Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Leið NicolasSarkozy ífrönsku forsetahöllina er ýmsum þyrnum stráð. Nú þegar hann hefur tryggt sér formennsku í hægriflokknum UMP hefur Sarkozy þegar tekið til verka við að lífga upp á ímynd flokksins, en alls kyns spill- ingarmál, ekki síst tengd Sar- kozy sjálfum, hafa leikið flokkinn grátt á síðustu árum. Til að byrja með verður nýr flokkur stofnaður á grunni hins gamla, og er búið að til- kynna að nafn nýja flokksins verði Les Républicains eða repúblíkanar. Kemur líklega ekki á óvart að sú nafngift hafi orðið fyrir valinu fram yfir hinn valkostinn sem ræddur, Le Rassemblement, sem mætti þýða sem annað hvort söfnuður eða samfylking. Með hinni nýju nafngift er Sarkozy alls ekki að reyna að tengja flokkinn við hina bandarísku repúblíkana, heldur er hann frekar að reyna að sýna flokk sinn sem hinn eðlilega hefðbundna valdaflokk, sem styðji við gildi franska lýðveldisins. Þetta er svo sem gamalkunn- ugt bragð fyrir franska hægrimenn, því að flokkur þeirra, sem almennt eru kall- aðir Gaullistar, hefur nú þeg- ar skipt fjórum sinnum um nafn, með mis- jöfnum árangri. Það sem ýtir kannski einna helst undir fimmtu nafna- breytinguna er sú staðreynd að þó að nú sitji einn óvinsælasti for- seti sem Frakkland hefur alið benda kannanir ekki til þess að sjálfgefið sé að eftirmaður hans komi úr UMP-flokknum. Sá möguleiki hefur heyrst að Hollande myndi víkja fyrir öðrum frambjóðanda úr Sósí- alistaflokknum, en að auki hafa fylgiskannanir síðustu mánaða sýnt að hart er sótt að UMP-flokknum frá Þjóðfylk- ingu Marine Le Pen. Enn eru tvö ár til kosninga, en Le Pen virðist hafa mikinn meðbyr, og henni hefur tekist að gjörbreyta ímynd flokks- ins, svo mjög að það er ekki lengur feimnismál meðal ungra Frakka að segjast styðja hann. Og hún hefur náð að skapa sér og flokknum þá stöðu að hún þykir ekki ólík- leg til að komast í seinni um- ferð í forsetakosningunum og jafnvel, þó að fáir veðji á það, að fara alla leið. Það er því óhætt að segja að ekki er seinna vænna fyrir Sarkozy að reyna að lífga upp á franska hægrimenn. Það mun þó þurfa meira til en nýtt nafn, ætli þeir sér setu í Ely- see-höll árið 2017. Sarkozy grípur til gamalkunnugs ráðs til að hleypa lífi í baráttu franskra hægrimanna} Duga nafnaskiptin til? Ekki er öll vit-leysan eins í umræðunni um Evrópumálin. Því er til að mynda haldið fram að þingsályktun- artillaga, sem rík- isstjórnin sem þvingaði hana í gegnum þingið fylgdi ekki sjálf, hafi einhverja þýðingu fyrir allt aðra ríkisstjórn og allt annað þing. Því er líka haldið fram að núverandi utanríkisráðherra hafi brotið gróflega af sér með því að ræða ekki við ut- anríkismálanefnd þingsins áður en hann framkvæmdi yfirlýsta og margrædda stefnu ríkisstjórnarinnar. Hvernig skyldi sú gagnrýni líta út í ljósi sögunnar? Össur Skarphéðinsson, þá utanríkisráðherra, ræddi ekkert við utanríkismála- nefnd um þá stefnubreytingu sem tilkynnt var snemma árs 2013 að hætta að vinna að aðild Íslands að ESB. Þá hafði málið siglt í strand og jafnvel ákafir ESB-sinnar þeirr- ar ríkisstjórnar treystu sér ekki til að ljúka því. Ef ekki var ástæða til samráðs um þá stefnubreytingu, hvers vegna ætti þá að hafa verið ástæða til samráðs um að hnykkja á og framkvæma yfirlýsta stefnu nú? En þetta er ekki allt. Össur ræddi ekki heldur við utan- ríkismálaefnd þegar hann samþykkti að fara með hern- aði gegn Líbíu fyrir fjórum árum. Það samþykki Íslands, sem óhætt er að segja að hafi verið óvænt og sætt tíðindum, þótti ekki kalla á samtal við utanríkismálanefnd. Hvers vegna láta menn þá þannig nú að brýna nauðsyn hafi borið