Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2015næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 76. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Biggest Loser-sigurvegari … 2. „Ég drap þau öll“ 3. Ríkasta kona Bretlands tapaði … 4. Má bjóða þér hús á eina krónu? »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Mottusafnari dagsins er Vilhjálmur Einarsson. Hann safnar fé til minn- ingar um föður sinn, Einar Vilhjálms- son, og frænda, Jóhannes Jónsson, sem báðir létust úr krabbameini árið 2013. Vilhjálmur er mottusafnari nr. 1.002. Fylgstu með honum og öðrum mottusöfnurum á mottumars.is. Safnar í minningu pabba og frænda  S.S. Hangover, verk Ragnars Kjartanssonar frá Feneyjatvíær- ingnum 2013, verður hluti af samsýningunni Drifting in Day- light: Art in Centr- al Park í New York frá 15. maí til 20. júní. Verkið er gam- all fiskibátur sem var breytt og sigldi í skipakví Feneyja daglega á tvíær- ingnum með blásarasveit sem lék lát- laust tregafullt tónverk eftir Kjartan Sveinsson. S.S. Hangover Ragn- ars í Central Park  Hin margverðlaunaða kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Hross í oss, er sýnd þessa dagana í kvikmynda- sölum Museum of Modern Art í New York. Hinn þekkti rýnir The New York Times, Stephen Holden, fer fögrum orðum um verkið, segir senur með hestum og mönnum „einstakar“ og kvikmyndina „heillandi“. Hross í oss sögð einstök og heillandi Á miðvikudag Hæg breytileg átt og víða bjartviðri. Frost 0 til 5 stig. Suðaustan 10-18 m/s á Suður- og Vesturlandi um kvöldið með snjókomu, slyddu eða rigningu og hlýnar. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðlæg eða breytileg átt, bjart á köfl- um og stöku skúrir eða él. Norðan 5-10 m/s og slydda eða snjó- koma fyrir austan eftir hádegi. Hiti um eða rétt yfir frostmarki. VEÐUR Leikmenn Stjörnunnar í Garðabæ hafa ekki lagt árar í bát í fallbaráttunni í Olís- deild karla í handknattleik. Þeir gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslands- og bikar- meisturum ÍBV í gær þar sem Sigurður Ólafsson markvörður fór á kostum. Stjarnan og Fram munu heyja kapphlaup á enda- sprettinum um að forðast að fylgja HK niður um deild í vor. »3 Stjarnan skellti meisturum ÍBV Dóra María Lárusdóttir, ein reynd- asta knattspyrnukona landsins, er í fríi frá fótboltanum og spilar vænt- anlega hvorki með Val né landsliðinu á þessu ári. „Ég bjóst við að þetta yrði skrýtnara. Það kom mér á óvart hvað maður er fljótur að kúpla sig út,“ sagði Dóra við Morgunblaðið en hún er aðeins 29 ára gömul þótt hún hafi spil- að 108 landsleiki fyrir Ís- lands hönd. »1 Ég bjóst við því að þetta yrði skrýtnara „Það er pínulítið svekkjandi að hafa aftur endað í 4. sæti, því við náðum að gera miklu, miklu meira á þessu móti en síðast. Ég er glöð í hjarta yfir því hvernig liðið stóð sig,“ sagði Sar- ah Smiley, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í íshokkíi, eftir nýafstaðna keppni í B-riðli 2. deildar HM sem fram fór á Spáni en þar var liðið í bar- áttu um efstu sætin. »4 Glöð í hjarta yfir því hvernig liðið stóð sig ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Máttur tónlistar er mikill. Í lækn- isfræði er sífellt leitað nýrra leiða sem bætt geta líðan fólks. Þessu hef ég fylgst með af áhuga, þó að tónlist sé fyrst