Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.4. 2015 Bækur Á baksíðu bókarinnar Gott fólk semBjartur gaf út í vikunni segir að höf-undur hennar sé blaðamaður í Reykjavík. Víst er það rétt, Valur Grettisson hefur fengist við blaðamennsku lengi, en hann er líka rithöfundur sem sannast á smá- sögum og ljóðum sem hann hefur sent frá sér í gegnum tíðina. „Ég ætlaði að verða ljóðskáld þegar ég var yngri og gaf út bók þegar ég var 24 ára. Ég breytti svo óvart um stefnu í lífinu þegar ég fór að vinna á DV og ákvað þá að verða blaðamaður, en löngunin til að skrifa skáld- skap hvarf aldrei, hjartað vildi skrifa. Til að byrja með fékk ég útrás með því að taka þátt i öllum smásagnasamkeppnum sem ég fann og tók til dæmis þrisvar sinnum þátt i Gaddakylfunni og einu sinni í ástarsagna- samkeppni Vikunnar og lenti alltaf í öðru sæti. Það var óskaplega góð leið til að halda mér við efnið. 2013 var ég svo rekinn af Fréttablaðinu í einhverjum umbrotum þar og eignaðist barn á sama tíma. Ég var því á launum í töluverðan tíma og ákvað að í stað þess að fara strax út a vinnumarkaðinn myndi ég setjast niður og skrifa og sjá hvað úr yrði.“ Það er býsna mikil vinna og flókin að skrifa skáldsögu og Valur segir það hafa skipt höfuðmáli að geta einbeitt sér að skrif- unum, að hafa losnað við brauðstritið í smá- tíma. „Ég náði aðeins að hreinsa hugann og út kom skáldsaga á mjög skömmum tíma og ég er bara dálítið stoltur,“ segir hann og þegar ég spyr hann um titilinn „blaðamaður í Reykjavík“ segist hann líta á sig sem skáld. „Þó að ég hafi ekki skrifað mikið opinberlega þá er ég samt alltaf að skrifa fyrir skúffuna, þetta er ekki fyrsta skáldsagan, ég á vonda skáldsögu niðri í skúffu,“ segir hann og hlær við. Valur segir að „Gott fólk“ hafi sprottið fram á mjög skömmum tíma, en þegar lesið er aftan á bókina sést að hugmyndin hefur kviknað í tengslum við fjölmiðlamál sem nokkuð var rætt fyrir tveimur árum eða svo, eða stuttu áður en Valur tók að skrifa. Hann segist og hafa verið að vinna sem blaðamað- ur á þeim tíma og því fylgst þokkalega með því máli. Að því sögðu þá kemur snemma í ljós við lestur bókarinnar að hún fjallar ekki um þetta tiltekna mál og byggist ekki á því, í raun er það bara fyrirbærið ábyrgðarferli sem kemur fyrir í hvoru tveggja. „Ég kynntist hugmyndafræðinni á bak við ábyrgðarferlið í þessu tiltekna máli sem var mikið rætt í fjölmiðlum. Ári síðar var ég að skrifa sögu sem mér gekk ekkert of vel með en þá flaug þessi hugmynd í kollinn á mér og áttaði mig betur á inntaki hugmynd- arinnar. Hún snertir nefnilega á miklu fleiri flötum en maður heldur kannski í fyrstu. Ég sá þannig fyrir mér ekki bara átök á milli kynjanna heldur líka hugmyndafræðileg átök og líka hvernig sá sem gengur í gegnum ábyrgðarferlið getur farið að upplifa það eins og hreint og beint ofbeldi, eins og refsingu þó að það eigi ekki að virka þannig.“ Aðalpersóna sögunnar er Sölvi. Sara, sem eitt sinn var kærasta hans, lýsir honum sem yfirgangssegg í afdrifaríku bréfi sem hún sendir honum og eftir lestur bréfsins, þar sem hann er borinn þungum sökum, líður honum eins og heilinn á honum „hafi verið sprengdur í loft upp af tilfinningalegum öfgamanni“. Valur segir og að Sölvi sé ekki bara tilfinningalegur öfgamaður, „hann er öfgamaður bæði í hjarta sínu og huga og í öllum framgangi og birtingarmynd þess er að hann drekkur allt of mikið. Það hve hann er öfgafullur gerir að verkum að hann tekur þessari hugmyndafræði, gengst undir hana af tillitssemi við stúlkuna. Síðan fer hann að upplifa ábyrgðarferlið sem ofbeldi og ekki síst vegna þess að málið verður opinbert og þegar samfélagið heyrir orðið kynferðisof- beldi heyrir það í raun og veru nauðgun eða illmenni eða skrímsli.