Reykjalundur - 01.06.1961, Side 27

Reykjalundur - 01.06.1961, Side 27
Arkarsmiðimir Þeir sdtu oft saman d kvöldin i svalanum drykklanga stund og bdru sinn þunga harm i hljóOi allir d eina lund. Þeir strituOu hörOum höndum heitan og langan dag. ÖlhneigOur bóndinn var brdOur i skapi. Þeir óttuOust um sinn hag. Húsbóndinn hvessti róminn. Húsbóndinn reiddi upp staf. Þeir drúptu höfOi og dýrkuðu bljugir þann guO, sem valdiO gaf. ÞaO vorar og vex i dnni. Hún vex svo mikiO i dr, flœOir, svo enginn einasti garOur er nálœgt þvi nógu hdr. Hún flœÖir heim undir hlaÖiÖ. Himinninn dökknar enn. VattiiÖ fossar úr fjallagiljum og skellur á shepnur og menn. Komið — og hraðar hendur, hundingjar, þrer.lalið, smiðið mí fleka, sem flýtur d ánni! Undir eins'. Enga bið! Við, sem verður aÖ bjarga, viÖ erum dtta manns. Sem, Kam og Jafet, synir minir, lofið Guð fyrir likn hans. SmiÖirnir standa á slröndu. Þeir standa i vatni i hné. Örkin skriöur i Ijúfasta leiöi, úr allri hcettu, þó seint sé. SmiOimir standa á ströndu. Straumurinn harönar enn. Þeir drúpa höföi og hlusta á niðinn, fávisir, feigir menn. Öldin okkar Forðum austur i Asiulöndum var undarleg mynd i konungsranni: Vanskapað naut, meÖ vcengjum þöndum, og veglegt höfuÖ af tignarmanni. Kóngurinn dó, og höllin hrundi. Hldlegt er margt í gömlum sögum. Myndin likist á margar lundir menningu heimsins nú d dögum. Reykjalundur REIMLEIKAR Kunningjar Jóa höfðu margoft boðið hon- um heim á óðal sitt. Einn laugardaginn læt- ur hann svo verða af því og hittir þar fyrir fjöldan allan af gestum. Því er ekki að leyna, að um kvöldið drukku menn ekki einungis límonaði. Þegar líða tók á kvöldið kom húsbóndinn að máli við Jóa: „Aum- ingja Jói minn, því miður verð ég að láta þig sofa í draugaherberginu. Öll önnur her- bergi eru upptekin.“ „Jæja“, sagði Jói, „mér er bara sönn ánægja í því.“ „Hvað segið þér“, hrópuðu nokkrar konur í hrifningu. „Eruð þér alls ekkert hræddir? Yður ætti þó að vera kunnugt, að síðan veslings kon- an framdi þarna sjálfsmorð fyrir 30 árum, er reimt í herberginu ....“. „Hvernig get- ur maður vitað það, þegar enginn hefur hingað til fengizt til að sofa þar? Ég trúi ekki á kerlingasögur. Góða nótt, gott fólk.“ Að stundarfjórðungi liðnum liggur Jói í náttfötunum uppi í rúmi í þessu alræmda herbergi. Hann hefur samt lagt skammbyss- una sína á náttborðið. Og hvernig sem á því stóð lét hann loga á lampanum fyrir ofan höfðagaflinn. Þegar hann er rétt að festa svefn, verður hann skyndilega var við, að fimm litlir svartir fingur eru á hreyfingu við fótagaflinn .... Jói glennir upp augun, lokar þeim, opnar þau aftur .... Þessir fimm litlu svörtu fingur eru þarna ennþá .... og nú eru þeir allt í einu orðnir tíu. Jói reisir sig örlítið upp í rúminu. „Hættið þessum fíflagangi“, segir hann. „Leyfið mér að sjá framan í yður, eða ég hleypi af“. — Hann grípur kaldur og ákveðinn til byss- unnar. Litlu hendurnar flökta til nærri því biðjandi, en ekkert andlit kemur í ljós. — „Þetta er síðasta aðvörun“, hrópar Jói. „Þeg- ar ég er búinn að telja upp að þremur, hleypi ég af“. Og hann byrjar að miða vand- lega. Litlu hendurnar verða stífar, bæra ekki á sér. „Standið upp, eða ég skýt!“ öskrar Jói. Það fer titringur um fingurna tíu.... „Einn!“ hrópar Jói .... „Tveir! þrír!“ Og hann hleypir af. — Síðan hefur Jói verið haltur á vinstra fæti. 25

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.