og síðast athvarf mitt frá daglegu amstri. Að sitja við hljóð- færið eru gæðastundir og oft gefa sögur sjúklinga mér innblástur þeg- ar ég sem lög og ljóð,“ segir Ágúst Óskar Gústafsson heimilislæknir. Næstkomandi fimmtudag heldur Ágúst tónleika sem bera yfirskrift- ina Opnuðu augun og verða þeir í fé- lagsmiðstöð aldraðra í Hæðargarði 31 í Reykjavík. Tónleikana tileinkar Ágúst því fólki sem glímir við alz- heimersjúkdóminn, en reynsla og rannsóknir hafa leitt í ljós að tónlist- in reynist þessu fólki líkn. Glaðir einir syngja „Tónlistin kallar fram minningar. Fólk sem annars er nánast horfið af heimi nær í sumum tilvikum sam- bandi við umhverfi sitt þegar það heyrir lög sem það kannast við. Þá er stundum sagt að enginn syngi nema glaður og þess eru dæmi að læknar hvetji fólk með vægt þung- lyndi til að taka þátt í kórstarfi. Lát- ið er vel af slíku,“ segir Ágúst, sem er 39 ára og giftur þriggja barna fað- ir. Lauk námi í heimilislækningum fyrir tíu árum og hefur lengst starf- að í Vestmannaeyjum. Á tónleikunum í Hæðargarði á fimmtudag flytur Ágúst nokkur frumsamin lög og einnig lög eins og I’m not gonna miss you með Glen Campbell, sem greindist með alz- heimersjúkdóm. Með honum koma fram söngv- ararnir Sísí Ástþórsdóttir og Elías Árni Jónsson. Annars verður efnis- skráin öll með léttum brag því einnig verður slegið á létta strengi og rætt um jákvæða hugsun og húmor. Al- mennt sagt tengist þetta því fræðslustarfi sem Ágúst hefur kom- ið að síðustu árin, svo sem gerð tón- listar við fræðslumyndbönd sem tengjast þunglyndi svo og einhverfu. Heilræði sem létta lífið „Í starfi heilbrigðisstétta þarf sí- fellt að brydda upp á nýjungum og leita nýrra leiða í lækningum og heil- ræðum sem létt geta fólki lífið. Ný- legt dæmi eru hreyfiseðlar; það er útivera og íþróttir í stað lyfja. Kannski er spurning að fara að taka upp á því að láta sjúklingana syngja fyrir mig sjúkrasöguna eða skrifa upp á tíma í tónlistarskóla. Sjálfur sækist ég eftir að vera í kringum já- kvætt, drífandi og skapandi fólk og á margar fyrirmyndir,“ segir Ágúst Óskar Gústafsson að síðustu. Tónlist kallar fram minningar  Tileinkar tón- leika alzheimer- sjúku fólki Tónlæknir Fólk nær sambandi við umhverfi sitt þegar það heyrir lög sem það kannast við, segir Ágúst Óskar. Alzheimerkaffi, sem er reglulega í Hæðargarði, er fyrir fólk með alz- heimer eða aðra minnissjúkdóma – svo og aðstandendur Markmiðið hefur verið og er að gefa fólki tækifæri til að koma saman, opna umræðuna um erf- iðleika fólks með þennan sjúkdóm og gefa þeim og öðrum er nærri standa kost á að hitta aðra sem glíma við svipaðan vanda. Einnig að veita ráðgjöf, fræðslu, spjalla, syngja, gleðjast og eiga gæða- stundir, eins og í kynningu segir. Engar endanlegar niðurstöður rannsókna um orsakir alzheimer liggja fyrir. Þó er nefnt að erfða- eiginleikar, óeðlileg söfnun eggja- hvítuefna í heilanum og umhverf- isþættir geti verið líkleg orsök sjúkdómsins. Um það bil 10 milljónir ein- staklinga í heiminum í dag hafa alzheimersjúkdóminn. Alzheimer algengur sjúkdómur HITTAST REGLULEGA Í HÆÐARGARÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 64. tölublað (17.03.2015)
https://timarit.is/issue/382175

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

64. tölublað (17.03.2015)

Aðgerðir: