Reykjalundur - 01.06.1961, Page 29

Reykjalundur - 01.06.1961, Page 29
„En hvað hann er fallegur. En bráðum kemur vet- urinn. Og litli strákurinn á engan frakka, enga vettl- inga, enga húfu. Það getur ekki gengið." Og litla stúlkan sem seinna kom teiknaði á strák- inn á grindverkinu frakka, vettlinga og húfu. Hún gleymdi alveg að sauma hnappa á frakkann, en það kemur jafnvel fyrir beztu klæðskera. Hún var mjög fljót með vettlingana, alveg eins og amma þegar hún er að prjóna. Húfan var ekki sem verst heldur. Eg a. m. k. mundi nota hana ef þetta væri mín húfa. Litla stúlkan flýtti sér heim. Hún hafði svo mikið að gera þennan dag, dúkkan hennar átti nefnilega að fara í bað. 5) Næst kom lítill drengur. Hann sá strákinn á grindverkinu og sagði við sjálfan sig: „En hvað þetta er fallegur strákur. Leiðinlegt að hann skuli vera svona leiður á svipinn. Kannski af því að hann hefur ekkert til að leika sér að. Það skiptir engu, ég bý til sleða handa honum" Og litli drengurinn var fljótur að teikna sleða Ann- ar meiðurinn var brotinn, en ég mundi renna mér á honum með mestu ánægju, ef ég ætti hann. Síðan fór drengurinn að hitta félaga sína. ö) Nú kom annar lílill drengur þar að. Hann gretti sig framan í litla strákinn á grindverkinu og sagði: „Fíflið þitt". í snatri teiknaði hann síðan tungu út úr munninum á honum. 7) Þessar fréttir bárust eins og eldur í sinu: „Litli strákurinn á grindverkinu rekur út úr sér tunguna framan í vegfarendur." Börnin flykktust að grindverkinu. Eitt þeirra sagði: „Ég ætla að þurrka út buxurnar. Ég get ekki látið þær vera á strák sem rekur út úr sér tunguna." „Ég ætla að þurrka út skyrtuna," sagði annað. — „Strákur sem rekur tunguna út úr sér framan í þá, sem fara um götuna, á ekki annað skilið...." Og eitt af öðru þurrkuðu þau út skóna, vettlingana, húfuna, og líka sleðann. 8) En um leið og börnin þurrkuðu út fötin, þá þurrkaðist strákurinn alveg út af grindverkinu. Hvort sem hann er klæddur eða ekki má enginn drengur reka út úr sér tunguna. Svo að grindverkið varð aftur trégrindverk eins og öll önnur trégrindverk. Seppi litli veit einn að strák- urinn á grindverkinu var saklaus. Verst að hann skuli ekki geta sagt öðrum sannleikann. Reykjalundur 27

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.