Morgunblaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 35
krók 1990 vann ég í Blómabúðinni hjá
Möggu Guðvins, en eftir að við flutt-
um á Siglufjörð 1993 hef ég að mestu
unnið í banka, fyrst Íslandsbanka og
nú Sparisjóði Siglufjarðar.“
Listamaðurinn
Fríða var útnefnd bæjarlistamaður
Fjallabyggðar 2015. „Ég hef málað
og skapað síðan ég man eftir mér og
tók fullt af námskeiðum í gamla
Myndlistarskólanum sem var á
Freyjugötu rétt hjá þar sem ég bjó.
Fyrsta sýningin sem ég hélt var 1999
á Siglufirði og þriðja sýningin sem ég
held í Reykjavík verður opnuð List-
húsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, 28.
mars næstkomandi, þar sem ég sýni
myndir sem ég hef málað af hestum.“
Fríða hefur ekki bara fengist við að
mála. „Ég vann með stóla um tíma,
tók nýja og gamla og fann þeim nýtt
hlutverk og hélt stólasýningu í
Reykjavík 2007. Svo hef ég tekið törn
með gips og vinn með allt það sem
mér dettur í hug. Fríða lék í sjón-
varpsþáttunum Paradísarheimt, eftir
Halldór Laxness, þegar hún var 14
ára. Þetta voru þrír þættir og vor
sýndir um jólin 1980, en svo fór ég
fljótlega út í dansinn, lærði steppd-
ans, samkvæmisdansa og nánast alla
dansa. Núna dansa ég bara zúmba, á
ennþá steppdansskóna en hef ekki
tekið þá fram.“
Fríða stóð að stóru verkefni árið
2010 þegar hún fór af stað með Héð-
insfjarðartrefilinn. „Verkefnið snerist
um að prjóna 17 kílómetra langan
trefil sem átti að ná frá miðbæ Siglu-
fjarðar til miðbæ Ólafsfjarðar í gegn-
um nýju Héðinsfjarðargöngin, sem
voru vígð í byrjun október 2010. Til-
gangurinn var að klára tengingu bæj-
arfélaganna á hlýjan, mjúkan hátt.
Yfir 1.400 manns, víða að úr heim-
inum komu við sögu á einn eða annan
hátt. Við náðum markmiðinu. Hann
mældist 11,5 kílómetrar en teygðist
svo vel að við hefðum náð lengra en
markmiðið var Trefilinn bútaði ég svo
niður, lét merkja hann og númera og
hann var svo seldur til styrktar Um-
hyggju, félagi til styrktar landveikum
börnum. Samtals safnaðist yfir
800.000 kr.“
Helstu áhugamál Fríðu fyrir utan
fjölskylduna, heimilið og myndlistina
eru hestar. „Það snýst allt orðið um
þá og við eigum núna tíu hesta. Svo
hleyp ég og stefni á að taka þátt í
fimm hlaupum í sumar, eitt fyrir
hvern áratug.“
Fjölskylda
Eiginmaður Fríðu er Unnar Már
Pétursson, f. 29.8. 1965, fjármála-
stjóri hjá Ramma hf. Foreldrar Unn-
ars: Pétur Bolli Björnsson, f. 26.3.
1940, d 1.4. 1996, bifreiðastjóri á
Hofsósi og síðar á Sauðárkróki, og
Ragnheiður Kristín Erlendsdóttir, f.
5.2. 1939, bús. á Sauðárkróki,
Sonur Fríðu og Unnars er Mikael
Már Unnarsson, 28.9. 1997, nemi í
Menntaskólanum á Tröllaskaga.
Systir Fríðu er Halldóra Sif Gylfa-
dóttir, f. 23.4. 1967, sjúkraþjálfari á
Reykjalundi, bús. í Grafarholti. Hálf-
systir Fríðu: Hólmfríður Jónsdóttir,
f. 21.8. 1963, d. 5.2. 1995, skrifstofu-
maður í Reykjavík.
Foreldrar Fríðu eru Gylfi Heinrich
Schmidt Gunnarsson, f. 17.12.1940,
vann hjá Pósti og síma lengst af, bús.
