Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Page 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Page 26
Stofan einkennist af mildum litum og fallegum hönnunarvörum. Sóf- inn er einskonar griðastaður fjöl- skyldunnar en þar hefur hún átt ófáar kósístundirnar. Morgunblaðið/Golli Æ tli ég myndi ekki lýsa stílnum sem líflegum og ferskum. Þar sem ég hef starfað und- anfarin ár við það að skrifa um allt það nýjasta í heimi hönnunar og heimila er því varla furða að mitt heimili sé dálítið undir áhrifum tískustrauma, því neita ég ekki. Í grunninn eru húsgögnin og ljósin klassísk hönnun en smáhlut- irnir sem skreyta heimilið sem og plaköt á veggjum breytast með tímanum, það má einnig alltaf finna eitthvað bleikt á mínu heimili, það er svo fallegur litur,“ útskýrir Svana sem heldur úti einu vinsæl- asta hönnunarbloggi landsins, Svart á hvítu á vefsíðunni Trend- net. Svana sem er menntaður vöru- hönnuður leggur mikla ástríðu í innréttingu heimilisins. Hún segir þó mikilvægast að fólk sé sátt, al- veg sama hvaða stíl það aðhyllist. „Það er svo mikilvægt að líða vel á eigin heimili. Það sem mér finnst þó mikilvægt er að það má alveg sjást að þarna búi fólk, ég er t.d. alltaf með ljósmyndir af fjölskyld- unni á ískápnum og bækur eða tímarit á sófaborðinu, það finnst mér vera svo heimilislegt.“ Svana segist sækja innblástur í þær óteljandi bloggsíður sem hún fylgist með auk tímarita og bóka. Aðspurð hvar hún kaupi helst inn á heimilið segist Svana alltaf geta fundið sér eitthvað fallegt fyr- ir heimilið í öllum verslunum sem hún gengur inn í, sama hvort það er gjafahornið í blómabúð eða í Epal sem er reyndar uppáhalds- verslunin. „En það toppar fátt það að komast á góðan flóamarkað er- lendis.“ Íbúðin liggur vel við birtu og segir Svana uppáhalds staðinn á heimilinu vera við stofugluggann. „Ég er með dásamlegt útsýni og það virðist alltaf vera eitthvað spennandi að gerast þegar ég lít út um gluggann.“  String-hillurnar gefa vel inn- réttaðri vinnuaðstöðu heim- ilisins flott yfirbragð. Svana Lovísa Kristjánsdóttir ásamt syni sínum Bjarti. Morgunblaðið/Golli Líflegur heimilisstíll í Hafnarfirði Í BJARTRI ÍBÚÐ Í HJARTA HAFNARFJARÐAR BÝR HÖNNUNARBLOGGARINN SVANA LOVÍSA KRISTJÁNSDÓTTIR ÁSAMT KÆRASTA SÍNUM, ANDRÉSI GARÐARI ANDRÉSSYNI OG SJÖ MÁNAÐA SYNI ÞEIRRA BJARTI ELÍASI. SVANA HEFUR UNDANFARIN ÁR STARFAÐ VIÐ AÐ SKRIFA UM ÞAÐ NÝJASTA Í HEIMI HÖNNUNAR OG SEGIR ÞAR AF LEIÐANDI HEIMILIÐ DÁLÍTIÐ UNDIR ÁHRIFUM TÍSKUSTRAUMA Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Morgunblaðið/Eggert * Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands Útskriftarsýning nemenda á BA-stigi í myndlistardeild og hönnunar- og arki- tektúrdeild verður opnuð laugardaginn 25. apríl kl. 14:00 í Listasafni Reykjavík- ur, Hafnarhúsi. Þar sýna 64 nemendur afrakstur þriggja ára náms í skólanum. Aðgangur er ókeypis og stendur sýningin til 10. maí og er opin daglega frá 10:00- 17:00 og á fimmtudögum til kl. 20. Heimili og hönnun

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.