Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur
eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan
15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til
og með 16. mars 2015, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. mars 2015 og
önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 16. mars
2015, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti
í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti
á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi,
kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna
fyrri tímabila, skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af
innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi
á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi,
sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins,
árgjaldi handhafa markaðsleyfis og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru:
Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur
tekjuskattur manna, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, eignarskattur, sérstakur
eignarskattur, fjármagnstekjuskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa,
tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald
í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar
barnabætur, ofgreiddar vaxtabætur og útvarpsgjald.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum
gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að
leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir
gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald
er 2.000 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem
fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald,
afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi
þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt
mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara
og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út
sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi
innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar
gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 17. mars 2015
Tollstjóri
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Sýslumaðurinn á Austurlandi
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Rússar hófu í gær óvæntar heræf-
ingar við norsku landamærin með
þátttöku tuga skipa og fallhlífaher-
manna. Alls taka um 38.000 hermenn
þátt í æfingunum. Sergei Sjogú
varnarmálaráðherra sagði Rússa
standa andspænis „nýjum ógnum“ í
varnarmálum, einkum í norðri.
Nýlega var efnt til heræfinga Atl-
antshafsbandalagsins í N-Noregi og
bæði Svíar og Danir efla nú varnir
Miklar heræfingar Rússa
Pútín kom fram opinberlega í fyrsta sinn í 10 daga og virtist við góða heilsu
sínar vegna ótta við að Rússar ráðist
á Eystrasaltsríkin, Eistland, Lett-
land og Litháen. Í fyrstnefndu þrem
ríkjunum eru mjög stór þjóðarbrot
rússneskumælandi fólks.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
kom í gær fram opinberlega í fyrsta
sinn í 10 daga en miklar sögusagnir
hafa verið á kreiki vegna fjarveru
hans, meðal annars hafa menn velt
því fyrir sér hvort hann væri alvar-
lega veikur. Hann tók á móti forseta
Kirgístans í Pétursborg og sagði
brosandi en nokkuð fölur að „slúður“
gerði lífið skemmtilegra en ella. En
veikindi leiðtoga sem er annars sýni-
legur í fjölmiðlum dag hvern gætu
grafið undan ímynd „sterka manns-
ins“ sem Pútín hefur ræktað mjög.
Sýnd var mynd á sunnudag um
hernám Rússa á Krím í rússneska
ríkissjónvarpinu. Þar sagði forsetinn
að Krímskagi væri sögulega séð
rússneskt land en Rússar lögðu hann
undir sig á 18. öld. Einnig sagði Pút-
ín að hann hefði verið reiðubúinn að
setja kjarnorkuheraflann í við-
bragðsstöðu vegna Krím.
Fagna innlimun
» Efnt var til hátíðarhalda í
Rússlandi í gær í tilefni þess að
rétt ár var liðið frá því að Krím
var innlimað. Vesturveldin
neita að samþykkja lögmæti
þessarar innlimunar.
» Sovésk stjórnvöld gáfu
Úkraínu Krím árið 1954.
Aðdáendur Benjamins Netanyahus,
forsætisráðherra Ísraels, halda á
lofti mynd af ráðherranum á úti-
fundi í Tel Aviv á sunnudag. En síð-
ustu kannanir á föstudag gáfu til
kynna að Zíonistabandalagið, sem
stýrt er af Isaac Herzog, leiðtoga
Verkamannaflokksins, myndi sigra
og fá 24 sæti af 120, Likudflokkur
Netanyahus 20.
Nær 20% Ísraela eru arabar og
hafa þeir nú sameinast um lista sem
ætti að tryggja þeim allmörg sæti.
En ljóst er að margir aðrir smá-
flokkar munu fá þingsæti. AFP
Likud spáð
tapi í Ísrael
Hundruðum
fangaklefa í
Danmörku hefur
verið lokað í bili
vegna þess að
þörfin hefur
snarminnkað,
segir í Jyllands-
posten. Þegar
hefur 255 klef-
um verið lokað.
Eru fangaverðir nú farnir að ótt-
ast að störf þeirra fjúki einnig.
Afbrotafræðingur segir að tíðni
afbrota hjá ungu fólki í landinu sé
nú lægri en áður í manna minnum.
Fleiri orsakir séu þó fyrir minni
þörf fyrir fangelsisrými. Þannig er
meira um það en áður að fólk af-
pláni með samfélagsþjónustu.
Einnig eru nú allmargir látnir
afplána með því að bera til þess
gerðan rafrænan búnað á sér,
ökklabönd, þá er hægt að fylgjast
með ferðum þeirra. Afbrotatíðni
síðustu árin er sú lægsta sem
mælst hefur frá 1987 er byrjað var
að mæla.
„Hvað snertir vissar gerðir
brota, þ. á. m. ofbeldisbrot, hefur
tíðnin lækkað um helming und-
anfarin fimm ár,“ segir Britta
Kyvsgaard, yfirmaður rannsókna í
dómsmálaráðuneytinu. Hún segir
að afstaða unga fólksins til glæpa
hafi breyst, nú sé það álitið hluti af
„framferði aumingja“ að brjóta
lögin, fara á fyllerí eða nota eit-
urlyf. kjon@mbl.is
Offramboð á fang-
elsisrými
Ökklaband
DANMÖRK
Mörg hundruð þúsund Brasilíumenn
tóku þátt í mótmælafundum á
sunnudagskvöld í 22 sambandsríkj-
um gegn Dilmu Rousseff forseta,
fjölmennustu aðgerðirnar voru í Sao
Paulo. Ástæða mótmælanna er um-
fangsmikið mútumál hjá ríkisolíu-
félaginu Petrobras. Rousseff var um
hríð forstjóri þess og andstæðing-
arnir segja hana hljóta að hafa vitað
um múturnar. Sumir krefjast þess
að þingið ákæri hana.
Sjálf vísar Rousseff þessum ásök-
unum á bug og bendir á að ríkissak-
sóknari hafi látið rannsaka málið og
hreinsað hana af öllum grun. Flestir
mútuþegarnir eru liðsmenn flokka
sem nú eru í meirihluta á þingi og
styðja forsetann. Stjórnvöld heita nú
að ráðast gegn spillingu. kjon@mbl.is
AFP
Reiði Mótmælendur á Copacabana-ströndinni í Rio de Janeiro á sunnudag,
margir klæddust fánalitum Brasilíumanna, gulu og grænu.
Fjöldamótmæli
gegn Rousseff