Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 17
„Eftir góðan kvöldverð getur maður fyrirgefið hverjum sem er, jafnvel eigin skyldmennum“ Oscar Wilde * 26.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Barnamenningarhátíð lýkur á sunnudag með Bull- umsulli í Laugardalslaug. Þar er von á tónlistaratriðum og skemmtilegum gestum. Nú er um að gera að skella sér í vatnsrennibrautina eða mínígolfbrautina. Fjör í Laugardalslaug líka gerst að börn í grunnskóla kenni mikils prófkvíða.“ Orsakirnar geta legið bæði í efð- um og umhverfi. „Ákveðnir erfða- þættir gera fólk útsettara fyrir kvíða, og getur það þá birst í hvers kyns kvíðaröskunum, prófkvíða eða annars konar,“ útskýrir Orri. „Við sjáum prófkvíða einnig koma fram hjá krökkum sem eru mjög sam- viskusamir og gera ríkar og jafnvel óraunhæfar kröfur til sjálfra sín, og finnst alveg óþolandi að gera mistök.“ Þeir sem eiga við námsörð- ugleika að stríða geta líka farið að kenna mikils prófkvíða. „Þau upp- lifa próf þá sem mjög neikvæðan hlut, þar sem verið er að gera til þeirra kröfur sem þau standa ekki með nokkru móti undir. Kvíðinn getur þá verið lærður af fyrri reynslu, og verið miklu meiri en raunverulega er tilefni til.“ Skipulag og slökun Að sögn Orra er alls ekki óvinn- andi verk að ná tökum á prófkvíð- anum. Agi, undirbúningur og slök- unaræfingar geti gagnast mörgum en í alvarlegri tilvikum geti þurft sálfræðimeðferð. Alla jafna er lyfjameðferð ekki notuð við próf- kvíða nema í undantekning- artilfellum. Í tilviki yngstu nem- endanna þurfi foreldrarnir að reyna að hafa auga með börnunum sínum, sjá hvort prófkvíði er mögulega til staðar, og taka svo þátt í því ferli að koma böndum á kvíðann. „Það er ekki skimað markvisst eftir kvíðaeinkennum í skólum og ráðlegt fyrir foreldra að ræða við börnin sín um hvernig sýn þau hafa á prófin. Ætti að spyrja börn- in spurninga sem leiða í ljós hvort þau hafa raunhæfar hugmyndir um afleiðingar þess ef prófið gengur illa. Þeir sem eru með prófkvíða hafa oft ákveðna bjögun í þanka- gangi og ofmeta stórlega afleið- ingar þess að ganga illa á prófi, og mikla það fyrir sér að gera mistök. Börnin og unglingarnir verða að skilja að það er eðlilegt og mann- legt að gera mistök, og ekkert okkar kemst í gegnum lífið án þess að misstíga sig nokkrum sinnum.“ Ekki fara yfir strikið Fyrsta ráðið sem Orri nefnir að hjálpi til að ná tökum á kvíðanum er einfaldlega að undirbúa prófin betur. Þar geta foreldrarnir leikið mikilvægt hlutverk og hjálpað nemandanum á heimilinu að skipu- leggja lesturinn og upprifjunina. „En það verður líka að passa að ekki sé farið yfir strikið í prófund- irbúningnum. Hjá sumum birtist prófkvíðinn í því að þeir undirbúa sig of mikið og eru jafnvel að lesa bækur og glósur alla nóttina fyrir próf. Ég líki þessu við að eiga að spila í mikilvægum fótboltaleik en verja allri nóttinni í að lyfta lóðum. Útkoman er sú sama, að hugur og líkami er ekki í sínu besta formi til að takast á við áskorunina.“ Ef bættur undirbúningur dugar ekki til þá má bæta við slökunar- æfingum. „Til eru einfaldar og góð- ar aðferðir sem allir geta lært,“ segir Orri. „Þá getur hjálpað að læra ákveðnar aðferðir til að tak- ast á við prófið með skipulögðum og öguðum hætti. Nemandinn er þá búinn að ákveða fyrirfram hvernig hann bregst við ef hann t.d. rekst á spurningu sem rekur hann á gat og er með úrræði uppi í erminni til að halda sér gangandi og einbeita sér að því að svara sem mestu.