Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Sköpunarmætti þínum er best beint
að því sem þú gerir vel nú þegar: Þér er mikið
í mun að gera sem best þú getur. Reyndu að
eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða
farðu í gönguferð.
20. apríl - 20. maí
Naut Haltu þig við jörðina og þá verða engin
ljón á veginum. Búðu þig undir að hitta
skemmtilegt og óvenjulegt fólk. Einhver kem-
ur þér á óvart í dag.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Nú reynir aldeilis á hæfileika þína.
Með réttu lagi átt þú ekki að eiga í erf-
iðleikum með að fá þitt fram. Farðu samt var-
lega, sumir eru úrillir í dag.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er óvenjumikil viðkvæmni í loft-
inu í dag og því hætt við deilum og sárindum.
Láttu ekki einskisverða hluti glepja þér sýn á
leið þinni að takmarki þínu.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Hlutirnir reynast oft aðrir og erfiðari en
við fyrstu sýn. Þér hættir til að missa móðinn
við minnsta mótbyr. Ekki gefast upp.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Nú er kjörinn tími til þess að segja
skoðanir sínar. Ef vinir þínir styðja þig ekki
heilshugar myndi ég setjast niður og end-
urmeta hlutina.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það skiptir engu máli hvernig viðrar hið
ytra aðeins ef þú gætir þess að hafa sól í
sinni. Njóttu þess að skapa en gleymdu þó
ekki þínum nánustu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur mikla þörf fyrir að flýja
raunveruleikann. Framkvæmdu af glæsibrag í
stað þess að fylgja áætlunum eins og vél-
menni.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þótt best sé jafnan að hafa ör-
yggið í fyrirrúmi koma þeir tímar að menn
verða stundum að hrökkva eða stökkva fyr-
irvaralítið. Reyndu að brosa og sýna öðrum
þolinmæði.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Hættu óvissunni í ástarmálum.
Vertu hvergi smeyk/ur, því þú ert með allt
þitt á hreinu. Þú siglir nú lygnan sjó.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Dagurinn í dag er ákjósanlegur
fyrir miklar endurbætur á heimilinu. Líttu á
þetta sem tækifæri til að æfa þig í þol-
inmæði.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Skipulag og samskipti gera þennan
dag fullkominn. Gjöfin þarf ekki að vera stór
til að gleðja svo gerðu ekkert umfram fjár-
hagslega getu þína.
Vitlaust alveg veðrið er
og varla fært til messu,
með feikna hvelli fuku af mér
fötin rétt í þessu
Hallmundur Kristinsson orti
sama morgun;
Andskoti orðið er hvasst;
upp hann rýkur.
Eins gott að eitthvað sé fast,
sem ekki fýkur
Eftir hádegi gekk veðrið niður
og asahláka. Davíð Hjálmar Har-
aldsson orti:
Styttist í vorið og hætt er að hríða,
í hugskoti er glatt.
Lækirnir fyssa og fannir fram skríða
því fjallið er bratt.
Leit hérna við en því leiddist að bíða
svo lognið fór hratt.
Hjálmar Freysteinsson yrkir á
Boðnarmiði um vandræði Evrópu-
sambandsins:
Mörg verða mér til baga
mistökin alla daga,
ó hve ég vildi
að ég skildi
bréfið frá Gunnari Braga.
En vegir stjórnvalda eru órann-
sakanlegir segir Gústi Mar:
Ef menn skrifa ört á blað
orðsins flækjast vegir.
Kannske ætti að kanna það
hvað Nostradamus segir.
Halldór Blöndal
halldorblonda@simnet.is
Vísnahorn
Vorboðinn
Sigurlín Hermannsdóttir skrifar íLeirinn fallega sonnettu, sem
hún kallar Vorboða:
Í görðum bálhvöss norðanhríðin næðir,
nýbyrjað er ár og grimmur vetur.
Feimin sólin fráleitt snjóinn bræðir,
hún fikrar sig þó ofar sem hún getur.
Upp úr frosnu beði laukur læðir
lítilli nál, því birtan áfram hvetur.
Hann dokar ögn ef vetrarvindar skæðir
virðast ætla að hafa í slagnum betur.
Aldrei gefst samt upp en bjartsýnn
þræðir
sinn iðjagrænan vorboða sem setur
lit á kaldan heim með galdri er glæðir
þá góðu von að endi langur vetur.
Því laukurinn með þrautseigju og þor
er þrákálfur sem boðar okkur vor.
Kerlingin á Skólavörðuholtinu
veit hvað hún syngur – eins og sjá
mátti á laugardagsmorgun
Í klípu
„FYRRI EIGANDI VAR OFÞJÖRKUÐ,
LÁGT LAUNUÐ, MARGSLUNGIN, BITUR,
ÚTBRUNNIN, HATURSFULL, REIÐ GÖMUL
KONA, SEM KEYRÐI BÍLINN ALDREI TIL
KIRKJU Á SUNNUDÖGUM.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ER ÞAÐ ALLT SEM ÞÉR ÞARFNIST, EITT
SÁPUSTYKKI?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að samþykkja að fara
í veiði með honum.
ÓKEYPIS
HVOLPAR
ÓKEYPIS
HVOLPAR
ÞEIR ERU SAMT
OF DÝRIR
GETUM VIÐ HUGSANLEGA NÁÐ AÐ KLÁRA EINA MÁLTÍÐ
ÁN ÞESS AÐ FARA AÐ RÍFAST?
ÉG BÝST
VIÐ ÞVÍ...
EN ÞÚ ÞARFT AÐ DRÍFA ÞIG
OG GETUR EKKI PANTAÐ
EFTIRRÉTT
Víkverji brá sér úr bænum umhelgina og slapp austur fyrir
fjall skömmu eftir að fellibylurinn
hafði gengið yfir. Já, fellibylur. Vík-
verji vill ekki nefna þetta öðru nafni,
hvað sem beturvitrungar segja.
Vonskuveður eða fárviðri duga ekki
til að lýsa þessum ósköpum sem
gengu yfir landið á laugardaginn.
x x x
Víkverji fór yfir Hellisheiðina, ífyrsta sinn í vetur, og augljóst
var að eitthvað hefur gengið á síð-
ustu vikur og mánuði. Vegurinn auð-
vitað orðinn holóttur en mörg vega-
skilti brotin eða löskuð eftir rok og
ruðninga. Verra var að sjá að veg-
stikur vantaði á löngum köflum.
Þarna þarf Vegagerðin að gera
bragarbót á því vegstikur eru mik-
ilvægt öryggistæki fyrir ökumenn.
En Víkverji fylltist hins vegar ör-
yggistilfinningu að aka niður tvö-
falda Kambana og vonandi verður
tvöföldun Suðurlandsvegar alla leið-
ina á Selfoss lokið á næstu árum.
x x x
Þegar ekið var inn í blómstrandibæinn, Hveragerði, blasti við
önnur athyglisverð sjón, sem Vík-
verja finnst að Reykvíkingar ættu að
kynna sér þegar veður og færð leyf-
ir. Borgarbúar hafa vælt mikið í vet-
ur yfir holóttum götum en þeir ættu
að aka eftir einni aðalgötunni í
Hveragerði, Breiðumörk. Þar er
engu líkara en nýr Suðurlands-
skjálfti hafi riðið yfir, með endilöng-
um sprungum í malbikinu. Ekki eru
Hvergerðingar að æsa sig yfir þessu,
heldur hægja bara ferðina og bíða
þolinmóðir eftir viðgerðum í vor.
x x x
Víkverji yfirgaf ekki Hveragerðiöðruvísi en að fá sér Kjörís og
líta inn í Álnavörubúðina. Þar er
hægt að gera kjarakaup á fatnaði og
skóm. Verst er að hafa Eden ekki
lengur í Hveragerði og vonandi
verður sá staður endurreistur með
einhverjum hætti. Að hafa ekki
Eden í Hveragerði er eins og ef
vatnið í Gullfossi gufaði upp, Strokk-
ur hætti að gjósa við Geysi og
Brynjuís yrði lokað á Akureyri.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Sjá, hann kemur í skýj-
unum og hvert auga mun sjá hann,
jafnvel þeir sem stungu hann, og allar
kynkvíslir jarðarinnar munu kveina yf-
ir honum. Vissulega, amen. (Opb. 1, 7.)
- með morgunkaffinu
www.isfell.is
Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is
kranar & talíur
Hafðu samband
og kynntu þér
vöruúrvalið og
þjónustuna