Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Blaðsíða 37
Snúrurnar í fjarstýring-
arnar eins og girnileg-
ar lakkrísreimar …
hljóðið þýða sem
heyrðist þegar
leik var smellt í
hólfið … tón-
listin fallega
sem gerði leik-
ina ógleym-
anlega. Ef eitthvað
er klassík í leikjatölvuiðn-
aðinum þá er það Nintendo-
tölvan, sem fullu nafni nefndist
Nintendo Entertainment System.
Hún kom á markað árið 1985 og
var fyrsta leikjatölvan frá Nin-
tendo sem kom á markað utan
Japan. Í Japan nefndist tölvan ein-
faldlega Famicom eða Fjöl-
skyldutölvan, en hér á Íslandi var
hún alltaf kölluð „Nintendó“
meðal ungmenna, sem skiptust á
GAMLA GRÆJAN
Nintendo-tölvan
að blása inn í leiki til að losa þá
við ryk og drita á A- og B-
takkann til þess að láta karaktera
framkvæma einhverjar listir. Tölv-
an var langsöluhæsta leikjatölva
síns tíma og var byltingarkennd
að því leyti að hún gerði þriðju
aðilum kleift að hanna leiki fyrir
hana. Ninteno Entertainment
System hefur margoft verið valin
besta leikjatölva sögunnar.
26.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
Færa má rök fyrir því að The
Onion sé virtasti grínmiðill
heims. Laukurinn byrjaði sem
háðsfullt háskólatímarit í Wis-
consin í Bandaríkjunum og er í
dag hálfgert fjölmiðlaveldi á sviði
grínefnis. Flaggskipið er þó alltaf
tímaritið The Onion og vefsíða
þess nýtur gríðarlegra vinsælda
enda er þar að finna allt sem
grínþyrst fólk þráir, djúpfyndnar
fréttir, háþróað myndbandagrín
og stórkostlegar innsendar grein-
ar frá kostulegu fólki með frum-
leg vandamál og skoðanir. Nýlega
var tekið upp á því að rukka fyr-
ir aðgang að vefsíðunni en á The
Onion-appinu er hægt að komast
hjá því að þurfa að greiða fjár-
hæðir fyrir það að brosa og
hlæja hvenær sem þörf er á.
Óhætt er að mæla með The
Onion enda hafa gæði grínsins
þar staðist tímans tönn allt frá
árinu 1988.
SNIÐUGT SMÁFORRIT
Hágæðagrín beint í símann
Bílaframleiðandinn Ford kynnti á
dögunum til sögunnar nýja tækni
fyrir bíla sem gerir þeim kleift að
lesa á umferðarskilti og þar með
hægja ferðina sjálfkrafa fyrir hönd
ökumanns. Tæknin kallast Intelli-
gent Speed Limiter, sem gæti verið
þýtt sem greindarleg hraðatak-
mörkun á íslensku, og var frum-
sýnd í Þýskalandi en verður fáanleg
á heimsvísu í nýjustu útgáfu Ford
S-Max-bílanna frá fyrirtækinu.
Tæknin grundvallast á því að
myndavél er komið fyrir á framrúð-
unni og upplýsingar frá henni eru
sendar í tölvubúnað bílsins sem
borið getur kennsl á það sem linsa
myndavélarinnar fangar. Þegar
kerfið ályktar að ökumaður aki yfir
hraðatakmörkunum, getur bifreiðin
sjálfkrafa stillt hraða sinn án þess
að nota til þess bremsur. Í staðinn
hefur kerfið áhrif á snúningshraða
vélarinnar með því að stilla af bens-
ínsmagnið sem flutt er til hennar.
Það verður til þess að hraði bílsins
minnkar jafnt og þétt þangað til
hann nær settum hámarkshraða.
Búnaðurinn er virkjaður með takka
í stýrinu, en ökumaðurinn getur
hins vegar ávallt haft aðgerðir bún-
aðarins að engu með því að stíga
ákveðið á bensíngjöfina.
Markmiðið með þessari nýju
tækni á vegum Ford er að koma í
veg fyrir að ökumenn virði óviljandi
hraðatakmarkanir að vettugi. „Öku-
menn eru ekki alltaf meðvitaðir um
hraða sinn og átta sig stundum ekki
á broti sínu fyrr en eftir á, þegar
þeim berst sekt í pósti eða lög-
reglubíll segir þeim að nema stað-
ar,“ sagði Stefan Kappes, yfirmaður
öryggissviðs Ford, við kynninguna.
„Nýja greinda kerfið okkar getur
minnkað stress ökumanns og að-
stoða viðskiptavini okkar við að
halda sig innan hraðatakmarkana.“
Talið er að tæknin gæti notið vin-
sælda í Evrópu, þar sem sektir fyr-
ir hraðaakstur eru bæði hærri og
alvarlegri en í Bandaríkjunum.
Ökumenn í Bretlandi geta búist við
um 100 punda sekt fyrir hrað-
akstur, eða því sem nemur um 20
þúsund krónum. Í Finnlandi eru
sektir launatengdar og iðulega
mjög háar.
TÆKNINÝJUNG
Ford-bílar horfi á
skilti fyrir þig
Bílstjórinn getur enn sem komið er haft
lokaorðið um hversu hratt bíllinn fer,
þrátt fyrir skoðanir bílsins.