“ Atferlismeðferð og umgjörð Dugi þetta ekki til er tímabært að leita til sérfróðra aðila til að fá mat á stöðunni og kanna meðferðar- möguleika. Hugræn atferlismeðferð eða HAM hefur sýnt bestan árang- ur við meðhöndlun kvíðavandamála og mælir Orri með sálfræðingum sem nota þá aðferð. Einnig má nálgast ókeypis meðferðarhandbók um HAM á netinu á heimasíðunni ham.reykjalundur.is. Námsráðgjafar geta einnig hjálpað til, sérstaklega á fram- halds- og háskólastigi, við að skipuleggja námið þannig að álagið verði viðráðanlegra. Segir Orri að það gæti t.d. slegið á kvíðann í há- skóla að blanda saman fögum sem nemandanum þykja létt við fög sem honum þykja erfið. Foreldrar ættu að ræða um börn sín um viðhorf þeirra til prófa. Getty Images/Fuse Foreldrar geta oft átt í vandræðum með að skilja hversu mikið þeir eiga að þrýsta á börnin sín í náminu. Orri segir að of lítið aðhald af hálfu foreldra geti leitt til þess að barnið vanræki námið, en of mikið aðhald getur orðið til þess að magna upp kvíða og óhamingju. „Það er mjög erfitt að segja til um hvar hinn gullni meðalvegur ligg- ur. Allir foreldrar þurfa að finna sjálfir svarið en hafa þó hugafast að miklu skiptir að koma því skýrt til skila að það borgar sig að standa sig vel og leggja sig allan fram, jafnt í bóknámi sem í öllu öðru sem við tökumst á við í lífinu,“ útskýrir Orri. „Barnið verður líka að fá skýr skilaboð um það að við eigum öll okkar slæmu daga og að eitt slakt próf er ekki heimsendir.“ Hve mikið á aðhaldið að vera? Kvíði fólks fyrir prófum getur tekið á sig ýmsar myndir. Orri segir suma nota það sem eins konar „varnar-mekanisma“ að undirbúa sig ekki vel. „Þetta fólk notar þá undirbúningsleysið sem afsökun fyrir því ef árang- urinn á prófinu er ekki sem skyldi, og getur þannig komist undan því að líta á frammistöð- una sem mat á eigin getu.“ Kæruleysi og frestunarárátta er ekki góður ávani og getur verið ekki síður skaðlegt fyrir frammistöðuna en alvarlegur prófkvíði. „Kæruleysið getur líka ein- faldlega verið eitthvað sem nemandinn hefur vanist ef hann hefur átt leikandi létt með nám- ið í grunnskóla. Margir reka sig á að þegar komið er í fram- haldsskólann eru kröfurnar allt aðrar og einkunnirnar lækka skarplega. Er þá hægara sagt en gert fyrir hluta nemenda að venja sig af þeim námsaðferðum sem þeir hafa tamið sér í tíu ár. Getur verið töluvert átak að læra ný vinnubrögð, en um leið nauðsynlegt ef takast á að ljúka náminu sómasamlega og hvað þá ef stefnan er sett á há- skólanám.“ Kæruleysið sem afsökun Einstökhljómgæðiúr litlutæki Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880 | www.heyrnartækni.is | Framúrskarandi tækni íOticonheyrnartækjumskilar þérbestumöguleguhljómgæðumíólíkumaðstæðum. NýjudesignRITEtækinerueinstakleganettoghafa hlotiðalþjóðleghönnunarverðlaun.Njóttuþessað heyraskýrtogáreynslulaustmeðheyrnartækisem hentarþínumpersónuleguþörfum. Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga Bókaðutímaí fríaheyrnarmælingu ogfáðuheyrnartækitilprufuívikutíma Sími5686880 Fullkomin þráðlaus tækni Engir hnappar Vatnshelt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.