Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Qupperneq 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.4. 2015 Græjur og tækni Þ ótt tölvutækni sem annarri tækni fleygi fram og sú þróun sem átt hefur sér stað síðustu áratugi sé ótrúleg hafa not- endur ýmissa með- færilegra raftækja glímt við sama vandamál í áranna rás. Rafhlöður bregð- ast á ögurstundum og leita þarf að inn- stungu til þess að hlaða dýrgripina að nýju. Auðvitað hafa orðið framfarir á þessu sviði sem öðr- um, en engu að síður hafa þær ekki haldist í hendur við öra þróun tækjanna sem þær knýja. Eigendur farsíma fyrir snjallsímabyltinguna muna eflaust eftir því að ein hleðsla gat auðveldlega enst í viku, öfugt við núna, þar sem hlaða þarf hvern farsíma einu sinni á sólar- hring að meðaltali. Að hlaða síma og tölvur er jafnframt tímafrekt og það samræmist illa þeim tím- um þar sem allt skal vera taf- arlaust og aðgengilegt strax. Vísindamenn við Stanford- háskóla í Bandaríkjunum hafa nú þróað nýja tegund rafhlöðu sem gæti gert fólki kleift að hlaða síma að fullu á innan við mínútu. Að sögn forsvarsmanna háskólans er þessi rafhlaða, sem er búin til úr áli, jafnframt mun öruggari en þær litíumrafhlöður sem stuðst er við í dag í ljósi þess að þær geta bognað og tekið á sig högg án þess að skemmast. Þá getur ekki kviknað í þessum nýju rafhlöðum öfugt við litíumrafhlöður. Talið er að þessi nýja raf- hlaða geti valdið straumhvörfum enda skiptir skilvirkari varð- veisla rafmagns miklu máli fyrir þau markmið sem sett hafa verið hvað endurnýjanlega orku varðar. Hongije Dai, prófessor í efna- fræði við Stanford-háskóla, sagði í samtali við The Guardian í vik- unni að vel mætti vera að nýja álrafhlaðan myndi leysa önnur úr- ræði af hólmi. „Okkur hefur tek- ist að þróa nýja tegund rafhlöðu og hún getur komið í stað alkalínrafhlaðna, sem eru slæmar fyrir umhverfið, og litíumbattería, sem öðru hverju kviknar í.“ Akkilesarhællinn yfirstiginn Dai benti jafnframt á að erfitt væri að sjá fyrir hvað gæti vald- ið því að eldur kæmi upp í lití- umrafhlöðum, sem eru svo al- gengar í dag. „Það mun ekki kvikna eldur í nýju rafhlöðunni okkar. Þú gætir þess vegna bor- að í gegnum hana, en ekkert mun gerast. Litíumbatterí brenna fyrir undarlegustu sakir. Það get- ur gerst fyrirvaralaust, í bílnum þínum eða í vasanum eða hvað- eina.“ Nýja rafhlaðan hefur ekki aðeins aukið öryggi í för með sér heldur sagði Dai að rannsóknarteyminu hefði tekist að ná fram „fordæmalausum hleðslutíma“. Akkiles- arhæll fyrri álrafhlaðna hefur verið langlífi. Þau hafa yfirleitt hætt að virka eftir um 100 hleðslur eða svo. Hins vegar hefur frumgerð nýju rafhlöðunnar hjá rannsókn- arteymi Stanford verið hlaðin um 7.500 sinnum án þess að slíkt bitni á virkni hennar. Til saman- burðar má benda á að venjulegt litíumbatterí endist í um 1.000 hleðslur. Niðurstöður teymisins sem hannaði nýju rafhlöðuna voru birtar í vísindatímaritinu virta Nature nú fyrir skemmstu. Þar skrifuðu höfundarnir: „Þetta er í fyrsta skipti sem smíðuð hefur verið ofurhröð álrafhlaða sem þol- ir meira en eitt þúsund hleðslur.“ Einnig kom fram að einn af stærri kostum rafhlöðunnar væri sveigjanleiki hennar. „Þú getur beygt hana og brett upp á, svo það væri hægt að nýta hana í sveigjanlegum handheldum tækj- um. Þá er ál mun ódýrara í framleiðslu en litíum.