í Grafarholti og Júlíana Magnús-
dóttir, f. 25.2. 1945, nuddari og jóga-
kennari, bús. í Reykholti í Biskups-
tungum.
Úr frændgarði Fríðu Bjarkar Gylfadóttur
Fríða Björk
Gylfadóttir
Borghildur Jóhanna Þórðardóttir
húsfreyja á Syðra-Lágafelli, síðar í Reykjavík
Jóhann Magnús Kristjánsson
bóndi á Syðra-Lágafelli í
Miklaholtshr., Snæf.
Steinunn Jóhannsdóttir
húsfreyja í Garðabæ
Magnús Björgvin Sveinsson
bóndi á Norðurbrún, síðast
póstur í Vesturbænum
Júlíana Magnúsdóttir
jógakennari og nuddari,
bús. í Reykholti í Biskupstungum
Júlíana Jónsdóttir
húsfreyja í Miklaholti
Sveinn Eiríksson
bóndi í Miklaholti í Biskupstungum
Hulda Óskarsdóttir Perry
fv. formaður kvennadeildar
Rauða krossins í Rvík
Elín Geira
Óladóttir
húsfreyja í
Reykjavík
Valborg
Sveinsdóttir
húsfreyja í
Reykjavík
Logi
Bergmann Eiðs-
son sjónvarps-
maður í Reykjavík
Hólmfríður Óladóttir Baldvinsson
rak hattabúð í Reykjavík
Heinrich Erich Schmidt
bankafulltrúi í Reykjavík
Fríða Sonja Schmidt
húsfreyja í Reykjavík
Gunnar Pétur Óskarsson
fulltrúi í Reykjavík
Gylfi H.S. Gunnarsson
vann hjá Pósti og síma,
bús. í Grafarholti
Halldóra Benediktsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Björgvin Óskar Benediktsson
sjómaður í Reykjavík
Bæjarlistamaður Fríða er bæjar-
listamaður Fjallabyggðar í ár.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015
Þorsteinn Erlingur Björnssonfæddist 17. mars 1915 íHvammi í Vallahreppi, S-
Múlasýslu. Foreldrar hans voru
Björn Björnsson, kaupmaður á Nes-
kaupstað, f. 8.5. 1889 í Þverdal í
Saurbæ, Dal., d. 24.12. 1977 og Þór-
ey Arngrímsdóttir, f. 10.5. 1891 á
Heykollsstöðum, Tunguhr., N-Múl.,
d. 30.7. 1964.
Þorsteinn ólst upp í Hvammi og
niður á fjörðum austur þar. Hann
hóf nám í rafvirkjun haustið 1932 hjá
föðurbróður sínum, Júlíusi Björns-
syni rafvirkjameistara í Reykjavík.
Hann lauk sveinsprófi í rafvirkjun
1936 og hélt utan til frekara náms í
Hässleholm tekniska skola í Svíþjóð.
1937-1939. Hann ílentist ytra á
styrjaldarárunum og vann að mestu
hjá rafmagnsfirma í Kristianstad á
Skáni í Suður-Svíþjóð. Þorsteinn
kom heim í mars 1947 ásamt konu
sinni og dóttur.
Þorsteinn réðst til starfa hjá
Rafmagnsveitum ríkisins og starfaði
þar til dauðadags. Þau hjón fluttust
til Akureyrar í byrjun starfsferils
Þorsteins. Þar var Þorsteinn eins-
konar rafveitustjóri Rafmagnsveitn-
anna á Norðurlandi eystra. Hann
hafði umsjón með breytingum á raf-
veitukerfinu á Svalbarðsströnd og
nágrenni, sem Rafmagnsveiturnar
höfðu nýlega yfirtekið af hreppnum.
Hann hafði umsjón með og annaðist
að hluta rafvæðingu sveitabýlanna í
námunda við Laxárvirkjun – Staðar-
bæjanna svonefndu. Þetta var ein af
fyrstu sveitaveitum Rafmagnsveitna
ríkisins og þurfti því að ýmsu að
huga bæði tæknilega og fjárhags-
lega.
Öll hin margvíslegu og vanda-
sömu störf Þorsteins hjá Rafmagns-
veitum ríkisins í þessi rúmlega þrjá-
tíu og sex ár báru þessum
eiginleikum hans ótvírætt vitni.
Hann var samviskusamur starfs-
maður og báru undirmenn hans
ávallt mikið og verðskuldað traust til
hans.
Kona Þorsteins var Emy Ólafsson
frá Bjärnum á Skáni í Svíþjóð, f. 15.
apríl 1917. Dætur þeirra eru Kat-
arína, f. 1945 og Áslaug, f. 1950.
Þorsteinn lést 16.12. 1983.
Merkir Íslendingar
Þorsteinn
Björnsson
95 ára
Jóninna Margrét Pálsdóttir
85 ára
Ingvar Þorleifsson
Magnús Kr. Guðmundsson
80 ára
Ingrid Kristín Hlíðberg
Jóhanna Bára
Sigurðardóttir
Sesselja Ósk Gísladóttir
75 ára
Kristján Þ. Stephensen
Sigríður E. Sverrisdóttir
Þorleifur Kristinn
Valdimarsson
70 ára
Guðfinnur R. Kjartansson
Ingimar Jónsson
Jóhannes L. Guðmundsson
Rósa Einarsdóttir
Stefán Héðinn
Gunnlaugsson
60 ára
Helga Guðrún
Gunnarsdóttir
Hugrún Helgadóttir
Sigríður Ólafsdóttir
Sigríður Sigurþórsdóttir
Stefanía Bragadóttir
Þuríður Gissurardóttir
50 ára
Guðmundur Gíslason
Helga Sigríður
Þórarinsdóttir
Marzenna Schodowska
40 ára
Bergur Þór Eggertsson
Edyta Bozena Hamulczyk
Gísli Heiðar Bjarnason
Guðmundur Benedikt
Friðriksson
Guttormur Helgi
Jóhannesson
Harpa Hilmarsdóttir
Jóna Magnea Pálsdóttir
Kolbrún Sigurjónsdóttir
Kristrún Ýr Gísladóttir
Leifur Hrafn Ásgeirsson
Sandra Vídalín
Kristjánsdóttir
30 ára
Bjarni Pétur Jónsson
Björn Sigþór Skúlason
Gianluca Parete
Hreinn Júlíus Ingvarsson
Jóhanna Ó. Sigtryggsdóttir
Kjartan Dagsson
Ólafur Tryggvi Eggertsson
Sven Klaus Scholtysik
Tadas Kaneckas
Þórunn Hannesdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Denis er frá Kró-
atíu og er matreiðslu-
maður á Grillinu.
Maki: Stefanía Björk
Blumenstein Jóhannes-
dóttir, f. 1988, kennara-
nemi við HÍ.
Barn: Andrea Embla, f.
2014.
Foreldrar: Slavko Grbic,
f. 1962, vinnur í Veiði-
horninu, og Ivanka Grbic,
f. 1964, vinnur hjá heim-
ilisþjónustu Kópavogs-
bæjar.
Denis
Grbic
30 ára Magnús er frá
Hellu en býr í Reykjavík
og er húsasmíðameistari
og sjálfstæður verktaki.
Maki: Arnfríður Kristrún
Sveinsdóttir, f. 1983, vinn-
ur að ferðamálum.
Börn: Gabríel Snær, f.
2008, og Haraldur Sólon,
f. 2011.
Foreldrar: Bergþóra
Björg Jónsdóttir, f. 1964,
skólabílstjóri, og Haraldur
Magnússon, f. 1963, járn-
smiður, bús. á Hellu.
Magnús Gabríel
Haraldsson
40 ára Eyrún er Skaga-
maður og er heimavinn-
andi á Akranesi.
Maki: Hjálmur Þ. Sigurðs-
son, f. 1974, framleiðslu-
stjóri hjá Ístak í Noregi.
Börn: Hafþór Freyr, f.
1993, Kristín Ása, f. 1995,
og Sóley Rut, f. 2001.
Foreldrar: Sigurður Pétur
Hauksson, f. 1955, bíl-
stjóri í Reykjavík, og Krist-
ín Steinunn Halldórs-
dóttir, f. 1952, skólaliði á
Akranesi.
Eyrún Sigríður
Kristínardóttir
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
náttúrulegt val
1
2
3