Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015
Bíólistinn 13. - 15. mars 2015
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
Cinderella
Focus
Kingsman: Secret Service
Chappie
DUFF
Ömurleg brúðkaup (Serial Bad Weddings)
Paddington
Annie (2014)
The SpongeBob Movie: Sponge Out of Water
Hrúturinn Hreinn
New
1
3
2
5
7
8
6
4
10
1
2
5
2
2
8
9
3
7
4
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Cinderella, sem byggð er á ævintýr-
inu um Öskubusku og leikstýrt af
Kenneth Branagh, var best sótt um
helgina af þeim kvikmyndum sem
sýndar eru í bíóhúsum landsins.
Nær 4.000 manns sáu myndina og
tekjur af henni námu um 3,5 millj-
ónum króna. Toppmynd síðustu
helgar, Focus, var einnig vel sótt,
um 1.800 manns sáu hana sem og
Kingsman: The Secret Service, sem
er aðra helgina í röð sú þriðja
tekjuhæsta. Yfir 21.000 manns hafa
séð þá mynd frá því sýningar hóf-
ust, fyrir fimm vikum.
Franska kvikmyndin Qu’est-ce
qu’on a fait au bon dieu? eða Öm-
urleg brúðkaup, trekkir enn að og
hafa 18.600 manns séð hana frá
upphafi sýninga.
Bíóaðsókn helgarinnar
Öskubuska á toppnum
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Til einskis nefnist ný plata tónlistar-
mannsins Arnljóts Sigurðssonar og
það æði forvitnileg, bæði hvað tónlist
og hönnun umbúða varðar. Á glært
hylkið hefur verið ritað með leysis-
kurði nafn Arnljóts og plötunnar og
nöfn laganna sex á kantinn en þau
heita „Engun“, „Engni“, „Engt“,
„Engskt“, „Engd“ og „Engad“.
Plötubæklingurinn er glær plast-
þynna með engu á, nema hvað, og á
diskinum stendur ekkert. Til einskis
er gefin út í takmörkuðu upplagi, á 50
diskum og var hún unnin í samstarfi
við belgíska vöru- og iðnhönnuðinn
Nicolas Kunysz sem starfar hjá The
Makery, alhliða ráðgjafar- og hönn-
unarverkstæði í Reykjavík.
Allt í einni töku
Arnljótur lýsir sönglausri tónlist-
inni á plötunni sem melódísku, púls-
andi rafsveimi. En hver er grundvall-
arhugmyndin á bak við þessa óvenju-
legu plötu, hvert er konseptið?
„Ég var að gera þessa músík á
nóttunni, stillti upp græjum og fór
bara að hamast. Þegar ég var kominn
með eitthvað í hendurnar, eða eyrun,
ýtti ég á „record“-hnapp á græjum
sem ég var með tengt í gegnum. Ef
upptakan heppnaðist vel var lagið
tilbúið þannig að það er allt gert í
einni töku á plötunni sem er ákveðið
konsept. Það er ekkert „over-dub“
eða neitt svoleiðis. Það sem sameinar
lögin í raun er „ambience“, sveimur
og svo er stöðugur púls eða ryþmi og
melódía sem leikur sér inni í því,“ út-
skýrir Arnljótur. „Fyrsta lagið kall-
aði ég „Engun“. Ég vildi ekki að titl-
arnir settu fram neinar hugmyndir
fyrir hlustendur,“ bætir hann við.
Platan hafi hlotið nafnið Til einskis og
lagatitlarnir allir afbökun á „engu“.
Umbúðir trufla ekki innihaldið
Hvað útgáfuformið varðar segist
Arnljótur hafa velt því fyrir sér að
gefa plötuna út stafrænt en á end-
anum hafi hann viljað gefa hana út á
föstu formi, á geisladiski. „Ég vildi
hafa þetta glært og í rauninni rosa-
lega „minimal“ þannig að ytra byrðið
væri ekki fyrir tónlistinni,“ segir
hann. Titlarnir eru enda ekki að
flækjast fyrir plötunni þar sem þeir
þýða í raun ekkert. „Þetta er allt til
einskis og líka tileinkað engu. Lof-
gjörð um ekkert,“ segir Arnljótur
kíminn.
Arnljótur segir erfitt að leika tón-
listina af plötunni í heild sinni á tón-
leikum. „Platan er „live“, það er nán-
ast engin eftirvinnsla fyrir utan
almenna masteringu. Það er varla
hljóðblandað,“ segir hann. „Þetta er
allt í einni töku og það er rosalega
erfitt að spila þetta allt saman frá a til
ö. Til þess þarf ég undirbúning fyrir
hvert einasta lag, tengja allar græjur
upp á nýtt, fara í græjurnar og hnika
öllu til svo ég geti spilað næsta lag.
Þannig að ég kem til með að spila eitt
og eitt lag af plötunni í framtíðinni,“
segir hann.
Kannski eitt á bókasafnið
– Hvar fæst platan, eru enn til sölu
eintök af þessum 50?
„Það er ennþá eitthvað til, ég er
með eintök í 12 tónum á Skólavörðu-
stíg og í Mengi. Svo ætla ég líka að
fara með eintök í Lucky Records og
held ég láti það bara duga. Svo er
náttúrlega hægt að hafa samband við
mig líka, ég er með nokkur eintök,“
svarar Arnljótur.
– Er þetta ekki safngripur fyrst
eintökin eru svona fá?
„Ja, sagan dæmir um það. Ég er
alla vega mjög hrifinn af þessu og
ánægður með þetta. Það væri gaman
og kannski fer ég með eintak á bóka-
safnið.“
Lofgjörð
um ekkert
Arnljótur Sigurðsson gefur út plöt-
una Til einskis Lagatitlarnir afbök-
un á „engu“ og allt gert í einni töku
Í Olomouc Arnljótur Sigurðsson boðar frið með tékknesku borgina Olomouc í baksýn í fyrravor.
Til einskis Plata Arnljóts.
• Konica Minolta fjölnotatækin (MFP)
eru margverðlaunuð fyrir hönnun,
myndgæði, notagildi, umhverfisvernd
og áreiðanleika.
• Bjóðum þjónustusamninga,
rekstrarleigusamninga og alhliða
prentumsjón.
• Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór
fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur
sem eiga það sameiginlegt að gera
kröfur um gæði og góða þjónustu.
• Kjaran er viðurkenndur söluaðili á
prentlausnum af Ríkiskaupum.
Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is
• BLI A3 MFP Line of the Year 2013
• BLI A3 MFP Line of the Year 2012
• BLI A3 MFP Line of the Year 2011
bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki
ÍSLENSKUR TEXTI
Besta leikkona í
aðalhlutverki
NÝ STUTTMYND
VERÐUR SÝND Á UNDAN
www.laugarasbio.is
Sími: 553-2075
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð Þr
iðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS OG
EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR VIÐ HLIÐINA Á
- bara lúxus