Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2015næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 16
Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015 525 2080 // sala@valitor.is // www.valitor.is Valitor býður hraðvirka og örugga posa sem gerir söluaðilum kleift að taka við snertilausum greiðslum. Söluaðilar eiga þess kost að fá uppfærslu á posabúnað sinn og geta þá boðið við- skiptavinum sínum að greiða með síma eða snertilausu korti auk hefðbundinna greiðsluleiða. Þú sérð um söluna – við sjáum um greiðsluna Snertilausar greiðslur í posum H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 4 -0 7 2 7 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Mikið er um að ferðamenn virði ekki merkingar og öryggisbönd við Gull- foss. Neðri stígurinn að Gullfossi er lokaður á veturna en stöðugur úði frá fossinum gerir stíginn afar vara- saman. Samkvæmt upplýsingum Um- hverfisstofnunar er algengt að fólk hætti sér niður stíginn þrátt fyrir viðvaranir og lokanir. Stofnunin segir að slík hegðun sé fordæm- isgefandi og hvetji aðra gesti svæð- isins til sömu hegðunar. „Því var það mikið áhyggjuefni þegar nokkr- ir ferðamenn hundsuðu lokun á neðri stígnum og í ofanálag fóru út af stígnum og gengu út á íshengju sem skagar nokkra metra fram af klettabrúninni sjálfri. Á stuttum tíma höfðu fjölmargir elt fótsporin og skilið allt svæðið eftir út- traðkað, alla leið út á ystu nöf. Mikil mildi var að ekki varð mannskætt slys vegna þessa at- hæfis,“ segir í frétt Umhverf- isstofnunar. Gull- foss er einn fjöl- sóttasti ferðamannastaður landsins og þúsundir ferðamanna skoða foss- inn á hverjum degi. Ekki hvort heldur hvenær Ástdís Kristjánsdóttir, rekstr- arstjóri við Gullfoss, sagði í samtali við Morgunblaðið þriðja mars að spurningin væri hvenær, ekki hvort, eitthvað gerist við fossinn. Undir það tekur Örvar Már Kristinsson, formaður Félags leiðsögumanna. „Ég tek alveg undir þessi orð. Þess- ar myndir eru svakalegar. Þarna er fólk að labba á hengjunni og ef fólk stígur nánast eitt skref í viðbót þá er voðinn vís. Undir snjónum er klakabrynja og ef þetta fer af stað þá fer sá aðili sem stendur þarna upp á bara niður. Ég hef séð svona líka við Dettifoss.“ Hann segir að ís- lenskir leiðsögumenn vari fólk við og fræði sína gesti um svæðið. Það sé hinsvegar alltaf að aukast að fólk sé að ferðast hingað til lands á eigin vegum og viti ekki hvernig eigi að haga sér hér á landi. Þá sé sífellt að aukast að erlendar ferðaskrifstofur komi með erlendan leiðsögumann. „Þeir þekkja jafnvel ekki hætturnar sem leynast hér á landi. Ég þekki til dæmis ekki hvernig ég á að haga mér í Ölpunum þó að ég hafi komið á Vestfirði.“ Ferðamenn á ystu nöf við Gullfoss Hættulegt Ferðamenn hundsuðu lokun við Gullfoss og gengu út á íshengju sem slútir fram af klettabrúninni sjálfri.  Ferðamenn hundsuðu lokun  Gengu út á íshengju sem skagar nokkra metra fram af klettabrúninni við Gullfoss Örvar Már Kristinsson Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hagnaður Faxaflóahafna nam 644,4 milljónum króna á síðasta ári og er það tæplega 57 milljónum betri nið- urstaða en árið 2013. Tekjur voru 220,9 milljónir umfram áætlun en rekstrarútgjöld voru 56,2 milljónum undir áætluðum útgjöldum. Faxaflóahafnir greiða eigendum sínum 173 milljónir í arð, samkvæmt upplýsingum Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra. Reykjavíkurborg, á rúmlega 75% í Faxaflóahöfnum, en sveitarfélögin norðan Hval- fjarðar tæplega 25%, þ.e. Akranes, Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð. Milljarður í framkvæmdir Í fyrra var rúmum milljarði varið til framkvæmda. Í Sundahöfn var m.a. lokið við ýmis verkefni tengd leng- ingu Skarfabakka um 200 metra. Þessi bakkagerð hefur verið meginframkvæmd Faxaflóahafna sf. 2013-14. Þá var hafinn undirbúningur að gerð 470 metra hafnar- bakka utan Klepps, sem verður meginverkefni Faxaflóa- hafna sf. á árunum 2015-18. Þar er ætlað að verða helsti hafnarbakki farmstöðvar Eimskips í framtíðinni fyrir stærri og djúpristari flutningaskip. Á Grundartanga var unnið að lóða- og gatnagerð og hafnarframkvæmdum við lengingu Tangabakka, en reiknað er með að byggingu bakkans ljúki vorið 2015. Hafinn var undirbúningur að úthlutun lóðar fyrir Silicor Materials á Katanesi á Grundartanga. Í Gömlu höfninni í Reykjavík var m.a. unnið að þriðja áfanga endurnýjunar efri hæðar Bakkaskemmu og með honum lýkur heildarfrágangi á innréttingum fyrir Sjáv- arklasann á allri efri hæð hússins. Á Akranesi var unnið að dýpkun innsiglingar og snúningssvæðis skipa við að- alhafnargarð. Hagnaður Faxaflóa- hafna 644 milljónir  170 milljónir í arð  Bakki utan Klepps meginverkefnið Morgunblaðið/Styrmir Kári Skemmtiferðaskip í Sundahöfn Í fyrra var lokið við ýmis verkefni tengd lengingu Skarfabakka um 200 metra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 64. tölublað (17.03.2015)
https://timarit.is/issue/382175

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

64. tölublað (17.03.2015)

Aðgerðir: