Reykjalundur - 01.06.1961, Page 10

Reykjalundur - 01.06.1961, Page 10
Hamarinn sem S. í. B. S. gaf finnska brœörafélaginu d 20 ára afmceli þess. Myndin sýnir bdOar hliðar hamarsins. RikharOur Jónsson smiÖaÖi hamarinn. Fátt er nú sem gleður geð, geymist miklu fleira af hinu. Svona er að eiga samleið með svartncetti og skammdeginu. Sælir eru einfaldir Ekki sakar að ég sést eins og glópur standa. Fyrirheitin fengu bezt fátcekir i anda. Andinn og holdið Þess hef ég einatt orðið vis og alvarlega stundum goldið, eina leið að ekki kýs andinn skyggn og fávist holdið. Tekið er i og togast á, — tölum ekki hér um fleira. — Verður oft að vcegfa sá, sem vitið hefur fengið meira. Vor (Sléttubönd). Likur hriðum viðir vær vaggar friðu þangi, strýkur þýður bliður blær breiðu hliðar fangi. Nátttröll Steinrunninn ég stend nú hér stirður i fingra rími, og floginn ert þú fram hjá mér fyrir löngu, tími. Landið og við Flatneskjan með blóm og brum, brosir út til sandsins. Hefur ekki hugmynd um hæstu tinda landsins. 8 Reykjalundur

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.