til að ræða við utan- ríkismálanefnd að þessu sinni? Það skyldi þó ekki vera hluti af spunanum sem ein- kennt hefur ESB-umsóknina frá upphafi og óskandi væri að færi að linna. Í sögulegu ljósi eru ásakanir um sam- ráðsleysi við utan- ríkismálanefnd fjar- stæðukenndar} Spunavélin snýst enn Þ egar maður á börn þá fylgir því að hluti sjónvarpsáhorfs hverrar viku heyrir til barnaefnis. Oft er það bara í fínu lagi enda felur það jafnan í sér samverustundir þar sem foreldrar og börn sitja saman, hlæja saman og velta fyrir sér spursmálum í hinu stóra samhengi hlutanna – ef barnaefnið er vandað. Með þetta í huga er gaman að skoða hvers eðlis barnaefni er með hliðsjón af því hvaðan það kemur. Sænskt barnaefni er upp- fullt af sósíalrealisma, eins og við er að búast. Gömlu leiknu myndirnar um Emil í Kattholti fólu í sér þunga undiröldu þar sem deilt var á stéttaskiptingu, fátækt og misskiptingu; Pét- ur og kötturinn Brandur fegrar að sama skapi hið einfalda og fábrotna sveitalíf og deilir á sljóa og ruddalega borgarbúa. Þegar talið berst að ensku efni detta mér helst í hug þættir þar sem aðalsöguhetjurnar eru launamenn sem lenda í hversdagsævintýrum, samanber Póstinn Pál og Bubba byggi. Það kveður heldur við annan tón þegar haldið er vestur um haf. Bandarískt efni er uppfullt af ofur- hetjum, leiftrandi litum og brjálæði. Ekki er gert ráð fyrir því að börn hafi snefil af þolinmæði eða einbeit- ingu lengur en sem nemur fáeinum andartökum. Síklifandi endurtekning og andleysi „fjórmenning- anna“ í Teletubbies er þá kapítuli út af fyrir sig sem ætti með réttu að banna börnum. Hverjum dettur í hug að svona fáránlega fyrirsjáanlegt efni sé börnum hollt? Sem minnir mig á nýlegt barnaefni. Þar kennir ýmissa grasa og ekki eru þau öll beysin. Prófið að horfa á „Unnar og Vinur“ ellegar „Robbi og Skrímsli“. Hvorttveggja er til þess fallið að magna upp einhverjar raskanir í börnum, taugaveiklun í það minnsta. Litirnir eru stuðandi (fjólublár, flöskugrænn og stálgrár eru áberandi), teikningarnar ýktar og skældar, tónlistin manísk og söguþræðirnir víraður þvætt- ingur. Skárra er þá að horfa á frönsku þætt- ina um Loppulúða, sem eru framúrskarandi vel talsettir og þar á ekki sístan hlut Guð- mundur Ólafsson en allt sem hann gerir í talsetningu er snilld, og húmorinn bæði og tónlist fyrirtak. Undraveröld Gúnda er líka bráðskemmtileg, þótt gamanið sé súrt bæði og grátt. Talsetningin á þar stóran hlut að máli en hún er framúrskarandi. Steinn Ármann, ég er ekki síst að tala um þig. Svo er það eftirlætisefnið úr æsku. Þá meina ég allt eins framhaldsskólaárin. Þá áttu Hollendingar allt í einu móment, í kringum 1990. Uxasögur (e. Ox Tales) voru magnaðir þættir um Bjössa bola, skjaldbökuna Dúllu og misvitru górilluna Rappó, sem lentu í ólíkleg- ustu ævintýrum. Húmorinn svo gallsúr að óstjórnleg hlátursköstin jöðruðu við örorku meðan á þeim stóð. Al- freð Önd var vart síðri, bara alvarlegri og þegar best lét voru þeir hápólitískir með hárbeittum ádeilubroddi. Hvar er svona barnaefni í dag? jonagnar@mbl.is Jón Agnar Ólason Pistill Efni fyrir börnin – eða ekki STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen þeirra hér í sveitinni en ég komst að því að ég væri ekki að vinna í minni heimabyggð ef ekki væri fyr- ir ferðamenn og þessi ágæti maður hefði ekki heldur vinnu. Maður má því passa sig að vera hóflega pirr- aður á þeim.“ Gerist hratt Ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega í sveitinni á undan- förnum árum og hafa einhverjir heimamenn miklar áhyggjur af því að straumur ferðamanna sé að fara úr böndunum. Verndarsvæði Mý- vatns og Laxár er á rauðum lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eru undir svo miklu álagi að talið er að bregðast þurfi strax við. Stækkunin hans Helga snertir ein- mitt verndarsvæðið en engin hús verða á því svæði. „Það á að bera hámarksvirð- ingu fyrir náttúrunni og við verð- um ekki með nein hús innan lín- unnar. Ég tel að við höfum fundið heppilegt land fyrir þessa stækkun þar sem verður lítið rask. Mest af því sem við ætlum að gera verður þannig afturkræft. Ef það verður ákveðið einn daginn að ferðaþjónusta sé ekki málið þá verða ekki mikil ummerki. Ríkið eyðir mjög takmörkuðu fé í uppbyggingu og viðhald ferða- mannastaða hér í sveit. En sveitarfélagið í heild er að vinna að framtíðarsýn og skipu- lagsvinnu því það eru margir snertifletir sem menn sjá ekki endilega fyrir sem ferðamenn snerta á.“ Helgi flutti í sveitina fyrir tveimur árum og tók þá við ferða- þjónustunni á Geiteyjarströnd af föður sínum sem byrjaði að byggja upp svæðið fyrir um áratug eða skömmu eftir að Kísiliðjunni var lokað. Hann segir fyrirhugaða áætlun dýra og því verði ráðist í verkefnið í áföngum. „Það hefur gengið vel að byggja hér upp smekklega gistingu og gestir okkar eru ánægðir. En þetta er dýrt verkefni. Fyrsta skrefið kostar um 150 milljónir samkvæmt áætlun. Ef við færum að gera allt sem okkur dreymir um er það fjárfesting upp á rúmar 500 milljónir,“ segir hinn 27 ára gamli Helgi. Hugsa langt frekar en stórt við Mývatn Geiteyjarströnd Þar er draumurinn að reisa 15 nýjar byggingar, allt að 1.500 fermetrum, fyrir ferðaþjónustu, gistiskála og íbúðarhús. Kostnaðurinn hljóðar upp á hálfan milljarð en fyrsta skrefið kostar um 150 milljónir. Alls búa 395 í Mývatnssveit, samkvæmt tölum Hagstofunnar, og hefur íbúum hreppsins fjölg- að um 24 frá síðasta ári, sem er fjölgun upp á rúm 6%. Deiliskipulag er komið á lagg- irnar fyrir nýja götu í þorpinu Reykjahlíð og þykir nýja gatan til marks um uppgang í atvinnu- lífi Mývatnssveitar. Síðasta gata sem lögð var við Reykjahlíð heitir Birkihraun og var lögð á 9. áratug síðustu ald- ar. Um 120-150 manns koma til starfa í ferðaþjónustu í Mý- vatnssveit á hverju sumri og sagði Yngvi Ragnar Krist- jánsson, oddviti Skútustaða- hrepps, í viðtali við Morg- unblaðið seint á síðasta ári að það vantaði fólk í sveitina – næga vinnu væri að fá. Fjölgaði um 24 á milli ára MIKILL UPPGANGUR Í MÝVATNSSVEIT FRÉTTASKÝRING Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Nýverið auglýsti sveitar-stjórn Skútustaða-hrepps tillögu að aðal-skipulagsbreytingu þar sem gert er ráð fyrir að stækka landnotkunarreit við Geiteyjar- strönd úr 1,6 hekturum í 4,2 hekt- ara. Þar er stefnt að 15 nýjum byggingum, allt að 1.500 fermetr- um, fyrir ferða- þjónustu, gisti- skála og íbúðar- hús. Í Mývatns- sveit er nú mikill uppgangur og ekki langt síðan hótel Laxá tók til starfa, Sel hótel var stækkað og nú ætlar Helgi Héðinsson, ferða- þjónustubóndi á Geiteyjarströnd, að stækka við sig. Hann segir þó að tillagan sé hugsuð til langs tíma og ekki sé á áætlun að byggja allar 15 byggingarnar í einu. „Við hugsum frekar langt en stórt. Ég efast um að við gerum þetta allt í einu, það er svo þungt að skipuleggja svæðið því það er undir náttúruverndarlögum, Geit- eyjarströnd er við vatnsbakkann og á hrauni. Þetta er allt frekar snúið í ferli. Við hins vegar teiknuðum mikið ef við skyldum fara í stuð og fara í frekari framkvæmdir,“ segir Helgi, sem er uppalinn Mývetn- ingur og vinnur nú í heimabyggð – þökk sé ferðamönnum. „Ég var eitthvað að röfla við karlinn sem sér um þvottinn fyrir okkur um ferðamenn og umgengni Helgi Héðinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.