Reykjalundur - 01.06.1961, Side 31
á svo særandi, mig langar að segja fjand-
samlegan hátt. Ég sagði við sjálfan mig:
fyrst er bezt að athuga, hvort Agnes gæti
álasað mér um nokkra, þó ekki væri nema
um smávægilega ótryggð. Bara alls ekki!
Mér hefur aldrei verið sérlega um konur,
ég skil þær ekki, og þær skilja mig ekki
heldur. Frá því ég gifti mig má fullyrða
með vissu, að konur voru ekki til í mínum
augum. Agnes var einu sinni að stríða mér
og spurði: „Hvað mundirðu gera, ef þú yrðir
allt í einu skotinn í annarri konu?“ Og ég
svaraði: „Slíkt getur ekki komið fyrir. Ég
elska þig, og mun gera það eftirleiðis." Þeg-
ar mér verður aftur hugsað til þessa nú,
finnst mér mig ráma í það, að henni var
engin gleði í orðinu „eftirleiðis" — þvert á
móti: hún setti upp svip og þagnaði.
Þessu næst reyndi ég að geta mér til, hvort
Agnes hefði kannske farið frá mér vegna
peninga eða illrar meðferðar. En samvizka
mín gat einnig verið róleg við þessa spurn-
ingu. Það var að vísu satt, að peninga fékk
hún örsjaldan hjá mér, en til hvers þurfti
hún þá peninga? Ég var alltaf nálægur og
albúinn þess að borga. Og hvað skemmtan-
ir snertir, dæmi menn sjálfir: Tvisvar í viku
í bíó, tvisvar í viku í veitingahús — og þar
stóð mér á sama, hvort hún pantaði ís eða
bara Espresso — svo fékk hún á hverjum
mánuði nokkur vikuhlöð og á hverjum degi
dagblað. Á veturna fórum við meira að segja
stundum á ónerusýningar. Á sumrin fórum
við til Marino í sumarfrí, en þar á pahbi
minn hús.
Nei, í þessu tilliti var ég vissulega góður
við hana. Því síður gat Agnes kvartað und-
an því, að ég keyoti ekkert handa henni.
Þegar hún þurfti einhvers með — brjósta-
haldara, sokkapar eða vasaklút, — þá var
nóg að láta mig bara vita. Ég fór þá með
henni í búðirnar, og við leituðum að því,
sem hún óskaði sér. Síðan borgaði ég mögl-
unarlaust. Svona var það líka, þegar um
var að ræða saumakonur eða tízkusníðara.
I hvert skipti sem hana langaði í nýjan kjól
eða nýjan hatt, fylgdi ég henni umyrðalaust.
Annars verð ég að láta bess getið, að
Agnes var ekki kröfuhörð. Eftir að við vor-
Reykjalundur
um búin að vera gift í eitt ár, kom það varla
fyrir, að hún léti sauma á sig kjól. Ég
minnti hana sjálfur öðru hverju á að hún
þyrfti að fá sér þetta eða hitt. Hún svaraði
því þá oftast til, að kjólarnir frá í fyrra
væru ennþá nógu góðir, og svo væri þetta
ekki svo aðkallandi. Að lokum fór ég að
halda, að hún væri í þessu tilliti ekki eins
og aðrar konur og legði ekkert upp úr því
að ganga fallega til fara.
Ástamál’ og peningar voru sem sé alls ekki
ástæðan fyrir því, að Agnes fór frá mér. Þá
var það eftir, sem málfærslumennirnir
kalla ósamrímanleg skapgerðareinkenni. —
Hvaða tegund ósamrímanlegra skapgerðar-
einkenna kom til greina hjá okkur, þar sem
við í tvö ár höfum ekki skipzt á skoðun-
um? Við vorum alltaf saman, og ef eitt-
hvað hefði verið ósamrímanlegt með okk-
ur, þá hefði það hlotið að koma fram! Agnes
andmælti mér aldrei; hún sagði yfirleitt
alls ekki neitt. Á kvöldin, þegar við sátum
heima eða fórum á kaffihús, opnaði hún
varla munninn. Það sem segja þurfti, sagði
ég. Ég skal ekki bera á móti því: mér finnst
gaman að tala og hef yndi af að hlýða á
sjálfan mig, einkum og sér í lagi þegar ég
er með fólki sem ég get treyst. Rödd mín
er róleg og regluleg, án nokkurra sérstakra
blæbrigða; ég tala skynsamlega og reiprenn-
andi.
Þegar ég byrja á einhverju umræðuefni,
er ég vanur að meðhöndla það af ítrustu
nákvæmni og taka öll sjónarmið til greina.
Yfirleitt og allra helzt ræði ég um heimilis-
haldið: um verðið á matvörunum, staðsetn-
ingu á húsgögnunum, eldhúsið, miðstöðvar-
hitunina — í stuttu máli um hversdagslega
hluti. Ég þreytist aldrei á að tala um þess
konar. Þess vegna endurtek ég oft, það sem
ég hef verið að tala um, þó að ég hafi ekki
verið búinn að ljúka því sem ég var að
segja.
En verum sanngjörn, eru þetta ekki þau
umræðuefni, sem maður á að hafa við konu
sína? Um hvað ætti maður annars að tala
við konuna? Agnes var alltaf vön að hlusta
á mig með athygli. Að minnsta kosti fannst
mér það. Bara einu sinni kom það fyrir, að
29