Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015
Þá er hún amma Gunna dáin.
Lífsins gangur, jú víst er það. Ég
lít um öxl og hugurinn reikar.
Það fyrsta sem kemur upp í hug-
ann eru sólrík sumur í Ytri-Hlíð í
sumarfríunum okkar. Ilmur af
nýslegnu heyi og blómstrandi
garðurinn í Ytri-Hlíð og niðurinn
frá ánni. Ég skyggnist inn í húsið
og sé langa hvíta bekkinn í eld-
húsinu, stóra eldhúsborðið og
rauða tröppustólinn í horninu.
Amma á harðaspani, berandi mat
á borðið fyrir allan herinn og ekki
stoppað eina mínútu. Ávallt að
hugsa um afkomendurna og að
hafa alla sadda og sæla. Þar næst
er hún rokin niður í stígvélin og
ég skröltandi á eftir henni út í
fjós. Eftir mjaltirnar er ég komin
í svefnherbergi afa og ömmu,
hugsanlega hef ég fengið að vera
þar ein þegar ég hef verið búin að
gera alla vitlausa með relli og
suði. Þar inni upplifði ég annan
heim, glansandi rúmteppið svo
fínt að það var á mörkunum að ég
þyrði að setjast á það, náttslopp-
ur ömmu á snaganum mjúkur
sem silki viðkomu og allskyns
krem og fínerí. Ég var þess full-
viss að amma Gunna væri ein fín-
asta frú í heimi og var nokkuð
roggin af því að eiga hana sem
ömmu. Svo einfalt í barnshugan-
um sem gerði sér enga grein fyrir
Guðrún Björg
Emilsdóttir
✝ Guðrún BjörgEmilsdóttir
fæddist á Setbergi í
Vopnafjarðar-
kauptúni 23. októ-
ber 1928. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Sundabúð í
Vopnafirði 5. mars
2015.
Guðrún var jarð-
sungin frá Vopna-
fjarðarkirkju 16.
mars 2015.
hversu mikla vinnu
amma innti af hendi
á sólarhring hverj-
um. Sex barna móð-
ir og bóndakona,
það segir sig sjálft
að það voru ófá
handtökin í dags-
verkunum hennar.
Síðar meir skildi ég
þvílíkt hörkutól og
dugnaðarkona hún
var.
Með þessum skrifum mínum
er þó ekki ætlunin að gera úr
henni ömmu einhverja heilaga
manneskju, hún var, líkt og við
hin, mannleg með sína kosti og
galla. Ég þakka ömmu samfylgd-
ina og veit að við hittumst síðar,
væntanlega á góðum stað.
Ása Hauksdóttir.
Elsku amma. Pönnukökurnar
þínar voru bestar í heiminum, er
ekki gott að byrja á því? Ætli ég
geti ekki þakkað þér fyrir björg-
unarkútana sem eru búnir að
vera fastir á mér frá tveggja ára
aldri, enda stutt að fara til þín í
kaffi og alltaf bauðst þú upp á
bestu kaffitímana. Hvort sem það
var heyskapur, smalamennska
eða sauðburður stóðstu alltaf
vaktina á heimilinu og beiðst með
bakkelsið á borðinu.
Alltaf þegar karlarnir (afi,
pabbi og Frissi) voru ekki nógu
góðir við mig kom ég inneftir til
þín að kvarta yfir þeim og alltaf
stóðstu með mér, huggaðir mig,
þerraðir tárin og sendir mig aftur
út til þeirra og sagðir mér að
svara þeim fullum hálsi sem og ég
gerði.
Alltaf þegar ég var sendur að
ná í djús í heyskapnum þá bland-
aðirðu handa mér sér í litla flösku
og hinir fengu í stórar flöskur því
ég gat ekki drukkið út úr öðrum
og alltaf sýndirðu því skilning.
Amma, þú varst nagli og ekk-
ert stoppaði þig í að halda gott
heimili og koma börnunum þín-
um til manns, þínar bestu stundir
voru þegar þú fékkst öll börnin
þín til þín í jólaboð eða á merk-
isdögum.
Þú framkallaðir 44 líf, amma,
sem er dágóð tala.
Heimurinn er tómlegri án þín
en minning þín mun ávallt lifa.
Ég á eftir að hugsa til þín í
hvert skipti sem ég fæ saman-
brotið eldhúsrúllublað við hliðina
á disknum mínum.
Sigurjón (Sjonni).
Elsku amma. Ég á margar
góðar minningar um þig sem ég
mun ekki gleyma. Það var alltaf
svo gaman að koma í heimsókn til
þín og afa í sveitina. Svo komstu
reglulega í heimsókn til okkar í
borgina. Þá fórum við mamma
með þér í búðir og þú keyptir þér
fín föt. Svo labbaði ég með þér í
búðina og við keyptum Mars-
súkkulaði og spjölluðum um dag-
inn og veginn. Þú faðmaðir mig
svo vel og lengi, alltaf svo blíð og
góð. Ég er þakklát fyrir tímann
sem ég fékk með þér.
Margt er hér að muna og þakka
– mjúklát þögnin geymir allt.
Innst og dýpst í okkar vitund
áfram heill þú lifa skalt.
Vorið kemur – lóuljóðin
lifna brátt, þó enn sé kalt.
Þá mun ástrík öðlingshöndin
eins og geisli strjúka um kinn,
fjallablær þíns heiða hugar
hljóður leita í brjóstið inn,
augun horfa af hæðum nýjum
heim í gamla dalinn sinn.
(Jóhannes úr Kötlum)
Hvíldu í friði elsku amma.
Guðrún Sif.
Elsku amma mín.
Ég á svo margar góðar og ynd-
islegar minningar frá dvöl minni í
sveitinni hjá þér og afa. Ég kom
alltaf til ykkar á vorin leið og
skólinn var búinn. Og þá var
sauðburðurinn byrjaður. Þú vissir
svo vel hvað mér fannst gaman að
koma í sauðburðinn. Ég gat verið
tímunum saman uppi í fjárhúsum
í kringum litlu lömbin. Og hvað
þér þótti gaman að henni Freyju
minni. Þegar ég var ekki í sveit-
inni þá sagðir þú mér oft frá því að
þegar þú varst uppi í fjárhúsum
og varst eitthvað að gera í kring-
um hana Freyju þá kom hún alltaf
til þín og vildi láta klappa sér. Og
ef þú gerðir það ekki þá ýtti hún
alltaf hornunum í þig svona til að
láta þig vita að þú ættir að sinna
henni.
Á vorin hjálpaði ég ykkur afa
að taka til í garðinum eftir vet-
urinn. Mér fannst garðurinn í
Ytri-Hlíð sá allra flottasti og ég
sagði öllum frá stóra fallega garð-
inum í sveitinni. Og þú varst svo
dugleg að sjá um blómin í blóma-
beðinu. Stundum fórstu út í garð
og tókst nokkur blóm og settir í
vasa til að hafa inni.
Við fórum oft saman í rabar-
baraleiðangur. Tíndum rabarbara
og fórum með heim þar sem ég
hjálpaði þér að skera hann niður
og þú gerðir svo dýrindis rabar-
baragraut. Bestu kanilsnúðar sem
ég hef á ævinni smakkað voru
kanilsnúðarnir sem þú bakaðir.
Alvöru snúðar, mjúkir með mikl-
um kanil. Og sandkakan þín var
sko alvöru. Ég hef aldrei fengið
alvöru sandköku nema hjá þér og
mun aldrei fá. Það getur enginn
gert svoleiðis köku eins og þú
gerðir.
Þér fannst alltaf svo gott að fá
þér eina skeið af hunangi með
kaffinu. Það var fastur liður hjá
þér. Ég man að mér fannst þetta
alltaf svo líkt karamellu en þetta
bragðaðist pottþétt ekki eins og
karamella, það er ég alveg viss
um. En þér fannst þetta svo gott.
Ég gleymi aldrei fjórhjólaferð-
inni sem ég fór með Hauki frænda
eitt sumarið. Á heimleiðinni sat ég
einhverra hluta vegna framan á
hjólinu en ekki aftan á. Við vorum
að keyra veginn að Ytri-Hlíð. Þá
sá ég þig í eldhúsglugganum með
hnefann á lofti. Þú varst sko alls
ekki ánægð að sjá þetta.
Ég gleymi heldur aldrei öllum
þeim stundum sem við sátum
inni í eldhúsi og lögðum kapal.
Það voru ófáar stundirnar sem
það var gert. Og þegar við horfð-
um á uppáhaldsþáttinn okkar,
lögregluhundinn Rex. Þú hafðir
svo gaman af þeim þætti.
Það er eitt lag sem minnir mig
alltaf á ykkur afa. Í mínum huga
er það lagið ykkar. Það er lagið
Undir bláhimni. Ég gleymi aldrei
þegar þú og afi dönsuðuð við
þetta lag á ganginum í Ytri-Hlíð.
Þessi minning um ykkur veitir
mér svo mikla gleði. Get ekki
annað en brosað þegar ég hugsa
til þessa tíma. Ég er svo lánsöm
að hafa fengið að vera hjá þér og
afa í sveitinni og oft þegar ég
hugsa til baka þá sakna ég þessa
tíma. Þetta voru svo einstaklega
skemmtileg ár. Það var alltaf nóg
að gera í sveitinni.
Takk fyrir allar góðu stund-
irnar okkar saman. Ég mun ætíð
varðveita þessar minningar í
hjarta mínu. Takk fyrir að gera
þessi ár svo eftirminnileg.
Hvíldu í friði, elsku amma.
Þín,
Guðný Ósk.
Nú er mágkona mín fallin frá
eftir erfið veikindi.
Okkar kynni hófust þegar
bróðir minn Sigurjón kom með
konuefni sitt á æskuheimili okk-
ar í Ytri-Hlíð þar sem þau byrj-
uðu búskap móti foreldrum okk-
ar.Við náðum fljótt góðum
kynnum og áttum þar glaðar
stundir, hún var mjög orðheppin
og hláturmild svo það var oft
hlegið mikið.
Guðrún ólst upp í kaupstaðn-
um á Vopnafirði en var fljót að
aðlagast öllum sveitastörfunum,
dugleg og mikil húsmóðir, um-
gengnin slík að aldrei sá á neinu í
kringum hana.
Ég fluttist síðan í kaupstaðinn
en oft fórum við í sveitina, þar
kynntust börnin okkar og var oft
fjör þar í heyskap og fleiru, eins
komu þau til okkar og var margt
brallað, stundum farið í ferðalög
með hópinn. Einnig fengu okkar
börn að vera í sveitinni smátíma,
hún talaði oft um þann yngsta
sem hún bauðst til að fóstra fyrir
mig þegar ég þurfti að fara til
Reykjavíkur, og þótti svo vænt
um hann. Ég er henni alltaf
þakklát fyrir þennan hlýhug.
Á efri árum keyptu hjónin hús
í kaupstaðnum þegar þau
brugðu búi, þá var hún komin á
æskustöðvarnar, í nánd við sjó-
inn sem hana vantaði í sveitinni
og saknaði. Nú naut hún þess að
horfa á skip og báta sigla inn og
út fjörðinn. Hana langaði alltaf á
sjó, á bát sem maðurinn minn
átti en ekkert varð af því vegna
lasleika hennar.
Við hittumst nú oftar, orðnar
nágrannar og þá sagði hún mér
frá æsku sinni hér í þorpinu með
ljóma í augum. Hún hafði unnið
við beitningu og fleira, fannst
það gaman og svo höfðu þau sem
unglingar farið á sjó, stundum út
í Skipshólmann í kvöldblíðunni.
Þá var hér kvennahandbolti sem
hún tók þátt í og talaði oft um
hvað það hefði verið gaman. Síð-
an fóru þær systur til Horna-
fjarðar sem ráðskonur á bát.
Það varð að venju að þau
borðuðu með okkur á jólunum
eftir að þau fluttu hingað og við
höfðum mikil samskipti, annars
fór hún lítið úr húsi seinni árin
vegna lasleika.
Hún varð fyrir því að brotna í
haust og komst ekki heim í sitt
hús eftir það því hún þurfti mikla
hjúkrun á sjúkradeildinni hér á
Vopnafirði. Hún var sátt við að-
stæðurnar, ánægð og þakklát
fyrir góða umönnun.
Ég er full þakklætis að hafa
átt þess kost að kynnast mág-
konu minni og vera í þessari
nánd á seinni árum okkar.
Blessuð sé minning hennar.
Ver þú, ó Guðsson, nú í nótt oss hjá,
þó návist þín ei virðist dagsins þrá.
En þegar húmar, Kristur komdu hljótt,
oss kvíðinn gleymist frá og verður
rótt.
(Valdimar V. Snævarr)
Valgerður H. Friðriksdóttir.
