
27. mars
Matur, ferðalög, skreytingar
og viðburðir um páskana
verðameðal efnis í blaðinu
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Þri 17/3 kl. 19:00 aukas. Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Fim 30/4 kl. 19:00
Mið 18/3 kl. 19:00 7.k. Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Sun 3/5 kl. 19:00
Fim 19/3 kl. 19:00 8.k. Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Þri 5/5 kl. 19:00
Fös 20/3 kl. 19:00 aukas. Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Mið 6/5 kl. 19:00
Sun 22/3 kl. 19:00 9.k Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Fim 7/5 kl. 19:00
Fim 26/3 kl. 19:00 aukas. Mið 22/4 kl. 19:00 Fös 8/5 kl. 19:00
Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Fim 23/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00
Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Fös 24/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00
Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Sun 26/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00
Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Mið 29/4 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 21/3 kl. 13:00 Lau 11/4 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 13:00
Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00
Lau 28/3 kl. 13:00 Lau 18/4 kl. 13:00
Sun 29/3 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00
Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið
Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið)
Fös 20/3 kl. 20:00 Frums. Þri 14/4 kl. 20:00 aukas. Sun 3/5 kl. 20:00 17.k
Sun 22/3 kl. 20:00 2.k Mið 15/4 kl. 20:00 9.k Mið 6/5 kl. 20:00 aukas.
Þri 24/3 kl. 20:00 aukas. Fim 16/4 kl. 20:00 10.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k
Mið 25/3 kl. 20:00 aukas. Fös 17/4 kl. 20:00 11.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k
Fim 26/3 kl. 20:00 3.k. Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Lau 9/5 kl. 20:00 20.k.
Fös 27/3 kl. 20:00 4.k. Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k
Sun 29/3 kl. 20:00 aukas. Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Þri 12/5 kl. 20:00 aukas.
Mið 8/4 kl. 20:00 5.k. Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Mið 13/5 kl. 20:00 22.k.
Fim 9/4 kl. 20:00 6.k. Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k.
Lau 11/4 kl. 20:00 7.k. Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Fös 15/5 kl. 20:00 aukas.
Sun 12/4 kl. 20:00 8.k. Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Sun 17/5 kl. 20:00
Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Þri 17/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00
Lau 21/3 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00
Þri 24/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00
Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni
Beint í æð (Stóra sviðið)
Lau 21/3 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00
Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00
Sprenghlægilegur farsi
Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.