Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015 Andríki þykir fjölmiðlar hrifniraf skoðunum eins fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokks þegar kemur að ESB-málum. Þegar heimtað er að núverandi for- ystumenn láti undan kröfum Samfylkingar er þessi fv. formað- ur í daglegum viðtölum:    Skrifi hannblaðagrein er vitnað í hana í fréttum. Skrifi hann á netið er gerð frétt um það. Hafi hann ekki skrifað, þá er hringt í hann. Og alltaf er tekið fram að hann sé fyrrverandi for- maður Sjálfstæðisflokksins og fyrr- verandi forsætisráðherra.    Hann var forsætisráðherra írúmlega eitt ár og lét af for- mannsembættinu fyrir tæplega ald- arfjórðungi. Um helgina var Þor- steinn Pálsson fenginn í umræðu- þáttinn Sprengisand á Bylgjunni. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins sagði hann þar að „það væri engin tilviljun að fylgi Sjálfstæðisflokks- ins hefði hrunið eftir síðasta lands- fund hans, þar sem núverandi stefna hans í Evrópumálum var samþykkt“. Þessi söngur er ekki nýr af nálinni, því annar maður, sem sífellt er í viðtölum þegar reynt er að þrýsta á Sjálfstæðisflokkinn að taka upp stefnu Samfylking- arinnar, Benedikt Jóhannesson, hefur sungið hann lengi.    Þetta er í raun algerlega ótrúleg-ur málflutningur. Allir eiga að vita hvað olli fylgishruni Sjálfstæð- isflokksins í febrúar 2013. Það var ekki landsfundur flokksins. Nei, hinn 28. janúar 2013 dæmdi EFTA- dómstóllinn í Icesave-málinu. Þetta geta allir séð á gögnum frá Data- market sem styðjast við kannanir Capacent.“ Langt seilst í öngum STAKSTEINAR Fylgi Sjálfstæðis- flokksins. Veður víða um heim 16.3., kl. 18.00 Reykjavík 2 skúrir Bolungarvík 2 skýjað Akureyri 6 skýjað Nuuk -8 skýjað Þórshöfn 6 skýjað Ósló 3 skýjað Kaupmannahöfn 7 heiðskírt Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 6 heiðskírt Lúxemborg 11 heiðskírt Brussel 10 heiðskírt Dublin 6 alskýjað Glasgow 7 léttskýjað London 8 skýjað París 12 heiðskírt Amsterdam 11 heiðskírt Hamborg 12 heiðskírt Berlín 11 léttskýjað Vín 12 skýjað Moskva 8 heiðskírt Algarve 15 heiðskírt Madríd 12 heiðskírt Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 10 skúrir Róm 10 skúrir Aþena 11 léttskýjað Winnipeg -1 skýjað Montreal -2 alskýjað New York 5 léttskýjað Chicago 16 skýjað Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 17. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:40 19:34 ÍSAFJÖRÐUR 7:45 19:38 SIGLUFJÖRÐUR 7:28 19:21 DJÚPIVOGUR 7:10 19:03 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Reglum um frádrátt á móti ökutækjastyrk var breytt í skattmati sem gilti fyrir tekjuárið 2014 og gilda þær í fyrsta skipti við álagningu 2015. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að nýju reglurnar væru mjög til einföldunar fyrir þá framteljendur, sem telja fram kostnað á móti ökutækjastyrk, til frá- dráttar. „Nú þarf ekki lengur að halda saman kvittunum vegna kostnaðar sem menn verða fyrir, vegna eldsneytisnotkunar, hjólbarða, eða viðhalds, held- ur er frádrátturinn hlutfallslegur miðað við ekinn kílómetrafjölda í þágu launagreiðanda,“ sagði Skúli Eggert, „þannig að flestir fá bara inn og út, það er sama fjárhæð í tekjur og í frádrátt.“ Skúli Eggert bendir fram- teljendum á að skoða kaflann á heimasíðu Ríkisskattstjóra (rsk.is) um ökutækjastyrk. Eingöngu akstur í þágu vinnuveitanda „Fyrir langflesta eru þessar nýju reglur ívilnandi, en fyrir þá sem hafa verið að leigja bílana sína í þágu vinnuveitanda og eru með gamla bíla sem þarfnast meira viðhalds en gengur og gerist, þá geta þeir í einhverjum mæli nýtt meiri frádrátt heldur en gild- ir fyrir stóra hópinn. Almenna reglan nú er sú að framteljandi sem nýtur ökutækjastyrks þarf ein- göngu að tilgreina akstur í þágu vinnuveitenda, þ.e. kílómetrafjöldann,“ sagði Skúli Eggert. „Frádrátt á móti ökutækjastyrk má færa sam- kvæmt sérstökum reglum ef bifreið launþega hef- ur sannanlega verið notuð vegna aksturs í þágu vinnuveitanda. Frádrátt má ekki færa á móti öku- tækjastyrk sem var greiddur vegna ferða laun- þegans milli heimilis og vinnustaðar eða vegna annarra nota af bifreiðinni sem teljast til eigin nota hans. Frádráttur getur ekki verið hærri en ökutækjastyrkurinn,“ segir orðrétt um ökutækj- astyrk á heimasíðu RSK. Frestur til að skila skattframtalinu rennur út 20. mars, eða á miðnætti á föstudag. Hægt er að sækja um frest til 30. mars. Skúli Eggert sagði aðspurður að um hádegisbil í gær hefðu 52.923 framteljendur verið búnir að skila framtalinu, eða 17,03%. Á sama tíma í fyrra hefðu 16,05% verið búnir að skila. Skattskilin nú séu því heldur betri en í fyrra. Segir reglur um ökutækja- styrk hafa verið einfaldaðar  Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir nýju reglurnar vera ívilnandi Skúli Eggert Þórðarson Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi | Opið virka daga 10-18, laugard. 11-15 Fermingar 2015

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.