Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar Næg bílastæði ERFIDRYKKJUR Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Ökumenn sem keyra um götur höfuðborgarsvæðisins kvarta undan slæmum vegum nú þegar snjórinn er að hverfa. Ein skýringin á öllum hol- unum gæti verið að malbiksfram- leiðsla er ekki nema brot af því sem var þegar mest var. „Líklegt er að það hafi vantað 50 þúsund tonn af malbiki á hverju ári 6 ár í röð,“ segir Sigþór Sigurðsson, forstjóri fyrir- tækisins Hlaðbær-Colas sem er með um helmingsmarkaðshlutdeild. Sigþór tók þátt í umræðum um framleiðni á síðasta Iðnþingi þar sem hann sýndi hvaða aðstæður byggingariðnaðurinn stendur frammi fyrir í efnahagssveiflum sem hafa orðið síðustu áratugina. 165 þúsund tonn í 32 þúsund „Stóra vandamálið í rekstri fyrir- tækja á Íslandi er þessi gríðarlegi óstöðugleiki. Við gætum verið með mikla framleiðni og ekki eftirbátar annarra þjóða ef við byggjum við stöðugleika í efnahagsumhverfinu,“ segir Sigþór. Það vantar mikið upp á að Ísland nái sambærilegri fram- leiðni og önnur ríki OECD en fram- leiðnin er mæld sem landsfram- leiðsla á hverja unna vinnustund. Hann nefnir sem dæmi um sveiflurn- ar þegar fyrirtæki hans þurfti að glíma við 75% samdrátt þegar eft- irspurnin eftir malbiki hrundi úr því að vera 165 þúsund tonn þegar best var og hrapaði niður í 32 þúsund tonn árið 2010. „Það segir sig sjálft að það er ekki hægt að aðlaga fyr- irtækið nógu hratt. Það er ekki hægt að segja upp 75% af starfsfólkinu til að halda uppi framleiðninni í þessum sveiflum. Fyrirtækið er mörg ár að aðlagast eftir hrun og núna loksins erum við að rétta úr kútnum aftur.“ Sigþór segir fyrirtækin vera gagn- rýnd fyrir að halda ekki uppi fram- leiðni en það sé ómakleg gagnrýni. „Í þensluskeiðum er hægt að keyra upp framleiðnina. Það er tiltölulega ein- falt verkefni þegar mikið er að gera en þá er hægt að láta fyrirtækin af- kasta miklu meira. Þau eru að byggja sig upp í 2-3 ár á meðan þenslan er að ganga yfir en svo er bara heilmikið úrlausnarefni að kljást við þegar niðursveiflurnar skella á. Þetta er því mikil rússíban- areið sem fyrirtækin eru í,“ segir Sigþór og bætir við að þessi mikli óstöðugleiki sé Akkilesarhæll ís- lenskra fyrirtækja. Malbiksframleiðsla hrundi  Vantar líklega 300 þúsund tonn af malbiki á síðustu sex árum að mati forstjóra Hlaðbæjar-Colas  Ókleift að ná góðri framleiðni í miklum efnahagssveiflum 180.000 160.000 140.000 120.000 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 0 Malbiksframleiðsla Hlaðbæjar-Colas fyrir höfuðborgarsvæðið Heimild: Hlaðbær-Colas 2005 20122006 20132007 20142008 20152009 20162010 20172011 13 3. 50 4 15 6. 70 2 15 5. 70 7 16 4. 93 3 61 .3 23 31 .3 62 4 5. 74 6 57 .5 73 52 .0 42 6 4. 99 2 60 .0 0 0 65 .0 0 0 70 .0 0 0 bláæðalokanir, gláku og sykursýki. Fyrirtækið hefur þegar sett upp 27 tæki í fjórum heimsálfum. Árni Þór segir að Kína sé með átak í gangi í heilbrigðismálum. „Það eru um 100 milljónir manna með sykursýki og Kínverjar eru í öðru sæti á heimsvísu á eftir Ind- verjum. Við væntum þess að geta hjálpað í baráttunni við augn- sjúkdóma,“ segir hann. Kínverska fyrirtækið SIGM er 600 manna fyrirtæki með dreifingu á heilbrigðistækjum um allt Kína, þar á meðal Hong Kong og Macau. Með samningnum verður bæði sala og þjónusta á tækjum Oxymap í höndum starfsmanna SIGM. Hjá Oxymap starfa 6 manns. Árni Þór segir að hluti af því að ná samn- ingnum hafi verið vel heppnuð kynning á augnrannsóknartækinu sem fór fram á augnlæknaþingi í Sjanghæ í byrjun mars. Oxymap hefur gert umboðssamn- ing við fyrirtækið SIGM í Kína en með samningnum opnast mögu- leikar á frekari sölu augnrannsókn- artækja til Kína. „Þessi samningur styrkir stöðu okkar á kínverska markaðnum og höfum við miklar væntingar til hans. Við eigum von á að sala á tækjum eigi eftir að aukast verulega,“ segir Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri Oxy- map. Oxymap framleiðir tæki til augn- rannsókna sem mæla súrefnis- mettun í augnbotni og æðavídd. Tækin nýtast við augnrannsóknir og sjúkdómsgreiningu, m.a. varð- andi hrörnun í augnbotnum, Selja augnrannsóknartæki til Kína  Oxymap selur tæki í 4 heimsálfum Undirritun Árni Þór og Zou handsala samninginn í sendiráði Íslands í Peking. ● Félag atvinnurekenda fagnar í álykt- un útgáfu skýrslu Samkeppniseftirlits- ins um dagvörumarkaðinn. Félagið vill á grundvelli hennar beita sér fyrir virku samtali milli samkeppnisyfirvalda og heildsala innan sinna vébanda í því skyni að bregðast við athugasemdum sem þar koma fram um samskipti þeirra og dagvöruverslana. Þá tekur félagið undir það sem kemur fram í skýrslunni um að ríkisvaldið geti lagt meira af mörkum til að lækka verð á dagvöru í landinu. FA fagnar skýrslu um dagvörumarkaðinn ● Núverandi stjórn Vodafone (Fjar- skipta) er sjálfkjörin á aðalfundi fé- lagsins sem haldinn verður á fimmtu- daginn. Núverandi stjórnarmenn voru þeir einu sem buðu sig fram í aðdrag- anda aðalfundarins. Núverandi stjórn- arformaður félagsins er Heiðar Már Guðjónsson og varaformaður er Hildur Dungal. Ásamt þeim í stjórninni sitja Vilmundur Jósefsson, Hjörleifur Páls- son og Anna Guðný Aradóttir. Engar breytingar verða á stjórn Vodafone                                    !! "# "!"# !$$ $ "$ %% "  !$# &'()* (+(      ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 "! $! "" "$# $"$$ $ ## %#% "#! $#$ "# $$! "% "! !$ $#! "  %" " ! ! $ $! ● DAX-hlutabréfa- vísitalan í Þýska- landi rauf í gær 12.000 stiga múr- inn og hefur vísi- talan aldrei mælst hærri. Hlutabréfa- vísitölur hækkuðu almennt í Evrópu í gær, en auk DAX 30-vísitölunnar, sem hækkaði um 2,24%, fór CAC 40- vísitalan í Frakklandi upp um 1,01% og FTSE-vísitalan í Bretlandi hækkaði um 0,94%. Hækkanirnar má rekja til bjart- sýni vegna magnaðgerða Evrópska seðlabankans sem hófust í síðustu viku. Þýska DAX-vísitalan aldrei mælst hærri DAX Frá þýsku kauphöllinni. STUTTAR FRÉTTIR ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.