Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015
MBA
TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA
www.mba.is
KYNNINGARFUNDUR MBA-NÁMSINS Í HÁSKÓLA ÍSLANDS
Kynningarfundur um alþjóðlega vottað MBA-nám við Háskóla Íslands verður haldinn
miðvikudaginn 18. mars nk. Magnús Pálsson forstöðumaður MBA-námsins
kynnir námið og fyrirkomulag þess en einnig mun Jón Ólafur Halldórsson, MBA
2012 og forstjóri Olís, segja frá sinni reynslu af náminu.
Kynningin stendur frá kl. 12:00 til 12:45 og fer fram í stofu HT-101 á Háskólatorgi.
Boðið verður upp á létta hádegishressingu en skráning fer fram með því að senda
tölvupóst á mba@hi.is.
PIPA
R
\TB
W
A
•
SÍA
•
15
13
3
5
Hjörtur J. Guðmundsson
Andri Steinn Hilmarsson
„Það er ekki hægt að eiga í efnis-
legum viðræðum við Evrópusam-
bandið ef hugur fylgir ekki máli.
Hafi menn ekki þingmeirihluta
traustan að baki sér, hafi menn ekki
ráðherra í ráðherrastólum sem ætla
að vinna að framgangi málsins þá er
þetta fyrirfram dauðadæmt,“ sagði
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra á Alþingi í gær í umræðum um
stöðu þingsins sem Einar K. Guð-
finnsson, forseti Alþingis, setti á
dagskrá að beiðni stjórnarandstöð-
unnar. Var hún sett á dagskrá í ljósi
ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að
senda bréf til ESB þar sem ríkis-
stjórnin lýsti því yfir að umsóknar-
ferlinu yrði ekki haldið áfram.
Einar K. sagði reginmun á bréfi
ríkisstjórnarinnar og þingsályktun-
artillögu utanríkisráðherra sem lögð
var fram á Alþingi fyrir ári um að
umsóknin yrði kölluð til baka. Einar
sagði þingsályktun frá 2009 um að
sótt yrði um inngöngu í Evrópusam-
bandið vera í fullu gildi, enda fæli
bréf ríkisstjórnarinnar ekki í sér að
svo væri ekki. Alþingis væri að
ákveða framhald hennar. Þings-
ályktunin um að sækja um inngöngu
í ESB frá 2009 hefði stuðst við póli-
tískan stuðning þáverandi þing-
meirihluta. Þingsályktanir hefðu
ekki lagalegt gildi heldur fælu þær í
sér pólitískan vilja þingsins hverju
sinni. Vísaði Einar til skýrslu sem
skrifstofa Alþingis hefði unnið
haustið 2013 að hans beiðni um gildi
þingsályktana. Þar kæmi fram að
ráðherrum bæri að upplýsa Alþingi
ef ekki stæði til að fylgja eftir þings-
ályktunum en þess í stað innleiða
nýja eða breytta stefnu, þá annað-
hvort með skýrslu eða með sam-
þykkt nýrrar þingsályktunartillögu.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra tók í svipaðan
streng og Bjarni Benediktsson og
sagði að til þess að ríkið gæti talist
umsóknarríki að Evrópusamband-
inu yrði ríkisstjórn viðkomandi lands
að vera fylgjandi inngöngu í sam-
bandið.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
fóru mikinn í umræðum á Alþingi.
Ríkisstjórnin var sökuð um að reyna
að fara framhjá þinginu í málinu og
að í stað þingræðis hefði verið inn-
leitt ráðherraræði. Róbert Marshall,
þingflokksformaður Bjartrar fram-
tíðar, sagði að svo virtist sem rík-
isstjórnin skildi ekki stjórnskipan
landsins. Katrín Júlíusdóttir, vara-
formaður Samfylkingarinnar, sagð-
ist ósammála því. Ríkisstjórninni
væri einfaldlega sama um hana.
Þingflokksformaður Samfylking-
arinnar, Helgi Hjörvar, sagði kröfu
stjórnarandstöðunnar vera þá að
bréf ríkisstjórnarinnar til Evrópu-
sambandsins, um að Ísland væri ekki
lengur skilgreint sem umsóknarríki
að sambandinu, yrði dregið til baka
enda hefði það enga þýðingu. Um-
sókn landsins væri enn í fullu gildi.
Tíðindi dagsins
Guðmundur Steingrímsson, for-
maður Bjartrar framtíðar, sagði tíð-
indi dagsins að einungis Alþingi gæti
slitið viðræðunum um inngöngu í
Evrópusambandið. Hann sagðist
þeirrar skoðunar að verulegum
árangri hefði verið náð í viðræðunum
og ef þeim hefði verið haldið áfram
væri líklega samningur á borðinu í
dag sem hægt hefði verið að kjósa
um.
