Reykjalundur - 01.06.1961, Qupperneq 32

Reykjalundur - 01.06.1961, Qupperneq 32
hún sofnaði, á meðan ég var að útlista fyrir henni, hvernig ofninn í baðherberginu virkaði. Ég vakti hana strax og spurði: „Var þér farið að leiðast?" Og hún svaraði án þess að hika: „Nei, nei! Ég er bara þreytt. Ég svaf svo illa í nótt.“ Flestir eiginmenn hafa sína skrifstofu eða sína verzlun; og ef þeir eru ekki þar, eru þeir á göngu með vinum sínum. En í mín- um augum var aðeins til ein skrifstofa, ein verzlun og einn kunningjahópur, og það var Agnes. Aldrei skildi ég hana eftir eina, þó ekki væri nema augnablik, og — þó að það kunni að hljóma undarlega — ég var meira að segja alltaf hjá henni í eldhúsinu. Eldhús er ástríða hjá mér. Þess vegna setti ég alltaf á mig svuntu fyrir matinn og hjálp- aði Agnesi við matseldina. Ég gerði hvað sem var, skrældi kartöflur, afhýddi baunir, þeytti rjómann. Og einnig gætti ég að pottunum. Og svo laginn var ég við þetta, að Agnesi varð oft að orði: „Heyrðu ann- ars, gerðu betta bara siálfur. Ég er með höfuðverk. Ég ætla að fleygja mér út af augnablik." Og ég hélt áfram án hennar. Emu sinni sagði hún við mig í gríni: ,.Það hljóta að hafa verið einhver mistök, að bú skyldir fæðast karlmaður. E’gmlega ertu kona. meira að segja húsmóðir." Ég verð að viðurkenna. að það er nokkuð satt í þessu. Það var ekki bara, að mér þætti gaman að fást við eldhússtörfin, heldur hef ég yndi af að þvo, pressa og sauma. Og ef ég hef ekkert annað fyrir stafni, finnst mér afar gaman að húllsauma í vasaklúta. Eins og ég sagði áðan, skildi ég Agnesi aldrei eftir eina, jafnvel ekki heldur begar mamma hennar eða einhver vinkona kom að heimsækja hana. Ég fór meira að segja með henni í enskutíma, sem hún tók, guð veit af hverju, og reyndi að læra þetta erfiða tungumál bara til þess að geta verið nálægt henni. Ég var svo háður konu minni, að mér fannst ég stundum gera mig hlægileg- an. Einu sinni vorum við á kaffihúsi og hún hvíslaði einhverju lágt að mér, sem ég ekki heyrði, og ég fór á eftir henni alveg fram á salerni, þangað til einhver af starfshðinu 30 benti mér á, að þetta væri kvennamegin og mér væri ekki leyft að fara lengra. Svona er nú það. Eiginmaður eins og ég er ekki á hverju strái! Oft sagði hún við mig, að hún ætlaði að bregða sér frá til að hitta einhverja manneskju, sem ég myndi áreið- anlega ekki hafa áhuga á að hitta. En ég svaraði alltaf: „Ég fer með þér. Ég hef auk þess ekkert annað að gera.“ I stuttu máli sagt — við vorum óaðskiljanleg. Um allt þetta varð mér hugsað á göng- unni; og alltaf spurði ég sjálfan mig árang- urslaust að því, af hverju Agnes hefði hlaupið frá mér. Loksins stóð ég fyrir fram- an verzlun föður míns, sem seldi helgigripi rétt hjá Piazza della Minerva. Faðir minn er ennþá unglegur að sjá, með dökkt liðað hár, svart yfirvaraskegg og undir þessu yfirvaraskeggi er bros, sem ég hef aldrei skilið. Hann er afar geðprúður mað- ur, rólegur og fágaður — kannske af því að hann umgengst svo mikið af prestum og frómum mönnum. Ég lagði leið mína fram hjá tveimur gluggum með tjaldhimni og rósakrönsum áleiðis inn í bakherbergið, þar sem skrifborðið hans stendur. Að venju sat hann yfir reikningum, beit örlítið í skegg- ið og varð hugsandi á svipinn. Ég sagði og tók andköf: „Pabbi, hún Agnes er farin frá mér!“ — Hann leit upp, og mér fannst, eins og hann brosti undir yfirvara- skegginu. Hann svaraði: „Það þykir mér leiðinlegt .... já, sannarlega leiðinlegt “ Ég útskýrði fyrir honum, hvernig málum var háttað og sagði að lokum: „Mér finnst þetta líka mjög leiðinlegt. En mest langar mig til að vita, af hverju hún fór.“ — Hann spurði undrandi: „Veiztu það ekki?“ „Nei.“ Hann þagði stundarkorn, andvarpaði og sagði svo: „Alfredo, ég veit sannarlega ekki, hvað ég á að segja þér. Þú ert sonur minn, mér þykir vænt um þig og ber umhyggju fyrir þér. En þú verður sjálfur að hugsa um konuna þína.“ „Auðvitað, en af hverju var hún að fara frá mér?“ Hann hristi höfuðið. „Ef ég væri í þínum sporum, myndi ég alls ekki vera að brjóta heilann um það....... Hvað koma þér hennar ástæður við?“ I þeim töluðum orðum komu tveir prestar Reykjalundur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.