Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015
Nýlega afhentu Hringskonur skurðdeild Land-
spítala (LSH) rausnarlega gjöf. Um er að ræða
tvö tæki sem nýtast munu við skurðaðgerðir
bæði á börnum og fullorðnum, aðallega við
hjartaskurðaðgerðir eða aðrar aðgerðir þar sem
mikið getur blætt, segir í tilkynningu frá LSH.
Annars vegar er um að ræða Cell Saver, sem
er eins konar endurvinnslutæki fyrir blóð og
þvær blóð sem fellur til við aðgerðina. Þannig
er hægt að endurnýta blóð úr sjúklingnum sjálf-
um og fækka blóðgjöfum úr Blóðbanka. Hins
vegar er um að ræða tæki, HepCon, sem mælir
blóðstorku og styrk blóðþynnandi lyfja í blóði
sjúklinga. Tækið er aðallega nýtt við opnar
hjartaaðgerðir og mælir mun nákvæmar en áð-
ur hversu mikla blóðþynningu þarf þegar sjúk-
lingar eru tengdir við hjarta- og lungnavél.
Blóðþynning verður því nákvæmari, blæðing-
arvandamálum fækkar og minni þörf er fyrir
blóðgjafir.
Bæði tækin auka öryggi sjúklinga, ekki síst
við aðgerðir á börnum, segir í tilkynningunni.
Hringskonur gáfu Landspít-
ala tvö tæki til skurðaðgerða
Ljósmynd/Landspítali
Skólpdælustöðin við Skeljanes í
Fossvogi hefur verið á yfirfalli síð-
astliðna sólarhringa vegna mikilla
rigninga og hláku.
Því er hætta á að saurgerlameng-
un í sjó verði yfir viðmiðunarmörk-
um næstu daga.
Heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík
vill af þessum sökum ráða fólki frá
því að synda í sjónum í Fossvogi,
segir í tilkynningu frá Reykjavík-
urborg.
Ráðlagt að synda
ekki í Fossvogi
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Sjósund Verður varasamt næstu daga.
Brynjólfur Þorkelsson
Framkvæmdastjóri
binni@remax.is
Sylvía Walthers
Löggiltur fasteignasali
sylvia@remax.is
Skeifunni 17
Vilt þú vita hvers virði
eignin þín er í dag?
Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga!
HRINGDU NÚNA 820 8080
„...virkilega vönduð, lipur og góð þjónusta. Allt sem þau
sögðu stóðst. Auðvelt að mæla með Remax Alpha!“
Áslaug og Benni
Sími 511 8090 • www.yndisauki.is
Partýbakkinn frá Yndisauka
hentar við öll tækifæri
Partýbakkinn inniheldur 4 tegundir af spjótum,
kjúklingur satay, naut teriyaki, hörpuskel og
baconvafinn daðla, tígrisrækja með peppadew.
Bakkanum fylgja 2 tegundir af sósum.
Veitingar fyrir öll tækifæri, stór og smá,
fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Markmið okkar er alltaf það sama,
glæsilegar veitingar og ómótstæðilegt bragð.
Persónuleg og góð þjónusta.
Merki um að vorið sé handan við
hornið hafa sést á Suðausturlandi og
víðar síðustu daga ef marka má
fréttir af komum fugla. Þannig sáust
fyrstu brandendurnar á Flóanum
við Höfn á sunnudag, alls ellefu fugl-
ar, en brandendur hafa einnig sést
við Ölfusá. Töluverður tjaldakliður
var þá á Höfn og eitthvað af tjöldum
hefur komið þangað undanfarna
daga. Í Nesjum voru um 120 álftir og
þrír lómar komnir á Þveit í Nesjum,
að því er segir á vefnum fuglar.is
Brandöndin vekur athygli þar
sem hún sést, en hún er stór og lit-
fögur og minnir í fljótu bragði á gæs.
Hún verpur víða við strendur Evr-
ópu og fyrsta brandandarhreiðrið
fannst hér 1990. Íslenski stofninn er
ekki stór en frá 1991 hefur brand-
öndin orpið árlega í Borgarfirði.
Brandöndin er alfriðuð.
Glóbrystingur sást inni í bænum á
Höfn um helgina, fimmtán fjöruspó-
ar í Flóanum og gráhegrar sáust
m.a. við Bergá í Nesjum og Hvalnes
í Lóni. Þá má nefna að sparrhaukur
hefur undanfarið sést á Höfn.
Á vef Eyjafrétta segir að fimm
tjaldar hafi sést á suðurhafnargarð-
inum í gær og einnig sást til álfta.
aij@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Brandönd Ungur steggur á Bakkatjörn, en mest er af brandönd í Borgarfirði.
Brandendur og
tjaldakliður á Höfn
Forvarnahópurinn Náum áttum
stendur fyrir fundi á Grand hóteli á
morgun, miðvikudag, kl. 8.15 þar
sem fjallað verður um geðheil-
brigði barna. Sjónum verður beint
að viðbrögðum og úrræðum í heil-
brigðiskerfinu og sagt frá nýrri
nálgun í þessum efnum sem reynst
hefur vel, segir í tilkynningu.
Frummælendur á fundinum
verða María Hildiþórsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sjónarhóls, Sigrún
Daníelsdóttir, verkefnastjóri hjá
embætti landlæknis, og Hákon Sig-
ursteinsson, sálfræðingur Þjón-
ustumiðstöðvar Breiðholts. Fund-
arstjóri er Salbjörg Bjarnadóttir en
fundurinn er öllum opinn.
Rætt um geðheilsu barna á morgunfundi