Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Page 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.4. 2015 Þ að er órói í loftinu og er þá ekki átt við lægðafylkingarnar óendanlegar, sem sótt hafa landið heim það sem af er ári. Það liggja launaátök í loft- inu. Átök eru af margvíslegum toga. Sum þeirra geta gert sitt gagn. Þau ná að hrista upp í fólki og fjölmiðlum þykja þau spennandi fréttaefni. Launaátök eru annars eðlis. Endalausar fréttir um fundi hjá ríkissáttasemjara eða fréttir um að fundir séu ekki haldnir hjá ríkis- sáttasemjara eru þreytulegt fréttaefni og skera sig þannig úr öðrum átökum, sem miðlar eru sólgnir í. Þvarg um launaflokka er beinlínis leiðinlegt. „Mér er verr við launaflokka en stjórnmálaflokka,“ sagði karlinn, „og þoli ég þá þó illa.“ Lögmál um lotur Allir vita að samningaviðræður um kaup og kjör verða að taka langan tíma og margir árangurslausir fundir þurfa að fara fram. Annars verður þetta aldr- ei sannfærandi. Um það er enginn ágreiningur við borðið, sem er þó sérhannað fyrir deilur. Atvinnurekendur verða að vera vissir um að þeirra fulltrúar hafi ekki látið toga sig lengra en þurfti fyrr en eftir langa mæðu og erfiði. Sama gildir um full- trúa launamanna. Þeir hljóta að sækja á atvinnurek- endur, frá atvinnulífi eða hinu opinbera, þar til sýnt er að út úr því liði næst ekki dropi til viðbótar. Hljómi þetta eins og sviðsetning á sýndarfundum eða sem leikaraskapur þá er lýsingin ekki sann- gjörn. Slíkar viðræður þurfa einfaldlega að ná til- teknum þroska. Aðeins reyndustu samningamenn kunna að mæla slíkt þroskastig. Aðilarnir eru mættir til leiks með sínar forsendur í farteskinu. Þær þarf að viðra og því næst sannreyna og loks nálgast sameiginlega túlkun svo halda megi áfram. Samningagerð er í eðli sínu flókin og margt gerist á milli samninga og lagfæra þarf galla sem komu í ljós á liðnu tímabili. Jafnræði er nú með aðilum Fyrir fáeinum áratugum var þekkingargrunnur samninga annar en hann er nú. Þá var staða vinnu- veitenda fræðilega öflugri en viðsemjendanna enda höfðu þeir úr meira fé að spila. En báðir aðilar urðu á þeim tíma að treysta mjög á faglega ráðgjöf frá stofnunum ríkisins. Tortryggni gætti stundum í garð slíkra stofnana. Það var skiljanlegt, en oftast ástæðulaust. Nú eru allir samningsaðilar vel búnir hvað þennan þátt varðar. Þeir geta lagt sitt mat á stöðu efnahagslífsins, þolmörk atvinnulífsins og gert spár um líklega þróun helstu hagstærða næstu árin. Þeir geta einnig auðveldlega lagt sjálfstætt mat á greinargerðir Seðlabanka, Hagstofu og eftir atvikum alþjóðlegra stofnana. Þessi breyting er mikilvæg. Þáttur, sem áður gat leitt til tortryggni, gerir það ekki lengur. Það þýðir þó ekki að þeir aðilar sem eigast við horfi á tilveruna sömu augum. Áherslurnar eru ólík- ar og enn verulegt svigrúm til að takast á. Pólitísk sjónarmið (ekki endilega flokkspólitísk) koma inn í myndina og forgangsröðun í margvíslegum skilningi. Þekkt eru dæmi um að öðrum megin við borðið vilji menn gjarnan fá skilning á að leggja þurfi af úrelt vinnubrögð svo fram náist hagræðing. Þótt skiln- ingur sé á því hinum megin borðs vilja þeir þar hafa hönd í bagga með hvernig ávinningi hagræðingar sé skipt. Eðlilegt átakaefni það. Mörgum þáttum kjaramála svipar saman á al- menna markaðnum og hinum opinbera. En fjarri því öllum. Gangi launþegar á almenna markaðnum of hart fram í kröfugerð gagnvart fyrirtækinu sem greiðir launin standa þeir frammi fyrir því að starfið kunni að gufa upp. Lífið er ekki eins gagnsætt hjá hinu opinbera. Áhrif þess að knýja fram „óraunhæf- ar kröfur“ á þeim bæ eru lengur að koma fram þar, en gera það að lokum þótt seint sé. Oft er látið eins og að launamenn hjá hinu op- inbera og á almennum markaði séu félagslegir ein- eggja tvíburar í launabaráttunni. Því fer þó fjarri. Tökum dæmi. Almennt er talið að „stjórnvöld“ séu í eðli sínu eftirgefanlegri í kjaradeilu en forráðamenn fyrirtækis. Þeir vita að fyrirtækið getur hæglega verið undir. Hið opinbera guggnar undan pressu og samþykkir kröfur sem eru langt umfram hagvöxt og þar með umfram þolmörk atvinnulífsins. Hið opinbera (ríki, sveitarfélög eða opinberar stofnanir) stendur undir þeim samningum sínum með skattahækkunum (tal um niðurskurð skilar litlu). Stærsti hlutinn af þeim sköttum lendir á fyrir- tækjum og starfsmönnum þeirra. Upphafsstaða í kjaraviðræðum á almenna markaðnum er því ekki björguleg. Ef launþegahreyfingin á almenna markaðnum, í réttlátri reiði sinni, beitti afli sínu til fulls í þeim leik myndu mörg fyrirtæki ekki rísa undir slíkum samn- Sagan er til, en auðvelt að komast hjá því að læra af henni Reykjavíkurbréf 10.04.15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.