Við vinkonurnar kynntumst á
vinnustað okkar en Þorgerður
réðst til Raunvísindastofnunar
Háskólans snemma á sjöunda
áratugnum sem ritari og hægri
hönd Þorsteins Sæmundssonar
stjarneðlisfræðings. Við hinar
bættumst smátt og smátt í hóp-
inn og allar löðuðumst við að
Þorgerði, enda var hún einstak-
lega alúðleg og hjálpsöm, skap-
góð og skemmtileg og hvers
manns hugljúfi. Þorgerður vann
á Raunvísindastofnun til starfs-
loka.
Um miðjan níunda áratuginn
ákváðu þrjár okkar að stofna
klúbb, sem við kölluðum Gufu-
skipafélagið. Nafnið kom til af
því að við höfðum á þeim tíma
fyrir sið að bregða okkur í sund
og gufubað eftir vinnu. Mark-
mið félagsins var að skemmta
okkur með því að halda mat-
arboð, fara saman í sumarbú-
staði innanlands og í ferðalög
til útlanda, söfnuðum við í sjóð
til að standa straum af því.
Fleiri bættust í hópinn þang-
að til við vorum orðnar sjö.
Fyrsta utanlandsferðin var til
Parísar, þar sem matar- og vín-
Þorgerður Sigur-
geirsdóttir
✝ Þorgerður Sig-urgeirsdóttir
fæddist á Ísafirði
14. desember 1928.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð 6. mars
2015.
Útför Þorgerðar
var gerð frá Digra-
neskirkju 16. mars
2015.
kúltúrinn steig
okkur svo til höf-
uðs og kviðar að
það tók tímana tvo
að jafna sig. Í ann-
arri ferð vorum við
staddar í Kaup-
mannahöfn þegar
silfur„brullaup“
Margrétar Þórhild-
ar drottningar var
haldið hátíðlegt og
þar fetuðum við í
fótspor þjóðskáldanna íslensku,
ortum ljóð og fluttum á helstu
krám borgarinnar, þar á meðal
Hviids Vinstue og Det lille Apo-
tek. Við fórum til Ungverja-
lands þar sem Þorgerður
reyndi að smygla okkur inn á
þekkta heilsulindarstöð en okk-
ur tókst ekki að útvega lækn-
isvottorð svo að við misstum af
herlegheitunum. Maður varð
nefnilega að vera „hospitality
ill“, sögðu Ungverjarnir. Þar í
landi var okkur boðið í garð-
veislu á ungverskt heimili og
komumst þar í kynni við heima-
menn. Hver ferðin tók við af
annarri en síðustu ferðina fór-
um við til Veróna á Ítalíu, og
þaðan til Feneyja þar sem við
sigldum á gondólum um síki
borgarinnar og lentum í fleiri
ævintýrum.
Við vorum duglegar að halda
upp á stórafmæli hver annarr-
ar, ortum þá gjarnan brag til
afmælisbarnsins og sungum
hann annaðhvort við undirleik
vina og kunningja af segulbandi
eða heillar hljómsveitar. Allt er
þetta varðveitt á myndum og
myndböndum sem gaman er að
skoða og ylja sér við gamlar
minningar og vitum við að Þor-
gerður naut þess þegar á leið
ævina. Við litum ævinlega á
Þorgerði sem leiðtoga okkar,
flaggskip Gufuskipafélagsins
eins og við kölluðum hana, enda
var hún okkar elst og reyndust,
sérstaklega í peningamálum og
hélt hún utan um sjóðinn okkar
og skipulagði ferðirnar í sam-
ráði við hinar.
Síðasta áratuginn var svo
komið að Þorgerður treysti sér
ekki í langar ferðir og eftir að
stofnfélagar Gufuskipafélagsins
höfðu hætt störfum urðu sam-
fundir líka strjálli. Þessar þrjár
reyndu þó að hittast, þegar vel
stóð á, en eins og skáldið sagði:
„Vinir berast burt með tímans
straumi /og blómin fölna á einni
hélunótt“.
Við munum sakna Þorgerðar
og ætíð halda minningu hennar
á lofti.
Að leiðarlokum viljum við
votta Stefáni og fjölskyldu Þor-
gerðar innilega samúð.
Árný, Bryndís, Edda, Guð-
björg, Guðrún og Guðríður.
Ég dey og ég veit, nær dauðann að
ber,
ég dey, þegar komin er stundin
ég dey, þegar ábati dauðinn er mér
ég dey, þegar lausnin mér hentust er
og eilífs lífs uppspretta er fundin.
