Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015
✝ Sigurbjörn JónÞórarinn Þor-
geirsson fæddist í
Reykjavík 27. ágúst
1931. Hann lést 18.
febrúar 2015 á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði.
Foreldrar hans
voru Þorgeir Guðni
Guðmundsson tré-
smiður, f. 2. sept-
ember 1903, d. 8.
febrúar 1994, og Þórunn Páls-
dóttir, f. 17. mars 1907, d. 30. maí
1993. Systir Sigurbjörns er El-
ísabet Þorgeirsdóttir, f. 28. októ-
ber 1940. Eiginmaður hennar er
Örn Norðdahl Magnússon, f. 1.
desember 1932.
Þann 4. september 1954
kvæntist Sigurbjörn eftirlifandi
1960 flutti hann reksturinn á
Tómasarhaga 46. Fjórum árum
síðar hóf hann starfsemi að Háa-
leitisbraut 58-60 þar sem hann
einnig rak skóverslun. Hann
framleiddi þar einnig um tíma
nokkrar skótegundir. Það var
hins vegar árið 1976 sem fyr-
irtækið flutti í sitt núverandi hús-
næði í verslunarhúsið Austurver
á Háaleitisbraut 68. Í dag er
reksturinn í höndum Jónínu og
Rúnars, dóttur og tengdasonar.
Sigurbjörn var ætíð mjög stór-
huga maður og fylgdist vel með
öllum tækninýjungum í starfi
sínu sem og á öðrum sviðum.
Hann starfaði mikið með Lands-
sambandi skósmiða og var þar
formaður um nokkurra ára
skeið. Hann sat einnig í próf-
nefnd skósmiða í lengri tíma.
Óhætt er að segja að stór hluti ís-
lenska skósmiða hafi á ein-
hverjum tíma starfað hjá Sig-
urbirni.
Útför Sigurbjörns fór fram í
kyrrþey 26. febrúar 2015 að hans
ósk.
eiginkonu sinni,
Þórunni Soffíu Páls-
dóttur, f. 6. febrúar
1932. Þau eignuðust
eina dóttur, Jónínu
Sigurbjörnsdóttur,
gift Gunnari Rúnari
Magnússyni. Þeirra
synir eru: 1) Bjarki,
f. 1982, kvæntur
Evu Maríu Guð-
mundsdóttur. Börn
þeirra eru Sólfríður
Lilja, f. 2012, og Matthías Þór, f.
2014. 2) Andri Gunnarsson, f.
1985, en maki hans er Christine
Pepke Pedersen.
Sigurbjörn lærði skósmíði hjá
Helga Þorvaldssyni skósmíða-
meistara. Árið 1956, aðeins 25
ára, opnaði hann sína fyrstu skó-
vinnustofu á Vesturgötu 24. Árið
Sigurbjörn, eða Diddi hennar
Dódóar eins og við kölluðum
hann, var í miklu uppáhaldi hjá
okkur systkinunum í Brekku-
gerði. Diddi var mjög barngóð-
ur og fannst gaman hvað við
vorum oft grandalaus þegar
hann var að gantast við okkur.
Við litum oft inn hjá honum og
Dódó á skóverkstæðinu þegar
það var á Vesturgötunni, og
fengum stundum að hjálpa til
við að sauma einfalda hluti á
fótstignu saumavélina eða
hjálpa til við að sópa gólf. Að
launum fengum við flösku af
Póló, sem var besti drykkur
sem hugsast gat í þá daga. Eitt
sinn fengu nokkur okkar systk-
inanna að leika í sjónvarpsaug-
lýsingu fyrir skóvinnustofuna
hans og það þótti okkur ekki
leiðinlegt, þrátt fyrir stutta
birtingu á skjánum.
Í okkar augum var Diddi
galdrakarl og afkomendur okk-
ar þekktu hann aðeins undir því
nafni. Hann gat tekið af sér
þumalfingurinn, hreyft eyrun
og látið hina ýmsu hluti hverfa
okkur sjónum alveg fyrirvara-
laust og enginn gat leikið þetta
eftir honum. Hann var líka í
raun alvöru galdrakarl.
Sem ungur maður var Diddi
mjög myndarlegur og féll Dódó
frænka okkar kylliflöt fyrir
honum. Ekki dró það úr aðdáun
hennar á þeim tíma að hann var
yfirleitt mjög vel til fara, notaði
brilljantín og greiddi hárið með
stæl með þrjár bylgjur sem
löfðu fram á ennið.