“ Valur segist ekki sérfróður um ábyrgð- arferlið, en sér sýnist sem það hafi borist hingað til lands eftir búsáhaldabyltinguna og þá sem aðferð til að takast á við erfið kyn- ferðisafbrota- eða ofbeldismál í víðara sam- hengi. „Þetta ferli á að vera þolendavænt enda þarf þolandi þá ekki að ganga í gegn- um brútalisma dómskerfisins, en það miðar líka að því að sá sem sætir ferlinu betr- umbæti sig sem manneskju og þar af leið- andi á þetta líka að vera tillitssamt gagnvart gerandanum. Vantrú fólks á dómskerfinu verður til þess að það leitar í lausnir eins og þessa og auð- vitað er það að einhverju leyti áfellisdómur yfir dómskerfinu hvað varðar fórnarlömb kynferðisofbeldis, en að mínu mati er ábyrgðarferlið ekki raunveruleg lausn. Ég hef sjálfur skrifað mikið um dómsmál sem blaðamaður og þar er ramminn alveg skýr – ákæruatriðin eru nákvæm og refsingin er einnig skýr og eftir að maður hefur afplánað sína refsingu þá er hann frjáls maður aftur þó hann eigi þá líklega eftir að fara í gegn- um eitthvert tilfinningalegt uppgjör. Það er samfélagslegur sáttmáli um að fá hlutlausa aðila til að skoða, ásaka, rétta og dæma og það er líka réttur sakamannsins, en í sög- unni er refsing Sölva í raun ótímabundin, þó enginn segist vera að refsa honum.“ SÖLVI OG SARA Af tilfinningalegum öfgamanni Valur Grettisson ætlaði sér alltaf að verða skáld en lenti „óvart“ í því að verða blaðamaður, eins og hann lýsir því. Morgunblaðið/Eggert VALUR GRETTISSON SENDI FRÁ SÉR SINA FYRSTU SKÁLDSÖGU UM DAGINN, BÓKINA GOTT FÓLK. HANN HEFUR ÞÓ LENGI SETIÐ VIÐ SKRIFTIR OG ÆTLAÐI SÉR ALLTAF AÐ VERÐA SKÁLD. * Ég náði aðeins aðhreinsa hugann ogút kom skáldsaga á mjög skömmum tíma og ég er bara dálítið stoltur. Það koma svo margar bækur upp í hugann þegar honum er skipað að leita að og rifja upp þær sem eru í sérstöku uppáhaldi. Hugurinn segir mér að sú fyrsta sem hafði djúpstæð og varanleg áhrif hafi verið Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lind- gren. Það er auðvitað klisja, svo margir nefna þá bók í svona viðtölum. Fleiri bækur eftir erlenda höfunda koma fram úr fylgsnum. Ein heitir The Line Of Beauty og er eftir Alan Hollinghurst. Þar er fjallað um líf samkynhneigðra í Bretlandi Thatchers. Bókin fékk Booker verðlaunin 2004. Ótrúlega sterk, vel skrifuð og mögn- uð saga. Á svipuðum nótum er ævisaga Boy George, Take It Like A Man, frá 1995, rituð af Spencer Bright. Vel skrifuð, fyndin, sorgleg og vekjandi í senn. Síðari bækur um líf George eru drasl en þessi er demantur. Sú skáldsaga sem lifir svo alltaf í huganum er Hreinsun eftir Sofi Oksanen frá 2008. Hana gat ég ein- faldlega ekki lagt frá mér og hún höfðaði svo sterkt til manns á svo mismun- andi hátt. Af bókum eftir íslenska höfunda sem hug- urinn kallar fram vil ég nefna Höfund Íslands eftir Hallgrím Helgason, Himnaríki og helvíti Jóns Kalmans, Afleggjarann eftir Auði Övu og svo þá bók sem ég var algjörlega gátt- aður á, Rökkurbýsnir eftir Sjón. BÆKUR Í UPPÁHALDI FELIX BERGSSON Felix Bergsson gat ekki lagt Hreinsun eftir Sofi Oksanen frá sér. Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.