“ Þótt talið sé að þessi nýja ál- rafhlaða eigi sér bjarta framtíð er hún þó enn sem komið er töluvert frá því að knýja neyt- endavæn raftæki á markaði, í ljósi þess að hún er nokkru afl- minni en litíumrafhlöður. „Ég sé fyrir mér að einmitt núna séu árdagar nýju rafhlöðunnar. Það er ansi spennandi,“ sagði Ming Gong, einn höfunda greinarinnar í Nature. „Að bæta efnið sem raf- skautið er búið til úr gæti leitt til þess að aflið yrði meira, orkan þéttari. Að öðru leyti býður þessi rafhlaða upp á allt sem góð raf- hlaða þarf að hafa; rafskaut sem eru ódýr í framleiðslu, mikið ör- yggi, háhraðahleðslu, sveigjanleika og langlífi.“ Rafhlöður úr áli sem hlaðast á innan við mínútu RANNSÓKNARTEYMI VIÐ STANFORD-HÁSKÓLA KYNNTI Í VIKUNNI NÝJA RAFHLÖÐU TIL SÖGUNNAR. HÚN ER BÚIN TIL ÚR ÁLI OG GERIR NOTENDUM KLEIFT AÐ HLAÐA HANA AÐ FULLU Á ÖRSKOTSSTUNDU. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Nýja rafhlaðan þykir mun öruggari en hefðbundnar litíumrafhlöður. Drónar til einkanota frá fyrirtækinu DJI, stærsta fram- leiðanda slíkra dróna á markaði, geta nú sent frá sér myndbönd í ofurgæðum í beinni útsendingu inn á You- Tube. Þeir eru jafnframt búnir betri staðsetningarbún- aði til þess að ferðast innan dyra og talið er að þeir geti átt mikla framtíð fyrir sér við kvikmyndun brúðkaupa. Drónar sendi út brúðkaup í beinni Æ tlunin er að byrja á því að ráða tíu ein- staklinga til að byrja með í prufuskyni í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Red- mond í Washington og ætlunin er svo að færa út kvíarnar ef allt gengur vel. Mary Ellen Smith, einn æðstu stjórnenda fyrirtæk- isins, sagði á bloggi Microsoft að fólk sem glímdi við einhverfu hefði ýmsa styrkleika sem Micro- soft þarfnaðist. „Allir einstaklingar eru ólíkir innbyrðis. Sumir búa yf- ir miklum hæfileikum til þess að leggja upplýsingar á minnið eða huga vel að smáatriðum eða geta unnið sérstaklega vel með stærð- fræði eða kóða.“ Fleiri fari að for- dæmi Microsoft Samtök einhverfra bæði í Banda- ríkjunum og Bretlandi hafa lýst yfir ánægju sinni með framtak fyrirtækisins en hafa jafnframt gefið út að fleiri fyrirtæki mættu fara að fordæmi Microsoft og sýna þeim margvíslegu hæfileikum sem einhverfir búa yfir aukinn áhuga. Ráðningarfyrirtækið Specialist- erne, sem hefur aðsetur í Bret- landi og Danmörku, mun sjá um ferlið fyrir hönd Microsoft. Fyrir- tækið vinnur fyrir ýmis tölvufyr- irtæki og markmið þess er að koma einhverfu fólki á framfæri á vinnumarkaði þar sem sérhæfðir hæfileikar þess nýtast. Sarah Lambert, talsmaður samtaka ein- hverfra á Bretlandi, sagði í sam- tali við BBC að það væri gleðiefni að einhverfir gætu fengið tækifæri hjá stórum fyrirtækjum á borð við Microsoft. „Þetta eru virkilega góð tíðindi að svona stórt fyrir- tæki skuli vera búið að átta sig á ónýttum möguleikum sem ein- hverfir geta opnað á. Einhverfir eru margir hverjir ótrúlega ná- kvæmir og áreiðanlegir starfs- kraftar sem geta komið fjölmörg- um vinnustöðum að gagni. Hins vegar eru t.d. aðeins 15% fullorð- inna einstaklinga með einhverfu í fullu starfi á Bretlandseyjum. Smávægileg úrræði til þess að koma til móts við þarfir þeirra geta skipt sköpum, t.d. að gera atvinnuviðtöl þægilegri og hjálpa þeim að skilja hinar óskrifuðu reglur vinnustaðarins.“ Einhverfir til starfa hjá tæknirisa TÆKNIRISINN MICROSOFT HEFUR NÚ GEFIÐ ÞAÐ ÚT AÐ FYRIRTÆKIÐ ÆTLI SÉR AÐ RÁÐA TIL SÍN EINHVERFA STARFSKRAFTA TIL ÞESS AÐ HJÁLPA ÞVÍ AÐ VAXA OG DAFNA. Microsoft hefur nú tekið skrefið og vonast er til þess að fleiri stórfyrirtæki sjái kosti einhverfra starfskrafta. AFP Gömlu góðu far- símarnir voru vissulega takmarkaðir en höfðu sinn sjarma og oftar en ekki frábærar rafhlöður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.