Diddi var líka alltaf svolítill
töffari í sér og var ötull við að
finna sér ýmis áhugamál og fór
með þau alla leið, hvað sem öðr-
um fannst um það. Hann lærði
t.d. að fljúga og átti til að bjóða
frúnni í kaffi á ólíklegustu stöð-
um á landinu.
Diddi var skósmiður og rak
alla tíð skóverkstæði sem lengst
af hefur heitið Skóvinnustofa
Sigurbjörns. Seinni árin fór
Dódó einnig að vinna þar og nú
reka Nína dóttir þeirra og Rún-
ar maður hennar skóvinnustof-
una með miklum myndarbrag
og allri þeirri umhyggju sem
ætíð hefur ríkt þar.
Diddi þurfti stundum að
glíma við heilsubrest í lífinu og
voru síðustu ár hans sérstak-
lega erfið honum og hans nán-
ustu, sem stóðu eins og klettur
við hlið hans. Nú hefur Diddi
galdrakarl hafið sína hinstu för
og óskum við Brekkugerðis-
systkinin honum góðrar ferðar
til fyrirheitna landsins.
Björn, Sigríður, Marta,
Unnur, Páll, Kjartan og
Sveinn.
Sigurbjörn
Þorgeirsson
✝ Óskar Þórð-arson frá Haga
fæddist á Fitjum í
Skorradal 5. júní
1920. Hann and-
aðist á Dvalar- og
hjúkrunarheim-
ilinu Grund í
Reykjavík 27. febr-
úar 2015.
Foreldrar hans
voru hjónin Hall-
dóra Guðlaug Guð-
jónsdóttir og Þórður Runólfs-
son í Haga í Skorradal. Óskar
átti eina systur, Dóru Þórð-
ardóttur, f. 1925, d. 2009.
Óskar kvæntist Svanfríði
Örnólfsdóttur, f. 4. mars 1920,
d. 1. maí 2002, frá Suðureyri
við Súgandafjörð, 19. desember
1945. Börn Óskars og Svan-
fríðar eru: 1) Arnþór, f. 1947,
d. 1994, maki Hrönn Pálsdóttir,
f. 1948. Börn þeirra eru:
Dagný, f. 1970, maki Sveinn
Stefánsson, f. 1969, eiga þau
tvö börn. Berglind, f. 1973, á
anum og á Bifreiðastöð Stein-
dórs, lærði svo til rafvirkja og
vann við það í fjölda ára. Síð-
ustu ár starfsævinnar vann
hann hjá Innkaupadeild SÍS við
lagerstörf.
Óskar var hagmæltur mjög
og liggja eftir hann margar vís-
ur, og mun sú elsta vera frá því
að hann var átta ára. Fjöldi
ljóða og smásagna eftir hann
var gefinn út í blöðum svo sem
Æskunni og Unga Íslandi, á ár-
unum 1936 til 1942. Á síðari ár-
um gaf hann út þrjár bækur
sem innihéldu annars vegar
ljóð og hins vegar frásagnir.
Óskar og Svanfríður bjuggu
svo til allan búskap sinn í
Blesugróf, fluttu þangað 1949.
Síðar var hús þeirra fyrir í
skipulagi og byggðu þau þá hús
í Blesugróf 8, þar sem þau
bjuggu saman til 2002, en þá
lést Svanfríður. Óskar bjó þar
síðan einn til 2013 þegar heils-
an brást og bjó hann síðustu
tvö ár ævi sinnar á Dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund.
Að ósk Óskars fór útför hans
fram í kyrrþey, hinn 10. mars
2015.
hún tvö börn. Arn-
þór, f. 1979, í sam-
búð með Iwonu
Mocek. 2) Andvana
drengur, f. 1950. 3)
Svandís Ósk, f.
1954, gift Steinari
Jakob Kristjáns-
syni, f. 1950. Börn
þeirra eru Auður,
f. 1974, Björgvin, f.
1980, í sambúð með
Kristjönu Marín.
Björgvin á tvö börn með Hörpu
Ingimundardóttur. 4) Ársæll, f.
1960, kvæntur Eugeniu B. Jós-
efsdóttur, f. 1961. Dóttir Ársæls
og Eugeniu er Ástrós Eva, f.
1997.
Óskar stundaði skólagöngu í
Reykholtsskóla á árunum 1937-
1939. Eftir skóla réð hann sig á
svokallaðan „transport“-bát í
Hvalfirði og vann við það hluta
stríðsáranna. Voru þessi ár ein-
hver minnisstæðasti hluti lífs
hans. Eftir stríð vann hann ým-
is störf svo sem hjá Þjóðvilj-
Enginn er eilífur þótt við ósk-
um þess oft. Þegar amma var á lífi
eyddi ég fleiri spjallstundum með
henni á meðan afi dundaði sér við
smíðar og annað föndur úti í bíl-
skúr eða niðri í kjallara. Það var
ekki bara smáföndur sem afi
dundaði sér við því hann smíðaði
sumarbústað í Skorradalnum þar
sem við fjölskyldan höfum átt
fjöldamargar góðar stundir í
gegnum árin.
Eftir að amma féll frá, fyrir 13
árum, hef ég átt óteljandi kaffi-
spjallstundir með afa og kynnst á
honum alveg nýrri hlið. Afi naut
þess að segja mér frá tímanum
þegar hann vann fyrir breska her-
inn í Hvalfirðinum í seinni heims-
styrjöldinni og frá því þegar hann
var ungur drengur. Hann sagði
mér frá því þegar hann lék sér
með bein. Hann ímyndaði sér að
þau væru kindur, fleygði þeim í
kringum sig og sótti þau svo líkt
og hann væri að smala. Hann tal-
aði um sonarmissinn og að enginn
ætti að þurfa að lifa börnin sín.
Ósjaldan minntist hann á hve
heppinn hann væri með afkom-
endur sem reyndust honum svo
vel. Það fór ekki á milli mála að
tíminn sem hann vann fyrir
breska herinn var honum einstak-
lega eftirminnilegur og skrifaði
hann ófáar endurminningar frá
þeim tíma og gaf fólki frásagnir
þegar það kom í heimsókn. Það
fylgdi líka ávallt sögunni að þær
væru allar sannar, það skipti hann
miklu máli að fólk vissi það.
En afi ritaði ekki bara frásagn-
ir, hann setti saman ótal vísur og
ósjaldan beið mín vísa þegar ég
kíkti til hans í heimsókn. Vísurnar
báru þess merki hversu þakklátur
afi var fyrir allar heimsóknirnar
og spjallstundirnar og sömuleiðis
hvað honum leið vel á Grund síð-
ustu tvö ár ævi sinnar. Afi gaf út
þrjár bækur en eftir hann liggur
efni sem gæti hæglega fyllt aðrar
þrjár bækur og meira til. Afi lagði
líka mikla áherslu á að ég skrifaði
niður minningar úr ferðalögum
mínum og fannst ekki nóg að taka
bara myndir, þótt hann nyti þess
að skoða þær sjálfur og upplifa að
ferð lokinni.
Afi náði 94 ára aldri, sem er
meira en margur hver nær, og
þótt ég grínaðist við hann að hann
myndi ná föður sínum, sem varð
102 ára gamall, þá hló afi bara og
sagðist nú ekki eiga von á því. Afi
var mjög ern alveg fram á síðustu
daga og fylgdist vel með því sem
var að gerast hjá fjölskyldumeð-
limum og vinum og gladdist með
öllum þeim áföngum sem fólkið
hans náði.
Nú er komið að tímamótum.
Það verður skrítið að fara ekki
lengur í vikulegu heimsóknina á
Grund til afa og spjalla við hann
um daginn og veginn. Afi kveður
ekki lengur og þakkar manni um
leið fyrir allar heimsóknirnar til
sín. Frásagnir hans og vísur lifa
þó áfram hjá okkur ættingjunum
og minningin um Óskar afa lifir
áfram í hjörtum okkar.
Hvíl í friði elsku Óskar afi minn.
Auður.
Óskar Þórðarson frá Haga í
Skorradal er látinn á 95. aldursári.
Kynni okkar hófust þegar við Elín
og fjölskylda okkar eignuðumst
sumarbústað í landi Haga í
Skorradal sumarið 1962. Óskar
bjó þá í Blesugróf í Reykjavík með
eiginkonu sinni, Svanfríði Örnólfs-
dóttur og börnum þeirra hjóna. Þá
bjuggu foreldrar Óskars, Hall-
dóra Guðjónsdóttir og Þórður
Runólfsson í Haga. Þau voru full-
orðin og vinnulúin, en nutu aðstoð-
ar Óskars og fjölskyldu hans við
bústörfin og alla aðdrætti. Hagi
var þá fremsti bær í byggð að
sunnanverðu í Skorradal. Það var
ánægjulegt að fylgjast með um-
hyggju Óskars og fjölskyldunnar
að hlúa að öldruðum foreldrum,
oft við ófærð og erfiðar aðstæður í
misjöfnum veðrum.
Óskar stundaði nám í Héraðs-
skólanum í Reykholti í tvo vetur
1936-1938. Þá var skólastjóri þar
séra Einar Guðnason og eigin-
kona hans, frú Anna Bjarnadóttir,
sem kenndi ensku og fleiri náms-
greinar. Hann sagðist hafa lært
þar sund og síðast en ekki síst
dans hjá Rigmor Hansen dans-
kennara sem var fengin til þess að
kenna unga fólkinu að dansa. Ósk-
ar sagði mér að námið og skólalífið
hefði verið ómetanlegt veganesti
og lagt grunninn að störfum hans
á lífsleiðinni.
Síðan lá leið hans til Reykjavík-
ur. Þar lærði hann rafvirkjun, sem
varð hans aðalstarf. Samhliða
náminu stundaði Óskar margs
konar störf til sjávar og sveita.
Óskar hafði mikla ánægju af dansi
og rifjaði stundum upp þegar
hann kynntist Svönu konu sinni á
balli í Gúttó.
Sumarið 1941 fór hann að vinna
hjá breska hernámsliðinu í Hval-
firði. Þar vann hann einn vetur og
tvö sumur á bátum sem aðstoðuðu
herskipin sem komu í Hvítanes.
Þar kynntist hann lífi hermanna,
sem kallaðir voru frá fjölskyldum
til þátttöku í hildarleik styrjaldar-
innar. Í þeim samskiptum kom sér
vel enskunámið frá Reykholti.
Óskar byrjaði ungur að fást við
ritstörf, yrkja stökur og ljóð.
Fyrsta kvæði hans birtist í Æsk-
unni 1936. Auk ljóðagerðarinnar
ritaði hann frásöguþætti og minn-
ingar í blöð og tímarit. Árið 1983
gaf Hörpuútgáfan út bók hans
Frá heimabyggð og hernámsárum
og 1987 ljóðabókina Á hljóðum
stundum. Óskar skrifaði ásamt
fleirum bókina um föður hans
Þórð í Haga, bóndann sem hélt
ótrauður áfram að rækta jörð sína
þótt oft væri á brattann að sækja.
Sú bók kom út 1993.
Eftir andlát Svanfríðar 1. maí
2002 bjó Óskar einn í húsi þeirra í
Blesugrófinni. Hann var mann-
blendinn og átti símavini, sem
hann ræddi við um það sem efst
var á baugi hverju sinni. Ég var í
þessum hópi. Við ræddum um
kveðskap og nauðsyn þess að skrá
minningar liðins tíma fyrir kom-
andi kynslóðir. Oft las hann fyrir
mig vísur sem hann orti um vini og
kunningja.
Að leiðarlokum þakka ég Ósk-
ari allar ánægjustundirnar og bið
honum og fjölskyldu hans bless-
unar með þakklæti fyrir einstaka
tryggð og vináttu. Við Elín og fjöl-
skylda okkar sendum þeim inni-
legustu samúðarkveðjur.
Bragi Þórðarson.
Óskar Þórðarson
Við vorum lítill
sveitabekkur í Varmalands-
skóla. ’85-árgangurinn var líf-
legur og uppátækjasamur hóp-
ur þar sem margt var brallað.
Magnús Kristján átti oft á
tíðum hlut að máli við að skapa
skemmtilegar minningar og
lífgaði upp á tilveruna með sín-
um einstaka hætti.
Þegar hann kom aftur í
sveitina í 7. bekk eftir skóla-
göngu í Reykjavík gat „borg-
arbarnið“ kennt sveitakrökk-
unum ýmislegt.
Hann var klipptur eins og
söngvarinn í Prodigy með
rautt hár og buxurnar á hæl-
unum. Hann var drífandi og
óhræddur við að framkvæma
ólíklegustu hluti og fór ætíð
Magnús Kristján
Magnússon
✝ Magnús Krist-ján Magnússon
fæddist á Akranesi
16. maí 1985. Hann
lést af slysförum í
Noregi 24. febrúar
2015.
Útför hans fór
fram frá Reyk-
holtskirkju 14.
mars 2015.
sínar eigin leiðir.