(Stefán Thorarensen)
Þessar ljóðlínur komu upp í
huga mér þegar ég heyrði að
kjarnakonan Þorgerður Sigur-
geirsdóttir væri látin.
Ég kynntist Þorgerði fyrir 60
árum þegar ég kom 13 ára
sveitastelpa til Soffa og Dídíar
á Meltröð 4. Þá bjó þessi skyn-
sama gæðakona í húsinu við
Hátröðina eða „á bak við“ eins
og sagt var.
Kynni okkar endurnýjuðust
svo þegar Íþróttafélagið Glóð
tók til starfa. Stefnan var sett á
að auka lífsgæði fólks og þar
lagði þessi áræðna og áhuga-
sama kona sín lóð, svo um mun-
aði, á vogarskálarnar.
Hún tók að sér trúnaðarstörf
fyrir félagið og sinnti þeim af
alúð og þekkingu. Hún sýndi
málefninu stuðning í verki með
virkri þátttöku í líkamsrækt og
félagsstarfi eins lengi og hægt
var.
Hér vil ég þakka Þorgerði
hennar framlag til Glóðar og fé-
lagsstarfs eldra fólks í Kópa-
vogi.
Elsku Gerða mín! Ég kveð
þig með djúpri virðingu og
þökk fyrir þína hlýju og gefandi
nærveru. Ég tel það forréttindi
að fá að kynnast slíkum mann-
auði.
Kæri Stefán! Ég votta þér,
svo og öðrum syrgjendum,
mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Þorgerð-
ar Sigurgeirsdóttur.
Sigurbjörg Björgvinsdóttir,
formaður Glóðar.
Þegar kemur að því að
kveðja kæra vinkonu eru minn-
ingarnar margar.
Það er ótrúlegt en satt að lið-
in eru nærri 70 ár síðan fundum
okkar bar fyrst saman.
Ungar konur ólofaðar í
blóma lífsins. Við áttum allan
heiminn og framtíðina fyrir
okkur. Allar ferðirnar í skála
Æskulýðsfylkingarinnar þegar
við vorum ungar og ólofaðar
jafnt að sumri sem vetri eru
efst í huga og þakklæti fyrir
allar þær góðu stundir. Alltaf
gaman, engin leiðindi.
Saman stofnuðum við síðan
saumaklúbb til að styrkja vin-
áttuna og halda hópinn, við vor-
um fimm,
Kolla, Gerða, Halley, Gugga
og Magga. Við fráfall Kollu árið
1979 varð stórt skarð í klúbbn-
um en við stóðum bara þéttar
eftir. Árið 2010 kvaddi Halley
og eftir sátum við þrjár. Núna
við fráfall Gerðu erum við bara
tvær.
Aldrei bar skugga á vinátt-
una. Með árunum kynntumst
við mökum okkar og urðu þeir
strax góðir vinir. Vináttuböndin
hafa aldrei rofnað, bara styrkst
ef eitthvað er.
Börnin okkar léku sér saman
þegar þau voru lítil en þegar
þau uxu úr grasi fórum við að
ferðast.
Mest fórum við utan, sjaldn-
ast á sama stað en oft fórum við
til Benidorm. Skipulagið á þess-
um ferðum var í höndum
Gerðu. Gerða var þar í essinu
sínu, hún var höfuðið okkar og
fararstjóri. Hún var sérlega
lagin við að kanna, panta og
finna bestu leiðir hverju sinni.
Ferðirnar voru margar og við
fórum víða. Ekki alltaf sömu
ferðafélagarnir þar sem ekki
allir áttu heimangengt á sama
tíma. Í hópinn bættust góðir fé-
lagar, Rósa og Haukur frá
Siglufirði.
Eftir að Gerða fór inn á
Sunnuhlíð höfum við reynt að
koma til hennar ekki sjaldnar
en mánaðarlega. Kaffibrauðið
er farið að þynnast síðan í
gamla daga, pönnukökur og
vínarbrauð. Engar hnallþórur
og ekkert sérrí.
Gleðistundir sem geymast í
minningunni og aldrei gleym-
ast.
Elsku Stefán, Gunnar og fjöl-
skyldur, okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Minning um góða vinkonu lif-
ir í sálum okkar.
Guðbjörg Jóhannsdóttir,
Solveig Margrét
Þorbjarnardóttir.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einn-
ig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu
ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja viðhengi
við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær
hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram
upplýsingar um foreldra, systk-
ini, maka og börn. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar