Reykjalundur - 01.06.1961, Page 21

Reykjalundur - 01.06.1961, Page 21
Kjartan Guðnason: I Finnlandi Kjartan Guðnason í maí síðastliðnum hélt stjórn Berkla- varnasambanda Norðurlanda fund í Helsing- fors, Finnlandi. Um svipað leyti hélt Samband finnskra berklasjúklinga þing sitt í Helsingfors. Finnska sambandið var stofnað í maí 1941, og var þetta þing þeirra jafnframt 20 ára afmælisþing sambandsins. Mættir voru á þessum fundum fulltrúar frá berkavarnasamtökum allra Norðurland- anna, frá íslandi: Oddur Ólafsson, Reykja- lundi, og undirritaður. Bárust finnska sambandinu ýmsar gjafir af tilefni afmælisins, og frá S.Í.B.S. færðum við haglega gerðan fundarhamar, gerðan af Ríkarði Jónssyni. Samtök finnskra berklasjúklinga eru mjög Reykjalundur sterk með yfir 36.000 meðlimi í 67 deildum, eða fjölmennara en öll samtök berklasjúkl- inga samanlagt á hinum Norðurlöndunum. Starf sambandsins er einnig umfangsmikið og margþætt. Þótt aldur þess sé ekki hár, og starfsemin að nokkru leyti legið niðri í rúm 4 ár vegna stríðsins, hefur sambandinu tekizt að lyfta Grettistökum í viðleitni sinni til að bæta kjör og aðbúnað þeirra er veikzt hafa af berklaveiki í Finnlandi. A það heimavistariðnskóla í Libelits, þar sem 150 nemendur búa. Er þar 3ja ára deild fyrir rafvirkjanema, og 2ja ára deildir fyrir tré- og járnsmíðanema, og einnig hafa þeir þar sérstök námskeið fyrir birgðaverði. Þá á það heimavistarskóla í Uleaborg, sem Morikoski heitir. Geta þar búið 90 nem- endur, piltar og stúlkur. Er þar 2ja ára skóli fyrir járnsmíðanema, og 2ja ára verzlunar- skóli fyrir stúlkur og pilta. Einnig á finnska sambandið lýðháskóla í Karkku, þar sem rúmir 50 nemendur geta búið. Er lýðháskólinn fyrst og fremst rekinn sem undirbúningsskóli fyrir iðnskólana og verzlunarskólann. Auk allrar þessarar fræðslustarfsemi gengst sambandið fyrir smærri námskeiðum, og rekur sumarheimili víða um landið fyrir berklasjúklinga og börn þeirra. Miðar allt þetta starf að því, að gera þá er veikjast af berklum, hæfari til að mæta þeim breyttu aðstæðum, sem berklaveikin hefur valdið þeim. Af þessari upptalningu, þótt ekki sé hún tæmandi, má sjá, að starfsemi finnska sam- bandsins er æði umfangsmikil. A aðalskrif- stofu sambandsins í Helsingfors vinna 20 manns. Og hvaðan fá þeir peninga til alls þessa? 19

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.