Þetta var skemmti-
legur tími þar sem
alltaf var verið að
gera eitthvað af
sér. Magnús var
ákveðinn ungur
maður sem fannst
ekki alltaf mikil-
vægt að fylgja
settum reglum og
hafði ætíð eitthvað
til málanna að
leggja.
Minning um góðan og kátan
dreng lifir. Okkar innilegustu
samúðarkveðjur sendum við til
fjölskyldu og aðstandenda
Magnúsar Kristjáns.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Takk fyrir samfylgdina
elsku Maggi.
Þín bekkjarsystkini úr
Varmalandsskóla,
Guðlaugur, Elísabet,
Guðmundur Birkir, Óðinn,
Soffía Björg, Guðrún
Andrea, Líf og Tinna.
Elsku pabbi, það
er erfitt að kveðja.
Það eru margar
góðar stundir sem ég minnist. Þú
gafst þér alltaf tíma til að vera
með okkur. Oft fórum við fjöl-
skyldan í bíltúra sem enduðu ým-
ist hjá Hauki og Eyrúnu, hjá
ömmu á Vatnsleysuströnd þar
sem þú lést okkur hlaupa á eftir
skottinu á flugdrekanum eða til
Tomma og Karenar í sveitinni.
Við gátum líka bara legið í sóf-
anum og horft á bíómyndir. Það
var svo gott að vera hjá þér, og þú
naust þess að vera með okkur.
Við gátum allaf fengið þig til þess
að skutla okkur hvert sem var, þú
varst alltaf boðinn og búinn að
hjálpa þeim sem þurftu á því að
halda. Ég á einnig góðar minn-
ingar af því þegar þú komst í
heimsókn til okkar í Danmörku,
þar sem við fórum á Strikið og
Magnús Jóhann
Sigurðsson
✝ Magnús Jó-hann Sigurðs-
son fæddist í
Reykjavík 21. apríl
1943. Hann varð
bráðkvaddur 15.
febrúar 2015. Útför
Magnúsar var gerð
27. febrúar 2015.
Nýhöfn, sigldum um
síkin og skoðuðum
kastala. Eftir að við
vorum flutt heim
varst þú duglegur
að koma í heimsókn,
þú hringdir oft á
undan þér, til að láta
vita af komu þinni
og að ég mæti byrja
að laga kaffið. Þú
varst oft með
skemmtilega frasa
og fuglahljóðin voru falleg sem
þú blístraðir til að láta vita að þú
værir kominn. Þú sagðir
skemmtilega frá því sem þú hafð-
ir upplifað með vinum og vanda-
mönnum. Þú talaðir vel um fólk,
og vildir ekki segja neitt leiðin-
legt. Þú varst yndislegur afi og
hafðir gaman af að fara í fjöru-
ferðir eða skoða flugvélar og
mála eða teikna fallegar myndir
sem var þitt helsta áhugamál.
Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf frá Hlöðum)
Ég sakna þín og geymi minn-
ingar um þig í hjarta mínu.
Sigríður.
Hún minnti mig á kvæði
og kossa
og kvöldin björt og löng
og hvíta, fleyga fugla
og fjaðraþyt og söng.
Og svipur hennar sýndi,
hvað sál hennar var góð.
Það hló af ást og æsku,
hið unga villiblóð.
Ég bý að brosum hennar
og blessa hennar spor,
því hún var mild og máttug
og minnti á – jarðneskt vor.
(Davíð Stefánsson)
Árný Bjarnadóttir
✝ Árný Bjarna-dóttir fæddist á
Húsavík 1. janúar
1944. Hún lést á
Akureyri 4. mars
2015.
Útför Árnýjar
fór fram frá Ak-
ureyrarkirkju 16.
mars 2015.
Með þessum orð-
um skáldsins frá
Fagraskógi vil ég
minnast elsku
tengdamömmu
minnar. Mér finnst
erfitt að trúa því að
ég eigi ekki eftir að
heyra innilega hlát-
urinn hennar aftur
og á eftir að sakna
þess að geta ekki
spjallað við hana um
heima og geima. Umfram allt á ég
eftir að sakna umhyggjunnar og
væntumþykjunnar sem hún var
svo dugleg að láta í ljós, bæði í orð-
um og verki. Það var svo auðvelt
að umgangast hana, hún kunni að
gleðjast yfir því litla í lífinu.
Elsku Árný mín! Ég er svo
þakklát fyrir samfylgdina og allar
góðu stundirnar. Guð geymi þig
og blessi minningu þína.
Þín
Lilja.