Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2015næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015 SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Ómönnuð, fjarstýrð loftför, gjarnan nefnd drónar, eru nú auglýst sem fermingargjafir við hlið hárblásara og snjallsíma og að sögn er mikil eftirspurn eftir þeim. Samgöngu- stofa leggur nú lokahönd á gerð reglugerðar um dróna og önnur ómönnuð loftför og er þar m.a. leit- að fanga hjá öðrum Evrópulöndum. Ekki er til nein skrá yfir loftför af þessu tagi hér á landi. Á forsíðu auglýsingablaðs ELKO, undir fyrirsögninni „Fermingar- gjafirnar fást í ELKO“, gefur á að líta hárblásara, þráðlausan ferðahá- talara, snjallsíma og dróna. Síðast- nefnda tækið hefur líklega ekki áð- ur talist til algengra fermingargjafa og hefur reyndar ekki verið til sölu hjá ELKO áður. Óttar Örn Sigur- bergsson, innkaupastjóri verslunar- innar, segir mikla eftirspurn valda því að ákveðið var að bjóða dróna til sölu og þeir eru í boði bæði með og án áfastra myndavéla. „Við stefnum á að bjóða upp á úrval af þessum tækjum, við finnum mikla eftirspurn og mikinn áhuga fyrir þeim. Við erum að bregðast við því,“ segir Óttar. „Við eigum von á stærri og dýrari drónum á næstunni, ekki þó svo stórum að þeir séu eins og sú gerð sem stund- um er kölluð iðnaðardrónar. En ég veit ekki hvort þeir ná inn fyrir fermingar.“ Talsvert í umræðunni Óttar segir drónana höfða til margra, ekki bara fermingarbarna eða ungmenna. „Þetta er svolítið svipað og með tölvuleikina; það eru ekkert bara unglingar sem eru að spila þá, heldur fólk á öllum aldri. Kannski verður þetta vinsælasta fermingargjöfin í ár, hver veit?“ Drónar hafa verið talsvert í um- ræðunni, aðallega fyrir þær sakir að við þá er hægt að festa búnað sem tekur myndir og myndskeið. Þannig er hægt að taka myndir á stöðum sem ljósmyndarar hafa ekki aðgang að. Í því sambandi hafa vaknað ýmsar spurningar um frið- helgi einkalífs þeirra einstaklinga sem gætu komið fyrir í myndefn- inu. Um dróna og önnur ómönnuð fjarstýrð loftför hafa gilt sömu lög og um rafræna vöktun, þ.e. að hana má ekki gera á öðru fólki nema fyr- ir því sé heimild. Sækja hefur þurft um leyfi fyrir dróna sem eru þyngri en 5 kíló að heildarþyngd og hefur Samgöngustofa hingað til gefið út leyfi fyrir tvo slíka dróna. Fyrir léttari dróna þarf ekki að sækja um leyfi. Engin skrá er til yf- ir ómönnuð loftför hér á landi, en fjölmargar fyrirspurnir berast Samgöngustofu um slík tæki. Undanfarin misseri hefur Sam- göngustofa unnið að reglugerð um dróna og skyld tæki og er sú vinna langt komin, að sögn Þórhildar El- ínardóttur upplýsingafulltrúa Sam- göngustofu. „Þessa dagana er verið að safna saman óformlegum athugasemdum sem kallað var eftir víða að og í framhaldinu verða send drög til innanríkisráðuneytisins. Þaðan fara þau í formlegt umsagnarferli,“ seg- ir Þórhildur. Ábyrgðarhluti að nota dróna Þeir sem hafa veitt umsagnir um reglugerðardrögin eru m.a. þeir að- ilar sem Samgöngustofu var kunn- ugt um að starfræktu ómönnuð loft- för, einnig voru drögin m.a. send háskólum, Persónuvernd og flug- félögum til umsagnar. Þórhildur segir að við gerð reglu- gerðarinnar hafi m.a. verið leitað fanga hjá öðrum Evrópuþjóðum. „Það er víða verið að huga að reglum á þessu sviði. Drónar geta komið að miklu gagni í ýmsum að- stæðum en geta líka valdið skaða. Það þarf að koma skýrt fram að það sé mikill ábyrgðarhluti að nota þessi tæki og að í gildi séu loft- ferðalög sem öllum ber að fara eft- ir. Reglugerðin má ekki vera með þeim hætti að hún komi í veg fyrir þau not sem við getum haft af tækni sem þess- ari,“ segir Þórhildur. Drónar auglýstir í fermingargjöf  Mikil eftirspurn og áhugi, segir innkaupastjóri hjá ELKO  Von á stærri og dýrari drónum  Samgöngustofa leggur lokahönd á drög að reglugerð um dróna  Rætt um lagasetningu í Evrópu Morgunblaðið/Golli Á flugi Dróni undir styrkri stjórn Normans Jóns Karlssonar, sölumanns hjá ELKO. Verslunin hóf nýverið að selja dróna og auglýsir þá sem fermingargjöf við hlið hárblásara og snjallsíma. Nú er unnið að reglugerð um dróna. Í byrjun mánaðarins var haldin ráðstefna um dróna og fjarstýrð loftför í eigu almennings og