Svandís Svavarsdóttir, þing-
flokksformaður Vinstrihreyfingar-
innar – græns framboðs, sagði mál-
flutning forystumanna ríkisstjórnar-
innar í málinu ganga í ýmsar áttir.
Þá sagði hún ljóst að ef vafi væri á
því að þingsályktanir Alþingis væru í
gildi bæri að túlka málið lýðræðinu í
vil. Hins vegar væri tilhneiging til
þess að túlka slíkt framkvæmdavald-
inu í vil.
Munur á bréfi og þingsályktun
Bjarni Benediktsson segir ekki hægt að eiga viðræður við ESB ef hugur fylgi ekki máli Ríkis-
stjórnin sökuð um að reyna að fara framhjá þinginu Helgi Hjörvar vill að bréfið verði dregið til baka
Morgunblaðið/Kristinn
Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í umræðunum
í gær, þegar Evrópumálin voru rædd að beiðni stjórnarandstöðunnar, sem óskaði eftir sérstakri umræðu.
Einar K.
Guðfinnsson
Helgi
Hjörvar
„Nú höfum við ríkisstjórn þar sem
enginn ráðherra styður aðild að
Evrópusambandinu. Við höfum
flokka í ríkisstjórn með meirihluta
hér á þingi sem hvorugur stefnir að
inngöngu í Evrópusambandið.
Samt láta þeir sem stóðu að málinu
hér á síðasta kjörtímabili eins og
það sé bara sjálfsagt og eðlilegt að
krefjast þess af ríkisstjórninni sem
nú situr að hún vinni að inngöngu í
Evrópusambandið fyrir Ísland,“
sagði Bjarni Benediktsson, formað-
ur Sjálfstæðisflokksins, í umræðun-
um á Alþingi. Bjarni sagði viðræð-
urnar við ESB í raun ekki hafa
skilað neinu nema því að samið
hefði verið aftur um EES-
samninginn.
Hvað þjóðar-
atkvæða-
greiðslur varðaði
sagðist hann
aldrei hafa í eitt
skipti fyrir öll
útilokað slíkt í
tengslum við
Evrópumálin.
„Það eina sem
ég hef bent á er
að það er algerlega óraunhæft að
ætlast til þess að ríkisstjórn sem
hyggur ekki á inngöngu í Evrópu-
sambandið taki að sér að leiða slík-
ar aðlögunarviðræður,“ sagði
Bjarni.
Enginn ráðherra styður aðild að ESB
Bjarni
Benediktsson
Formaður Samfylkingarinnar,
Árni Páll Árnason, sagði í umræð-
unum á Alþingi að það „stappaði
nærri landráðum“ að Gunnar
Bragi Sveinsson utanríkisráðherra
hefði átt í viðræðum við Evrópu-
sambandið um orðalag á bréfinu
sem ríkisstjórnin sendi samband-
inu þar sem farið var fram á að
Ísland yrði tekið af lista yfir um-
sóknarríki.
Í samtali við mbl.is sagði Árni
Páll að bréfið væri yfirveguð til-
raun ríkisstjórnarinnar til að kom-
ast framhjá þinginu í máli sem
þingið hefði þegar markað stefnu
í og það væri brot á grundvallar-
reglu þingræðis. „Ég er sammála
bæði formanni
utanríkismála-
nefndar og for-
seta þingsins í
því að þings-
ályktunin frá
2009 er í fullu
gildi,“ segir
Árni Páll. „Við
erum núna að
standa vörð um
stöðu þingsins
og virðingu fyrir skuldbind-
ingagildi þingsályktana og áhersla
okkar í dag verður á það. Við tök-
um svo skrefin áfram eftir því sem
aðstæður bjóða upp á á næstu
dögum,“ segir Árni Páll.
„Stappar nærri landráðum“
Árni Páll
Árnason
Ríkisstjórnin var einhuga um þá
ákvörðun að tilkynna Evrópusam-
bandinu að Ísland væri ekki leng-
ur umsóknarríki að sambandinu.
Þetta sagði Sigrún Magn-
úsdóttir umhverfisráðherra í um-
ræðum á Alþingi í gær en
ákvörðunin var tekin á ríkis-
stjórnarfundi á þriðjudaginn fyrir
viku og bréf byggt á henni afhent
fulltrúum Evrópusambandsins sl.
fimmtudag. Sigrún sagðist enn-
fremur sammála Bjarna Bene-
diktssyni fjár-
málaráðherra
en Bjarni sagð-
ist telja rík-
isstjórnina
óbundna af
þingsályktun
sem samþykkt
var á Alþingi
2009 þess efnis
að sótt yrði um
inngöngu í Evr-
ópusambandið.
Ríkisstjórnin einhuga um ákvörðunina
Sigrún
Magnúsdóttir