Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Side 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Side 18
Ferðalög og flakk Parlez-vous français? Morgunblaðið/Einar Falur *Franska er útbreidd í Marokkó enda varlandið frönsk nýlenda um tíma. Ef ferðast á tilMarokkó gæti því verið sniðugt að dusta ryk-ið af menntaskólafrönskunni. Hins vegar erutungumál engin fyrirstaða fyrir ferðamennþví enska er að verða útbreiddari í landinusamfara auknum fjölda ferðamanna. Það er helst eldra fólk sem talar litla ensku, en getur þá frekar bjargað sér á frönsku. L ýðræðislegt verð fyrir þig, vinur minn!“ „Þig vantar greinilega skó! Líttu á úr- valið!“ „Tíu díramar, tíu dí- ramar, tíu díramar!“ „Teppi, frábær teppi – Sjáðu, þú þarft ekkert að kaupa, bara skoða!“ Áreitið er mikið þegar ferða- langur gengur inn í völundarhús þröngra markaðsgatnanna í „med- ínunni“, gömlu borginni í Marra- kesh, innan borgarmúranna. Sölu- menn berjast um athyglina og benda á útskurð, teppi, púða, skó með uppbrettum tám, forngripi, skart, girnilegar kökur, litarefni, krydd og ýmsilegt annað. „Súper ví- agra fyrir þig vinur minn,“ hvíslar sólbakaður berbi í síðum kufli, bendir á bakka með skorpnuðum rótum á og brosir tannlausu brosi. Já, áreitið er mikið en þetta er heillandi heimur að gleyma sér í, hvort sem ferðalangar eru reiðu- búnir til að hætt sér út í prútt, með tilheyrandi talnaleikjum og te- drykkju, eða vilja bara horfa og taka inn litina, fólkið, lyktirnar, vör- urnar, allt sem fylgir þessum rang- ölum, menningunni og sögunni í þessari hrífandi borg sem vinsælasti ferðavefur samtímans valdi á dög- unum áfangastað ársins. Marokkó hefur löngum hrifið vesturlandabúa, með sérstæðri menningunni þar sem mætast í mergjaðri blöndu áhrif frá Evrópu, sunnanverðri Afríku og músl- imalöndum. Á síðustu árum hefur hinn ungi konungur landsins, Mo- hammed VI sem tók við völdum ár- ið 1999, opnað landið fyrir erlendri fjárfestingu og lagt áherslu á stór- bætta ferðaþjónustu. Með eftirtekt- arverðum árangri – á næstu árum mun ferðaþjónustan síga fram úr landbúnaði sem mikilvægasta at- vinnugrein landsins. Allt annar heimur Marrakesh er iðulega kölluð „Rauða borgin“, eftir einkennislitunum, frá gulrauðu yfir í bleikt, sem bornir er á flestar byggingar hennar. Og hún er gjarnan sögð exótískasta og dul- arfyllsta borgin þetta nálægt Evr- Útiveitingastöðunum á torginu Jemaa el Fna hefur verið lýst sem „stærsta veitingastað á jörðu“. Þegar húmar eru kerrur með borðum, stólum og grillum dregnar inn á hluta torgsins, og skömmu síðar hafa nær eitthundrað veitingastaðir verið settir þar upp. Háværir þjónar og grillmeistarar berjast um athygli heimamanna sem ferðamanna og matbúa þeir listagóða og ódýra rétti langt inn í kvöldið. Morgunblaðið/Einar Falur BORGIN MARRAKESH Í MAROKKÓ HEILLAR FERÐALANGA OG HEFUR VERIÐ VALIN BESTI ÁFANGASTAÐURINN Ævintýraborg í Afríku HÚN ER ÓDÝR, ÖÐRUVÍSI OG ÆVINTÝRALEG. FERÐA- MENN FLYKKJAST TIL MARRAKESH Í MAROKKÓ OG HRÍFAST AF ÞVÍ SEM BER FYRIR AUGU, ÞJÓNUST- UNNI OG MATNUM. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í gamla borgarhlutanum, „medínunni“, er völundarhús þröngra og hrífandi markaða. Hér eru seldir hefðbundnir og vinsælir skór, svokallaðir „babouche“. Trúarskólinn Madrassa Ben Youssef var stofnaður á 14. öld í medínunni en lagður af árið 1960. Byggingin er opin gestum og þykir ein sú fegursta í landinu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.