ann- arra einkaaðila á vegum Evr- ópuráðsins í Riga í Lettlandi. Þar komu saman ýmsir hagsmuna- aðilar, þeirra á meðal fulltrúar fyrirtækja sem hanna og smíða dróna og ráðherrar samgöngu- mála víða að úr Evrópu. Á ráðstefnunni var samþykkt ályktun sem m.a. felur í sér að drónar verði skilgreindir sem ný tegund loftfara. Brýn þörf sé á að ríki ESB setji reglur um notk- un dróna. Í ályktuninni segir að drónar bjóði upp á margvíslega möguleika á ýmsum sviðum samfélagsins og með þeim sé hægt að vinna ýmis verk á ódýr- ari og fljótlegri hátt en ella. Þar er lögð rík áhersla á rétt fólks til að búa við öryggi og per- sónuvernd, í lögum og reglum verði að taka mið af áhyggjum almennings af því að tæki á borð við dróna verði notuð í vafasöm- um tilgangi. Á næsta ári er stefnt að inn- leiðingu staðla um notkun dróna í löndum Evrópusam- bandsins. Markmið staðl- anna er að gera evrópsk- um tæknifyrirtækjum og þjónustuaðilum dróna að sækja fram á þessu sviði, en á sama tíma gæta að öryggissjón- armiðum og vernd einkalífs fólks. Brýn þörf á reglum HÉLDU DRÓNARÁÐSTEFNU Total Result á 20% afslætti – á öllum Matrix sölustöðum landsins. Finndu okkur á „Matrix á íslandi“ Helstu keppendur Íslands á fyrstu 30 borðunum á Reykjavíkur- skákmótinu riðu ekki feitum hesti frá viðureignum sínum í 8. umferð í gær. Lenka Ptacnikova, sem tefl- ir fyrir Ísland, hafði þó sigur í sinni skák og lagði Þröst Þórhalls- son að velli. Hannes Hlífar Stef- ánsson náði jafntefli gegn Banda- ríkjamanninum Marc Esserman, sem er alþjóðlegur skákmeistari, og Dagur Arngrímsson og Hjörvar Steinn Grétarsson sömdu um jafn- tefli í sinni viðureign. Þá gerði Stefán Krist- jánsson jafntefli við Danann Daniel L. Bisby. Héðinn Stein- grímsson, Hen- rik Danielsen og Jón Viktor Gunnarsson töp- uðu allir sínum viðureignum. Efstur í mótinu er Hollending- urinn Erwin L’Ami með sjö og hálfan vinning. Lenka lagði Þröst Þórhallsson að velli Lenka Ptacnikova Trúlega og ótrúlegar sögur berast af hremmingum fólks í óveðrinu á laugardaginn. Snemma morguns meðan veðrið var í algleymingi átti ónefndur trésmiður leið niður Grensásveginn, sem væri vart í frá- sögur færandi þar sem maðurinn hefur tengst Smáíbúðahverfinu í 60 ár. Hressilega tók í bíl hans og sem betur fer voru fáir á ferli. Skyndi- lega sá hann eitthvert ferlíki steyp- ast á götuna um tíu metrum framan við bílinn. „Þarna var þá kominn þriggja sæti sófi, sem skall harkalega í mal- bikinu og tók sig síðan upp aftur og endaði ferð sína í næsta húsagarði,“ segir maðurinn. „Sófinn kom bók- staflega í loftköstum yfir bílinn áður en hann brotlenti. Trúlega hefur sóf- inn fokið úr garði eða af svölum áður en hann fór fram úr mér, en til allrar hamingju var enginn um borð.“ Hann segist hafa stöðvað bílinn og það hafi tekið nokkrar mínútur áður en hjartsláttur hans varð eðlilegur á ný. aij@mbl.is „Sófinn kom bókstaflega í loftköstum yfir bílinn“  Íbúa í Smáíbúðahverfinu var brugðið í óveðrinu Morgunblaðið/Golli Fok Binda þurfti niður strætóskýli og sófasett fuku í óveðrinu. Starfsmaður í verktöku fyrir Orku náttúrunnar (ON), dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, skarst illa í andliti í gær þegar hann fékk fjúk- andi veggplötu í höfuðið við Hellis- heiðarvirkjun. Verið var að safna saman og fergja plötur sem höfðu farið af stað í óveðrinu sl. laugardag utan af kæliturni við virkjunina. Maðurinn var fluttur í skyndi á slysadeild Landspítalans, þar sem gert var að sárum hans. Lögreglu og Vinnueftirlitinu var gert viðvart um slysið en maðurinn vankaðist við höggið þegar platan fór í andlit hans. Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að farið verði ítarlega yfir tildrög slyssins í því augnamiði að koma í veg fyrir frekari óhöpp. Nokkurt tjón varð á Hellisheiðar- virkjun í óveðrinu um helgina, án þess þó að rekstur hennar stöðvað- ist. Helst var það á kæliturnum, þar sem veggplötur losnuðu. Fékk plötu í höfuðið og skarst  Verktaki fyrir ON slasaðist við Hellisheiðarvirkjun í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 64. tölublað (17.03.2015)
https://timarit.is/issue/382175

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

64. tölublað (17.03.2015)

Aðgerðir: